Opna á milli

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Opna á milli

Postfrá ivar » 02.okt 2014, 13:36

Núna hef ég hossast um á pickup í 4 ár og er bara ánægður með það. Hinsvegar þegar ég er að hugsa út í framtíðina vil ég hafa innangengt skott og langar því að opna á milli afturí fordinn hjá mér.
Tillaga 1 er að fjarlæga afturrúðuna úr fordinum og "fram" rúðuna úr pallhúsinu og opna á milli. Með þessu móti verður ekkert óafturkræft og hægt að setja rúðurnar aftur í ef þetta er alveg ómögulegt. Aftur á palli myndi ég setja falskt gólf í hæð við samskeiti pallhús og palls og setja svo þil í miðju pallhúsinu. Veit ekki hvort þessi lýsing skilst en með þessu móti væri uþb 1/4 af pallrýminu sem skott en 3/4 ennþá sem pallur.
Rýmið sem myndast undir falska gólfinu yrði sennilega útbúið einhverjum hólfum og skápum sem væru ýmist aðgengileg innan úr bíl eða palli.
Þetta er allt þokkalega auðvelt. Það sem hinsvegar er að plaga mig er tengingin milli bíls og palls. Er einhver hérna sem hefur reynslu af svona og getur leiðsinnt mér með ráð.
Svo líka er alltaf gott að þyggja ábendingar hvort þetta sé allt tóm vitleysa eða eh vit. Mögulega eru aðrar aðferðir betri?

Ívar




Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Opna á milli

Postfrá Fordinn » 02.okt 2014, 15:14

Sælir... ég skil þig að mörgu leiti að vilja þetta.... ENN..... gallarnir geta verið þó nokkrir.... hávaði mun berast meira inn í bílinn, ef þu setur oliu eða bensin brúsa á pallinn.... lyktin þú skilur og allt eftir því..... var mikið að spá í þessu þegar ég átti 2 sæta hilux fyrir mörgum árum... enn mér varð aldrei úr verki að gera þetta.

Ad því sögðu, þá er bara um að gera að prufa að kippa rúðunum úr og sja hvort þer líki við þetta. það er fyrirtæki í usa sem er að smíða svona half pallhus með svefn aðstoðu sem virkar á svipaðan hátt og þú ert að tala um, þar gætiru mögulega fengið tilbúinn almennilega gúmmi stykki á milli bils og pallhús...

Ég myndi ekki nenna að fara skítfixa eitthvað og vera svo með þetta lekandi ... annað sem fylgir pallhúsum að rykið virðist oft eiga greiða leið inní þau... spurning hvernig það færi.

http://www.cowtownsleepers.com/sleepers.html þarna færðu kanski einhvera hugmyndir um þetta =)


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Opna á milli

Postfrá villi58 » 02.okt 2014, 16:56

Hvernig væri að útbúa ramma sem passar í rúðugúmmíin og líma gúmmí renning sem límist á rammana og smeigja í rúðugúmmíin, segl er líka hægt að nota en held að þú fáir meiri háfaða en með gúmmíinu. Væri kanski hægt að valsa flatál sem passar í rúðugúmmíin og líma á þá.
Svo er til vatnsþolinn svampur með lími báðu megin, er c.a. 1. cm. pressaður en 3 - 5 cm. fullþaninn, held að væri hægt að nota svampinn og líma eftir útbrún á rúðugúmmíi og fá lögunina, mjög fljótlegt og þægilegt að nota svampinn. Wurth er að selja svona og eflaust Artic-Truck, sami svampur og er notaður þegar plasthús er sett á pall.
Smá hugmynd og örugglega fleiri sem lumma á góðri lausn.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Opna á milli

Postfrá ivar » 02.okt 2014, 20:02

Fordinn wrote: ENN..... gallarnir geta verið þó nokkrir.... hávaði mun berast meira inn í bílinn, ef þu setur oliu eða bensin brúsa á pallinn.... lyktin þú skilur og allt eftir því..... var mikið að spá í þessu þegar ég átti 2 sæta hilux fyrir mörgum árum... enn mér varð aldrei úr verki að gera þetta.


Já, ég er sammála þessu. Ég var hinsvegar að vonast til þess að geta lokað 1/4 af pallinum, eða réttar sagt fremri hlutanum af pallhúsinu eingöngu frá restinni af skúffunni. Þannig væri hægt að hljóðeinangra það litla hólf og ætti ekkert að berast nein lykt að ráði þangað inn.

Takk fyrir þessa ábendingu á þessa síðu. Var að googla í dag eh þessu líkt en hafði lítið uppúr krafsinu. Kannski ekki nægilega góð leitarorð sem ég nota. Ætla að setja mig í samband við þá og reyna að fá svona gúmmí keypt. Þessi hólf virðast vera akkúrat það sem ég er að leita að, nema ég vill síðan hafa pallhús restina af pallinum áfram.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Opna á milli

Postfrá ivar » 02.okt 2014, 20:34

Heyrðu þessi síða er alveg búin að opna á ljósið hjá mér.
http://www.amazon.com/Accordion-Boot-Ru ... C0DN8SD3MW

Accordion boot rubber er eh sem fæst bara út í búð og gerir akkúrat það sem ég þarf.
Nú er bara að redda svona gúmmí og hefjast handa :)


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Opna á milli

Postfrá Fordinn » 02.okt 2014, 20:53

Já það er allt til virðist vera... madur þarf bara að detta niður á hlutina haha,,,

Enn já það er bara að prófa og sjá hvernig það kemur út... það er þá alltaf hægt að loka aftur...

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Opna á milli

Postfrá gislisveri » 02.okt 2014, 21:01

Ég gerði þetta einu sinni á gömlum Hilux skv. uppskrift frá Frey Jónssyni heitnum.

Keypti dekkjaslöngu og skar hana þannig að einn bútur dekkaði efri hluta gluggaopsins og hliðarnar, og hinn búturinn neðri hlutann og líka hliðarnar. Slöngubútarnir mislögðust þannig að vatn gat ekki lekið inn og án þess að þétta neitt frekar var ég aldrei var við að opið væri inn í bílinn, hvorki hvað varðaði hljóð að utan eða veðráttu. Til að festa slöngurnar notaði ég orginal gúmmílistana og skar í burtu það sem gægðist undan þeim.

Ég var síðan með plexigler á löm sem opnaðist inn í pallhúsið til að halda drullutjakk og öðrum aðskotahlutum fyrir utan stýrishúsið. Það hefur sjálfsagt hjálpað til við hljóðeinangrun líka.

Ég var mjög sáttur við þetta og myndi sjálfsagt fara eins að aftur.

Kv.
Gísli.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Opna á milli

Postfrá gislisveri » 02.okt 2014, 21:07

Einn punktur varðandi ryk á palli:

Það sem helst heldur ryki fyrir utan stýrishúsið er miðstöðin. Þegar hún er í gangi verður yfirþrýstingur inni í bílnum sem ýtir á móti ryki sem annars myndi sogast inn á ferð. Þetta á auðvitað ekki við á pallinum þar sem engin er miðstöðin, en ég myndi halda að ryk myndi minnka þar mikið ef opið er inn í stýrishús.

-GS


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: Opna á milli

Postfrá Svopni » 02.okt 2014, 22:28

Það er yfirleitt opnað á milli palls og farþegarýmis til að þrýstijafna pallinn. Yfirleitt gert á nýjum bílum í dag þegar sett er pallhús. En það þarf þá líka að þétta hlerann. Hefur gefið góða raun. Það er dósaborað aftan við sætisbakið afturí og inná pallinn og sérstök múffa sett í. Mæli með að einangra pallhús ið ef þú opnar svona mikið á milli uppá kulda, rakamyndun og hljóð.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Opna á milli

Postfrá Grímur Gísla » 02.okt 2014, 23:12

Ég sá lausn fyrir löngu síðan í amerísku blaði. Það voru teknar tvær mótorhjólaslöngur og skeittar samann í hæfilega lengd ( límdar) Slangan var sett umhverfis gluggana og pumpað í.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Opna á milli

Postfrá ivar » 03.okt 2014, 08:50

http://www.accordionboot.com/

Þetta er prima síða með íhlutum sem vantar og einhverjum takmörkuðum leiðbeiningum sem samt hjálpa.


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

.

Postfrá Kalli » 05.okt 2014, 14:08

.
Síðast breytt af Kalli þann 08.nóv 2014, 12:33, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Opna á milli

Postfrá ivar » 05.okt 2014, 20:10

Já, ég er sammála. Búinn að panta mér svona borða. ætla að prufa þetta og sjá hvað setur. Hinsvegar þarf ég örugglega að saga aðeins úr pallhúsinu til að götin séu jafn stór. Það er hinsvegar ekkert svo óafturkræft.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir