Síða 1 af 1

Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 09.okt 2014, 14:34
frá juddi
Einhver þekt vandamál eða lausmnir ? bíllin varð allt í einu þungur í stýri

Re: Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 09.okt 2014, 16:52
frá Hilmar Örn
Þekki ekki lc 80 en í hilux/4runner getur hjöruliðurinn á milli stýrismaskínu og stýrishjóls gefið sig. þá verða þeir þungir og leiðinlegir í stýri.

Er nokkuð ónýttur eða boginn stýrirsdempari eða tjakkur sem er að valda tregður?

Re: Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 09.okt 2014, 17:49
frá peturin
Er hann bara þungur þegar þú ferð rólega. Það er búnaður á þessu sem létir á stýrinu þegar að hægt er farið sem að slekkur svo á sér þegar að yfir vissan hraða er komið. skoðaðu víra. Þeir eru í vinsta frambretti mann ekki hvernig þetta er tengt, en það á að vera plögg þarna frá stýrismaskínu á brettinu. Þetta á við um 93 bíll

Re: Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 10.okt 2014, 00:07
frá bragig
Krúserinn hjá mér er svolítið þungur í stýri líka, allavega miðað við hilux af sömu árgerð. Mig grunar að stýrismaskínan sé orðin eitthvað óþétt svo hjálparátakið virkar ekki eins og það á að gera, eða mögulega stýrisdælan ekki að gefa nægan þrýsting af einhverjum ástæðum.

Re: Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 10.okt 2014, 00:27
frá lecter
ja við vorum með bil sem var orðinn styrður i stýri settum á hann ceramizer þá lagaðist allt eins og hann feingi nýa maskinu eða dæluna hér er á ferð undra efni sem er til á vélar lika og gírkassa prufaaðu þetta efni ef þú finnur einga bilun i maskinuni alla vega aður en þú ferð að taka i sundur
svo prufuðum við þetta á 7.3 ford sem bankaði liklega á undirlyftu hann hefur bara feingið eina sprautu eftir er önnur eftir 500km en hann er nánast þagnaður svo er þetta eina efnið sem ég hef séð sem blandað er i bensín fyrir T stroke vélar ,,, og mun nota þetta fyrir motocross hjólin min , sleðan og utanborðsvelina

Re: Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 11.okt 2014, 21:23
frá jeppakall
Hvar fæst þetta efni?

Re: Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 13.okt 2014, 23:13
frá juddi
Það er ekkert rafmagn hvorki í dæluna né maskínuna.

Liðurinn frá stýri niðri maskínu er ok.

Það virðist heldur ekki ver þvingun í liðhúsunum.

svo annaðhvort er dælan eða maskínan með vesen.

Re: Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 14.okt 2014, 00:07
frá bragig
Ætli það endi ekki með því að maður taki upp stýrismaskínuna og bori fyrir stýristjakk í leiðinni. Kanski alveg eðlilegt að hún sé orðin eitthvað slöpp eftir áratuga þjónustu, og líklega upprunalegur stýrisvökvi á þessu.

Re: Land cruiser 80 þungur í stýri

Posted: 14.okt 2014, 20:59
frá Finnur
Sælir

Ég á LC 80 en var áður á Patrol og mér finnst vera munur á þeim hvað LC er þyngri í stýri. En hann er líka þyngri að framan og svo er hann mjög þéttur og góður í akstri út á vegi.

Hann hefur ekkert breyst í þessi ár sem ég hef átt hann, hluti af to-do-listanum er að bora maskínuna og setja tjakk. Það er eina raunhæfa leiðin þegar dekkin eru stækkuð.

kv
KFS