Síða 1 af 1

Algjör byrjandi í lakkviðgerðum

Posted: 23.sep 2014, 12:59
frá jonr
Sælir, ég hef verið að gera þann gamla klárann fyrir veturinn, og í því felst m.a. að fjarlægja leiðinda ryð af body.
Image

Ég fengi nú engin verðlaun fyrir þetta verk, en vonandi heldur þetta saltdrullunni frá í vetur:
Image

Það er samt eitt sem ég hef ekki fattað hvernig á að gera, þrátt fyrir mikla leit á netinu. Hvernig forðast ég "límbandsbrúnina" á milli gamla lakksins og viðgerðarinnar? Hún sést ekki vel á þessari mynd, helst þarna að aftan fyrir ofan hvítu línuna. (Þar sést byrjendaklaufaskapurinn vel, bláar skellur :) ) En ef þetta "handverk" er skoðað er þykk brún þarna þar sem ég var með límbandið.

Hvernig fær fólk alveg slétt samskeyti á milli gamla og nýja lakksins? Fjarlægir límbandið eftir að maður grunnar og spreyjar út á það gamla? Þetta er bara lakk á brúsum frá Poulsen.

Re: Algjör byrjandi í lakkviðgerðum

Posted: 23.sep 2014, 13:26
frá smaris
Sæll.

Ég brýt límbandið yfirleitt tvöfalt á brúninni sem snýr að viðgerðarsvæðinu þannig að það límist ekki fast að bílnum þeim megin. Reyni líka að lyfta því aðeins þannig að lofti undir og beini könnunni eða brúsanum þannig að lakkið fari ekki inn undir það. Þá fær maður mýkri brún. Svo er líka hægt að sleppa límbandinu og láta lakkið eyðast út og massa það svo saman.
Ég er nú enginn sérfræðingur í þessu, en hef gaman af því að reyna að bjarga mér í þessum efnum og hef bara sprautað mína bíla sjálfur.

Kv. Smári

Re: Algjör byrjandi í lakkviðgerðum

Posted: 23.sep 2014, 13:37
frá Polar_Bear

Re: Algjör byrjandi í lakkviðgerðum

Posted: 23.sep 2014, 22:40
frá Óttar
Sælir það er til sérstakur "samskeytaþynnir" sem maður sprautar voða nett á þessa línu til að láta hana jafnast út

Gangi þér vel með þetta, það er voða gaman af þessu :)

Re: Algjör byrjandi í lakkviðgerðum

Posted: 24.sep 2014, 19:42
frá jonr
Þetta video virðist líka sýna þetta ágætlega. Ég sé núna hver mistökin hjá mér voru.
https://www.youtube.com/watch?v=n41uUg1 ... LK&index=2

Re: Algjör byrjandi í lakkviðgerðum

Posted: 25.sep 2014, 09:28
frá Tómas Þröstur
Aðalatriðið er að hreinsa vel burt allt ryð því annars kemur það fljót út aftur. Eina hreinsunin sem virkar almennilega er sandblástur. Slípa með rokk getur virkað en þá slípast mikið af stálinu burt ef þarf að fara djúpt inn í stálið.