Pajero 2.8 tímagír
Posted: 30.sep 2014, 08:46
Sælir.
Veit einhver hér hvort að olíuverkið sé vandasamt að tíma inn?
Ég var að skipta um tímakeðju og taka upp heddið og allt það. Svo læt ég tímahjólin passa miðað við teikningu og leiðbeiningar. En eftir þessa "viðgerð" ef svo er hægt að kalla þá er bíllinn lengur í gang en venjulega og í hægagang missir hann úr eitt og eitt slag.
Virðist ekki vera gangtruflanir í akstri, bara hægagangurinn.
Hefur olíuverkið ekki hitt rétt á hjá mér? Manni finnst þetta nú frekar grófar tennur svo að hann ætti að vera meira vitlaus ef það skeikar um tönn. Enda fannst mér allar merkingar passa saman þegar ég horfði á þetta. En þetta eru mörg tannhjól sem spila saman svo að það er spurning hvort það hafi verið smávægileg skekkja á þeim öllum til samans eða eitthvað sem augað nemur ekki. Ég veit samt að tímakeðjan milli knast og sveifarás er pottþétt og ég handsneri mótornum nokkra hringi áður en ég setti í gang og allt virtist vera í lagi.
Hefur einhver þekkingu á þessu? Get ég tímað olíuverkið sér til að laga þetta eða þarf ég að rífa allt í spað aftur?
Kv. Einn geggjað pirraður.
Veit einhver hér hvort að olíuverkið sé vandasamt að tíma inn?
Ég var að skipta um tímakeðju og taka upp heddið og allt það. Svo læt ég tímahjólin passa miðað við teikningu og leiðbeiningar. En eftir þessa "viðgerð" ef svo er hægt að kalla þá er bíllinn lengur í gang en venjulega og í hægagang missir hann úr eitt og eitt slag.
Virðist ekki vera gangtruflanir í akstri, bara hægagangurinn.
Hefur olíuverkið ekki hitt rétt á hjá mér? Manni finnst þetta nú frekar grófar tennur svo að hann ætti að vera meira vitlaus ef það skeikar um tönn. Enda fannst mér allar merkingar passa saman þegar ég horfði á þetta. En þetta eru mörg tannhjól sem spila saman svo að það er spurning hvort það hafi verið smávægileg skekkja á þeim öllum til samans eða eitthvað sem augað nemur ekki. Ég veit samt að tímakeðjan milli knast og sveifarás er pottþétt og ég handsneri mótornum nokkra hringi áður en ég setti í gang og allt virtist vera í lagi.
Hefur einhver þekkingu á þessu? Get ég tímað olíuverkið sér til að laga þetta eða þarf ég að rífa allt í spað aftur?
Kv. Einn geggjað pirraður.