Síða 1 af 1
ARB lásar virka ekki
Posted: 07.des 2010, 13:35
frá KÁRIMAGG
sælir félagar ég er með arb lása sem ekki virka.
Er með arb dælu sem er í lagi og enginn leki á slöngum frá dælu að lásum.
Hefur einhver lent í þessu og er með eitthvert ráð við þessu ?
kv Kári 8987428
Re: ARB lásar virka ekki
Posted: 07.des 2010, 15:24
frá Tómas Þröstur
Þegar kaldur framlás hjá mér virkar ekki eða öllu heldur næst ekki upp loftþrýstingur þá er- að ég tel - leki með þéttipakkdós í læsingunni sjálfri. Lásinn er nýlegur og þetta lagast þegar drifið hitnar við akstur. Hvimleitt en svona er þetta bara í þessu tilfelli hjá mér.
Re: ARB lásar virka ekki
Posted: 07.des 2010, 15:55
frá KÁRIMAGG
Þegar ég hleypi lofti á lásana fer dælan í gang og stoppar fljótlega aftur svo ég tel ekki að um neinn leka sé að ræða
Re: ARB lásar virka ekki
Posted: 07.des 2010, 17:53
frá Polarbear
ertu viss um að það sé ekki bilun í loft-relay-inu sem sendir loft í átt að lásnum?
þessir lásar eiga það til að festast ef þeir eru ekki hreyfðir lengi.
þá er bara að keyra þar til draslið volgnar og setja svo af og á loftið á lásinn aftur og aftur (á ferð, með 4hjóladrifið tengt) þar til þú finnur að lásinn fer á og af.
ég hef lent í þessu og eina önnur leiðin held ég að sé að rífa köggulinn úr og skoða þetta.
Re: ARB lásar virka ekki
Posted: 07.des 2010, 18:46
frá ofursuzuki
Það er til svolítið sem heitir No-Spin og virkar alltaf (stundum kannski of mikið) :-)
Re: ARB lásar virka ekki
Posted: 07.des 2010, 20:06
frá KÁRIMAGG
Polarbear wrote:ertu viss um að það sé ekki bilun í loft-relay-inu sem sendir loft í átt að lásnum?
þessir lásar eiga það til að festast ef þeir eru ekki hreyfðir lengi.
þá er bara að keyra þar til draslið volgnar og setja svo af og á loftið á lásinn aftur og aftur (á ferð, með 4hjóladrifið tengt) þar til þú finnur að lásinn fer á og af.
ég hef lent í þessu og eina önnur leiðin held ég að sé að rífa köggulinn úr og skoða þetta.
það virkar allt eins og það á að gera nema lásarnir
en ég prófa þetta á næstu dögum
Re: ARB lásar virka ekki
Posted: 07.des 2010, 23:41
frá Járni
Gerðist einhvern tíman hjá mér, þá var það segulrofinn sem hleypir loftinu á lásinn sem stóð á sér.
Hrökk í lag eftir að hafa tekið úr sambandi, blásið aðeins í hann og bankað í. Setti svo nokkrum sinnum á og tók af.
Re: ARB lásar virka ekki
Posted: 08.des 2010, 09:54
frá KÁRIMAGG
Járni wrote:Gerðist einhvern tíman hjá mér, þá var það segulrofinn sem hleypir loftinu á lásinn sem stóð á sér.
Hrökk í lag eftir að hafa tekið úr sambandi, blásið aðeins í hann og bankað í. Setti svo nokkrum sinnum á og tók af.
ALLT VIRKAR EÐLILEGA NEMA LÁSARNIR
SEGULROFARNIR SENDA LOFT OG HLEYPA AF
Re: ARB lásar virka ekki
Posted: 08.des 2010, 09:59
frá Tómas Þröstur
Hve hár er þrýstingur við slönguenda ? Stíflaður hásingarnippill vegna of mikils gengjulíms ?