Síða 1 af 1
Kríla pæling
Posted: 17.sep 2014, 22:02
frá hell
Þar sem gamla jeppaveikin er farin að gera vart við sig aftur hjá manni, þá eru smá pælingar hérna
Suzuki Jimny, hversu mikið er orginal búnaðurinn í þessu að þola ( ss hásingar, kassar oþh ) ?
Ræður þetta við 35, 36, 38, 44" hvað er ca maxið ?
Hvernig er vinslan í diselnum ?
Kv Bjössi
Ps endilega koma með sem flestar skoðanir og álit
Er með svona kríli sem drífur í huga
Re: Kríla pæling
Posted: 17.sep 2014, 22:19
frá juddi
Hásingarnar virðast þola 38" drifið áframm með 2.7 v6 úr Grandvitöru
Re: Kríla pæling
Posted: 17.sep 2014, 23:37
frá sigurdurk
Ég hef nú séð nokkur brotin drif í þeim á orginal dekkjum og með orginal 1300 mótorinn þannig það er nú varla hægt að segja að þetta þoli mikið
Re: Kríla pæling
Posted: 19.sep 2014, 21:12
frá Lindemann
Það hafa margri notað þá á 33-35" dekkjum án vandræða, en auðvitað er hægt að brjóta allt.
Ég held þessir bílar sé bara að koma flott út á 35", nægt flot í þeim þannig og ekki orðnir of háir heldur.
Re: Kríla pæling
Posted: 19.sep 2014, 21:26
frá rockybaby
Sælir . 1" gormahækkun + 35" dekk + klippa innri og ytri bretti fyrir fullt fjöðrunarsvið + millikassa ( Samurai/fox millikassa eða defender millikassa einfalt að gera þá sjálfstæða eins og jimny millikassann , háa hlutfall 1.41:1 og lága hlutfall 3.32:1 ætti að duga vel fyrir jimnyinn )
mbkv Árni
Re: Kríla pæling
Posted: 19.sep 2014, 22:37
frá Óttar
Aðalega hjólabúnaðurinn og bremsur sem ég hefði áhyggjur af, maður verður víst að geta stoppað líka. Svo held ég að hjólalegur og annað í kringum það þoli ekki þessar stærðir sem þú nefnir
Re: Kríla pæling
Posted: 20.sep 2014, 08:27
frá Haukur litli
Eru Dana 30 og Dana 35 ekki alveg nóg fyrir svona bakpoka á hjólum? Kæmi mér ekki á óvart ef einhver myndi jafnvel gefa svona tannstöngla gegn því að losna við þá.
Re: Kríla pæling
Posted: 24.sep 2014, 13:12
frá juddi
Frammbremsur er einfalt að uppfæra bremsur úr vitöru eru bolt on breyting, er einhver hérna sem hefur breytt svona rover kassa ?