Síða 1 af 1
breyta vacum lás í loftlás?
Posted: 20.sep 2014, 19:38
frá andrib85
Sælir. Ég er með patrol hásingu að aftan í bensín bíl. Hvernig er best að breyta vacum dótinu svo ég geti bara notað loftþrýsting til að stjórna lásnum?
Re: breyta vacum lás í loftlás?
Posted: 20.sep 2014, 23:29
frá Freyr
Burt með vacum dósina og setja lofttjakk í staðinn. Hafa hann þannig að loftþrýstingur setji hann á með því að yfirvinna gormkraft sem annars passar að lásinn haldist af. Til að eiga við þetta þarf að taka drifköggulinn úr hásingunni, gaffallinn fyrir lásinn festist á færslupinnann innan í hásingunni.
Re: breyta vacum lás í loftlás?
Posted: 21.sep 2014, 13:20
frá jeepson
Það var einhver umræða hérna á spjallinu fyrir langalöngu um þetta. Menn voru að tala um rennismið í Borganesi sem að sá um að græja þetta fyrir menn. Mig minnir meir að segja að verðið hafi verið í kringum 25kallinn.
Re: breyta vacum lás í loftlás?
Posted: 21.sep 2014, 13:27
frá Stóri