Síða 1 af 1
Stýris stillingar
Posted: 07.okt 2014, 19:34
frá Izan
Sælir
Ég er búinn að bauka helling við Pattann hjá mér m.a. hækka á fjöðrum og taka stýrismaskínuna úr og eitthvað fleira en eftir þetta allt saman er komið slag í stýrið á honum. Ég held að ég viti ástæðuna, væntanlega það að þegar stýrið stefnir beint þá er bíllinn ekkert að fara beint. Það munar sennilega ekkert miklu en spurningin er hvernig er best að kanna þetta, er það bara gert eð þvi að prófa sig áfram, þar sem slagið er minnst. Kann einhver góða aðferð til að athuga þetta?
Kv Jón Garðar
Re: Stýris stillingar
Posted: 07.okt 2014, 22:29
frá pattigamli
Ég var með svona hlaup í stýrinu hjá mér. Það fyrsta sem ég gerði var að losa stýrisendann á togstönginni úr sexdorsarminum og snúa svo stýrismaskínunni á stýrinu í annað borðið og telja svo hringina yfir í hit borðið,Skifti svo hringjonum í tvent sem er þá væntanlega miðjan á stýrismaskinunni. Næst tók ég stýrið af og setti það á aftur þanig að það var í beini akstur stefnu. svo fór ég í boltann ofan á stýrismaskíninni sexkantur og 14mm likill herti sexkantboltann í botn og slakaði svo augnablikk til baka og herti svo festiróna. Næst setti ég stýris endan í sexdorsarminn og stillti svo hjólinn í beina akstur stefnu á togstönginni. Ég tekk það fram að ég er með stillanlega stýrisenda báðum meigin í togstönginni. Millibillsstöngin var rétt stillt og þurti ég ekkert að hreifa við henni. En auðvitra getur það verið rangt líka og þarf að ath. En eftir þessa aðgerð var bíllinn eins og engill.
Re: Stýris stillingar
Posted: 08.okt 2014, 17:32
frá Brjotur
Oft er líka stillanlegur endinn á togstonginni sjálfri þá þarf ekkert maus bara stilla á henni :)
Re: Stýris stillingar
Posted: 10.okt 2014, 17:53
frá Lindemann
Grundvallaratriðið er að stýrismaskínan sé pottþétt á miðju áður en maður pælir í neinu öðru. Ef hún er ekki á miðju geturu ekki stillt úr henni hlaupið og bíllinn verður ekki góður í stýri.
Maður tekur stýrið aldrei af og setur á öðruvísi til að leiðrétta skakkt stýri(nema einhver hafi verið búinn að gera það áður og það þarf að leiðrétta það).
Vandamálið hjá þér er það að þegar þú hækkar bílinn eykst fjarlægðin frá sektorsarmi að stýrisarmi á hásingu svo þú þarft að lengja togstöngina til samræmis við það. Vegna þessa er maskínan ekki á miðju þegar þú ert að keyra beint.
Re: Stýris stillingar
Posted: 10.okt 2014, 19:13
frá Izan
Sælir og takk fyrir svörin.
Akkúrat það sem Lindemann talar um er lykilatriðið og markmiðið með þessari framkvæmd, finna miðjuna og vinna sig út frá henni. Ég endaði á að fá fagmann í verkið og sá leysti það stórvel og bíllinn allur annar.
Vandamálið er hvernig á að finna þetta, þennan miðjupungt og hversu nojaður er hann? Ég s.s. tók maskínuna úr bílnum og stóð ekki klár að skrúfa saman eins og það var áður. Stýrið var ekki beint áður og eitthvað slag í því. Mér sýndist ein ríla á 90° fresti vera fyllt þannig að líklegast hefur sektorsarmurinn farið rétt á en stýrisöxullinn gat hafa farið vitlaus saman. Ég fann hvergi neinn pungt þar sem slagið var eitthvað áberandi minna en annarsstaðar þannig að ég var svolítið í steik.
Pattigamli segir að hann hafi fundið miðjuna með því að beygja borð í borð og finna miðjuna út frá því en er það nógu nákvæmt til að maður þurfi ekki að stóla á einhverja heppni til að það virki alveg 100%?
Framkvæmdin sjálf er mjög einföld því að ég er með alla endana eins og ameríska, stöng á milli snittaða í báða enda og endarnir tengdir með huslum með öfugum gengjum öðru megin þannig að það dugar að losa upp á klemmum og snúa hulsunni.
Re: Stýris stillingar
Posted: 13.okt 2014, 20:44
frá Þráinn
að snúa borð í borð og reikna út miðjuna frá því er nákvæmasta leiðin sem þú getur notað án þess að vera með hjólastillingatæki til að hjálpa þér ( og þá myndi maður byrja eins, en fínstilla svo með tækjunum)
og svoan einföld byrjun er að keyra bílinn beint inn í innkeirslu og losa stýrisendann af arminum og framkvæma þessa snúa bla bla bla.... og stilla svo stýrisendann svo hann fatti beint inn í gatið aftur án þvingunar, og þú ert ótrúlega nálægt því að vera rétt stilltur