Skiptir fyrir dana 20
Posted: 30.sep 2014, 22:35
Sælir. Ég er í basli með dana 20 millikassaskipti, á erfitt með að fara í lága drifið, það er svolítið eins og maður sé að hræra með kústskafti í fötu að finna drifin á þessu greyji. Ég hef hert uppá festingunni fyrir skiptinn nokkrum sinnum en alltaf kemur þetta aftur. Ég leitaði aðeins á netinu að lausn á þessu og voru ofarlega á blaði twin stick skiftar sem lofuðu góðu t.d þessi http://www.ebay.com/itm/Jeep-Dana-20-st ... 07&vxp=mtr
Þetta er í 76 econoline en er moddað á benz 309 rútugírkassa og er held ég kassinn sjálfur ættaður úr gamla bronco. Ég er ekkert smeikur við að gera fleiri göt/stækka gat í gólfinu ef það leysir vandann. Hversu mikið er þetta breytilegt á dana 20 milli sorta? er ekki aðalega fjarlægðin frá millikassanum og að gatinu í gólfinu mismunandi? eru þeir ekki allt með kúluna farþegameginn?
Með þökkum, Sævar P
Þetta er í 76 econoline en er moddað á benz 309 rútugírkassa og er held ég kassinn sjálfur ættaður úr gamla bronco. Ég er ekkert smeikur við að gera fleiri göt/stækka gat í gólfinu ef það leysir vandann. Hversu mikið er þetta breytilegt á dana 20 milli sorta? er ekki aðalega fjarlægðin frá millikassanum og að gatinu í gólfinu mismunandi? eru þeir ekki allt með kúluna farþegameginn?
Með þökkum, Sævar P