Síða 1 af 1
Breyta hraðmælaskífu
Posted: 03.okt 2014, 08:19
frá emmibe
Er það ekki örugglega í lagi að breyta skífunni á hraðamælinum? Sé ekkert beint um það í reglugerðinni.
Ástæðan : Hraðamæladrif í Súkkuna kostar 35.000 kall hjá VDO ;-)
Kv. Elmar
Re: Breyta hraðmælaskífu
Posted: 03.okt 2014, 08:37
frá ivar
Það ætti alveg að sleppa í gegnum skoðun ef þú vandar til verka þannig að það sjáist ekki munurinn, en ætla að benda þér á að km mælirinn mun ekki virka rétt.
Re: Breyta hraðmælaskífu
Posted: 03.okt 2014, 08:42
frá abni
Fjölmargir bílar eru með tvo skala, km og mílur.
Notar t.d. gps tæki til að finna hraðan og merkja skýrt inn á mælirinn. Ég notaði bara prentaða miða beint utaná glerið. Hef fengið skoðun á það í áratugi.
Re: Breyta hraðmælaskífu
Posted: 03.okt 2014, 09:24
frá emmibe
Ok, er búinn að gera nýja skífu og koma henni fyrir, langaði að vita hvort það væri gilt í skoðun.
ivar, já ég geri ráð fyrir skekkjunni t.d vegna olíuskipta.
Re: Breyta hraðmælaskífu
Posted: 03.okt 2014, 10:21
frá gislisveri
Svona gerði ég þetta:

- Screen Shot 2014-10-03 at 10.21.01.png (56.56 KiB) Viewed 2234 times
Re: Breyta hraðmælaskífu
Posted: 03.okt 2014, 10:53
frá ivar
Með skemmtilegri skífum sem ég hef séð :)
Re: Breyta hraðmælaskífu
Posted: 04.okt 2014, 13:11
frá Hlynurh
gæti sett útá það sé ekki tekið fram hvort þetta sé km eða mílur ... enn svo er ekkert víst að þeir fatti neitt