Síða 1 af 1

Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 08.des 2010, 22:11
frá sveinnelmar
Sælir spekingar.

Lengi hef ég hugsað mér að breyta honum Fúsa mínum á stærri dekk. Þetta er stuttur Pajero ´00 eins og sést á myndinni hér til hliðar með 2,5 TDI.
Hversu mikið þarf ég að stækka hann til að hann geti nokkuð skammlaust farið á fjöll um vetrartíman.
Kem undir hann 33" skammlaust án þess að gera nokkuð við hann og hef hann þannig í dag.
Ég hef þá hugmynd að hækka hann sem minnst á boddýi en reyna að skera sem mest úr.
Helvíti magnaður jeppi sem kemur orginal með millikassa með 2wdHátt; 4wd hátt ólæstur millikassi; 4wd hátt með læstum millikassa; 4wd lágt með læstum milli kassa og auk þess driflæsingu á afturhásingu.

En allar hugmyndir vel þegnar

Sveinn

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 08.des 2010, 22:25
frá arnijr
Það er ekkert stórmál að koma þessum bílum á 38". Hvort það er nóg til að komast skammlaust á fjöll er svo skilgreiningaratriði, en ég held hann ætti að vera fínn svoleiðis.

Eftirfarandi er án ábyrgðar, minn er lítið breyttur ennþá. Mér skilst að 50mm boddíhækkun sé nóg fyrir 38", en það getur reyndar verið að það sé miðað við 2.8 bílinn sem er hærri frá framleiðanda. Síðan er hásingin færð aftur um svona 2cm og loks skorið hressilega. Ég fékk Málmtækni til að skera niður klossa fyrir mig (þeir eru ekki komnir undir ennþá) og svo er að fá einhvern til að færa upp svona fjórar boddífestingar. Ég myndi sleppa fjöðrunarhækkuninni, hún styttir fjöðrunina og eykur slit á liðunum að framan.

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 09.des 2010, 13:03
frá svavaroe
Hann Marteinn (Matti) breytti sínum mjög fallega.
'98 týpan stuttur með 2.8 (sama body og þinn)

Um er að ræða 38" stuttann Pajero 1998 árg. Þessi er með stærri TDI mótornum, þ.e 2.8 TDI, beinskiptur, hann er ekinn um 180 þús og er loftlæstur að framan með nýjum ARB lás og orginal loftlæsing að aftan, tvær loftdælur. Lækkuð hlutföll 4:90. Það er aukarafkerfi í honum og tilbúnir takkar inni í bíl. ný pólíhúðaðar 14" breiðar stálfelgur með tveim ventlum, 38" mudder tæplega hálfslitinn og microskorinn. Ný prófílgrind að framan, prófíltengi að aftan. Garmin gps og Kenwood VHF. Þessum bíl var breytt á 38" fyrir um ári síðan.

Það á eftir að klára að sprauta kantana og setja á hann ný svört stigbretti sem eru en í kassanum.





Hann er reyndar búinn að selja sinn, en þú gætir prufað að hringja í hann og spyrja um ráð og þessháttar.
Veit að sá góði drengur myndi glaður veita ráð.

Síminn hjá honum er : 666-0780

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 09.des 2010, 20:19
frá sveinnelmar
Leiðinlega töff bíll.
Finnst samt þessir standard pajero kantar ekki nógu góðir á pajero vildi frekar sjá þá eitthvað í átt að nýju patrol köntunum.

Held að Patrol kantarnir eins og á fremsta bílnum fari þessu pajero lúkki betur.
Image

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 09.des 2010, 20:23
frá pfth
Hlakka til að hitta þig á fjöllum
Kv. Pétur frændi

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 09.des 2010, 21:25
frá sveinnelmar
fusifotoshop.jpg
Fúsi í vetrarbúningi


Með smá fljótlegu fótósjoppi geði ég mynd af honum með svona kanta.
Þetta var gert á 30 mínútum en þetta er rétta kantalúkkið á hann finnst mér.

Já Pétur við hittumst á fjöllum þegar og ef ég læt verða af þessu.

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 09.des 2010, 21:42
frá sveinnelmar
subaru jeppi.jpg
Súbaruinn á 38"

Svona F'otósjoppaði ég gamla Subaruinn minn heitinn. Hann átti að verða svona en Sjóvá stal honum áður en ég náði að lára að framkvæma þessa breytingu.

Blessuð sé minning hans.
[youtube]fdlGOAXb9u0[/youtube]

http://www.youtube.com/watch?v=fdlGOAXb9u0

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 09.des 2010, 22:38
frá sveinnelmar
Fann þennan aðila á netinu að selja frekar byrlega upphækkunarkloosa í Pajero og aðra bíla
http://xpajun.com/product_info.php?cPath=26_32&products_id=79

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 09.des 2010, 23:08
frá Stebbi
Ódýrast að fara upp í Málmtækni og fá niðurskorin poly-öxul og bora miðjugatið sjálfur í standborvél. Ég hækkaði minn um 50mm en ef ég þyrfti að gera þetta aftur þá færi ég í 60mm. Það er mjög þægilegt að breyta þessum bílum og fátt sem er til vandræða eftir breytingar, eina raunverulega vesenið er að breyta gír og millikassastöngum. Mæli með að menn gefi sér tíma í að smíða stétt undir stöngina og lengja pinnan fyrir neðan til að stytta færsluna, það margborgar sig að gera það strax.

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 09.des 2010, 23:55
frá nobrks
Ég moddaði kantana á fyrrv bílinn hans Matta, og það var talsverð vinna í afturköntunum, úrtak fyrir áfyllingarlok var ekki á réttum stað og það þrufti að breikka þá í fleig aftur, breikka lengja og loka oddunum.

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 10.des 2010, 18:03
frá sveinnelmar
Fann þennan ástrala sem er að blogga um stutta pajeroinn sinn og hvernig hann hækkar hann upp á boddýi og hvað skal varast við það.
http://4x4pajero.spaces.live.com/

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 15.des 2010, 15:22
frá arnijr
Stebbi wrote:Ódýrast að fara upp í Málmtækni og fá niðurskorin poly-öxul og bora miðjugatið sjálfur í standborvél. Ég hækkaði minn um 50mm en ef ég þyrfti að gera þetta aftur þá færi ég í 60mm. Það er mjög þægilegt að breyta þessum bílum og fátt sem er til vandræða eftir breytingar, eina raunverulega vesenið er að breyta gír og millikassastöngum. Mæli með að menn gefi sér tíma í að smíða stétt undir stöngina og lengja pinnan fyrir neðan til að stytta færsluna, það margborgar sig að gera það strax.


Mikið er gott að heyra að af fenginni reynslu myndirðu fara í 60mm, ég stóð nefnilega upp í Málmtækni og hugsaði 50mm eða 60mm og ákvað í skyndi að fara í 60mm. Á reyndar eftir að koma þeim undir ennþá. Ef ég man rétt kostaði hver klossi eitthvað undir þúsundkallinum.

Ég er forvitinn með þessa stétt undir stöngina. Ég er ekki búinn að rífa þetta i sundur, svo ég átta mig ekki alveg á því hvernig þetta lítur út, en geturðu nokkuð skýrt þetta betur eða sett inn mynd?

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 15.des 2010, 21:06
frá Stebbi
Það þarf að lengja stöngina til að hún sé í réttri hæð og þá lengist á henni færslan og hún rekst í gólfið. Það er hægt að leysa þetta með því að setja stétt undir lokið sem stöngin festist í og lengja jafn mikið í pinnanum sem gengur ofaní kassann. með þessu ertu búin að breyta hlutfallinu sitthvoru megin við kúluna og stytta færsluna. m.ö.o Short shift kit.

stöng.jpg


Höfundaréttarvarin mynd og það er alveg bannað að nota hana nema dásama höfundinn.

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 16.des 2010, 20:32
frá sveinnelmar
Stebbi þú ert dásamlegur

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 25.jan 2011, 16:41
frá haukur p
short shift kitt sem ég var að smiða

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 25.jan 2011, 21:12
frá Stebbi
Hvernig er færslan að koma út með svona háa kubba undir? Miðað við hæðina þá ætti þetta að vera þéttara en útgrjónuð Honda. Þú verður að passa þig á því að einn boltinn í millikassastönginni er styttri en hinir og ef hann er of langur þá fer hann niður í skiptibúnaðinn í kassanum.

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 25.jan 2011, 23:05
frá arnijr
Ok, þetta er dásamlega gagnlegt, bæði teikningin frá Stebba og myndirnar frá Hauki. Endilega láttu okkur vita hvernig þetta kemur út hjá þér Haukur. Hvað er stéttin há?

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 25.jan 2011, 23:18
frá haukur p
arnijr wrote:Ok, þetta er dásamlega gagnlegt, bæði teikningin frá Stebba og myndirnar frá Hauki. Endilega láttu okkur vita hvernig þetta kemur út hjá þér Haukur. Hvað er stéttin há?

sælir.já stebbi,ég mundi eftir boltanum en annars er þetta að koma ágætlega út.á reindar eftir að máta stokkin á sem kemur yfir þetta alltsaman en eins og þetta er núna er þetta eins og að keira ralli bil :)
stéttin er 3" há og efnið kostaði 5000 í ferosink

Re: Breyta stuttum Pajero ´00

Posted: 26.jan 2011, 21:05
frá sveinnelmar
En skemmtilegt.

En ég á við smá vanda að etja á mínum fjalla pajero. Það er komið leguhljóð í gírkassan og upptaka á svona kassa kostar 200 þús + í Heklu.
Vitið þið um einhvern sem gerir þetta fyrir minni pening?