Síða 1 af 1
46" jafnvægisstilling?
Posted: 02.okt 2014, 16:48
frá Sævar Örn
Hver jafnvægisstillir 46" dekk og munið þið c.a. verðið, dekkin eru á felgum
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 02.okt 2014, 17:15
frá hobo
Tékkaðu á nýbarða í Garðabæ.
Ég held þeir taki 46" og eru manna ódýrastir
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 02.okt 2014, 22:12
frá ivar
Endilega póstaðu verðunum síðan hérna inn eftirá.
Ég fór í svona leiðangur um daginn að láta endur-balancera 46" dekk fyrir veturinnn þannig að það þurfti lítið blý í dekkin og N1 vildi gera þetta fyrir tæpan 30þ kr en sólning á skemmuvegi gerði þetta fyrir rúman 10þ (man ekki tölurnar nákvæmlega)
Man bara að ég átti ekki til orð yfir N1. Finnst þjónustan þeirra tipp topp og er mjög ánægður með allt sem við kemur því en verðlagningin er alveg fráleit.
Ívar
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 02.okt 2014, 22:16
frá Sævar Örn
Varstu með dekkin skrúfuð undir bíl eða bara á kerru?
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 10:54
frá ivar
Á kerru
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 12:05
frá jeepcj7
Klettur var að gera þetta á þolanlegu verði.
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 13:34
frá helgiaxel
Fyrir mína parta er tilgangslaust að balansera þessi stóru dekk, nokkrar úrhleypingar og hiti í dekkjum og dekkið breytir lögun og ballans
Kikið á þetta
http://www.youtube.com/watch?v=eq263AYgyYgHér er e-h konar sandur notaður til að balansera, einnig hef ég séð kolkúlur notaðar í þetta
Bara mín persónulega skoðun
Kv
Helgi
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 15:21
frá Sævar Örn
var að profa að keyra óballanserað og það geri ég ekki aftur, ekki nema bíllinn sé fjarstýrður og ég utan 500metra radíus
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 15:29
frá ivar
væri gaman að vita hver áhrif eru á endingu að henda fullt af kúlum inní dekkið... er svoldill efasemdarpési í þessu :/
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 18:12
frá Magni
helgiaxel wrote:Fyrir mína parta er tilgangslaust að balansera þessi stóru dekk, nokkrar úrhleypingar og hiti í dekkjum og dekkið breytir lögun og ballans
Kikið á þetta
http://www.youtube.com/watch?v=eq263AYgyYgHér er e-h konar sandur notaður til að balansera, einnig hef ég séð kolkúlur notaðar í þetta
Bara mín persónulega skoðun
Kv
Helgi
Mér sýnist að þetta fari ekki að virka fyrr dekkin séu komin á ákveðinn snúning.. og meðan dekkin snúast hægt þá gerir þetta bara ill verra. Það væri eflaust ekkert gaman að vera taka af stað á ljósum í Rvík með þetta í dekkjunum.
Annars gerir balanceringin gæfumuninn.
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 18:40
frá Brjotur
Ég er nú hræddur um nafni minn að menn séu ekki að láta ballansera bara upp á grínið sko og eyða peningum :) nei það er ekki hægt að þræta um það að ballansering virkar . og ég reikna nú með að 10.000 kall sé sennilega þa' lægsta sem hægt er að fá þetta verk á nema að þekkja einhvern verulega vel á hjólbarðaverkstæði :)
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 19:36
frá kjartanbj
einu sinni sem einn snillingurinn sagði við mig að ballancering á svona storum dekkjum gerði ekkert.. svo hreinsuðust 2 blý af einu dekki hjá mer og það var alveg
ótrúlegt hvað ég fann fyrir því , mikill hristingur
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 03.okt 2014, 20:16
frá snöfli
Ég er nú það gamall að ég men þegar þetta patent að setja sand inní dekkin sem ballansering, var selt eins og það besta síðan Jesú gekk á vatninu.
Það hvarf jafn hratt aftur sem bendir´ekki til þess að það hafi virkað sem skyldi.
l.
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 04.okt 2014, 11:41
frá jongud
Það er selt hellingur af þessu sjálfvirka jafnvægisstillingardóti í USA á vörubíla, en þeir eru líka yfirleitt á langkeyrslu eingöngu. Þetta er yfirleitt rör sem liggur í hring með málmkúlur inni í og oft olíu til að dempa hreyfingarnar aðeins. En það segir sig sjálft að slíkur búnaður þarf að endurstilla sig eftir að bíllinn stoppar eitthvað.
Re: 46" jafnvægisstilling?
Posted: 04.okt 2014, 11:49
frá Brjotur
Til hvers eru menn að ræða þetta bull ? það er alveg vitað að þetta gagnast ekki í það sem við erum að gera :)