Síða 1 af 4

Gamli Bronco, Nú vantar svör!!!

Posted: 17.sep 2014, 19:35
frá Bubbi byggir
20140805_121409.jpg
20140805_121409.jpg (122.36 KiB) Viewed 11746 times
Þá er sá gamli kominn inn aftur. Slípaði og grunnaði frambrettinn og grillið sem síðan var hengt á. Er að slípa aftur niður það sem áður hafði verið gert sem síðan verður grunnað OG málað. Búinn að skera úr fyrir brettakantana svo hann er að byrja að taka á sig mynd. Bíllin verður sprautaður í tveimur litum en það kemur hérna inn síðar. Eftir málun tekur frændi vonandi við honum til að fara í vélbúnað og allt hitt gismóið, en hann er ykkur vel kunnugur hérna á síðunni.
IMG_5292.JPG
IMG_5292.JPG (105.36 KiB) Viewed 17941 time

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 17.sep 2014, 21:56
frá sukkaturbo
Sæll frændi nú lýst mér á þig hann verður einstakur þegar hann klárast

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 17.sep 2014, 23:39
frá Bubbi byggir
Sæll frændi,, hann klárast vonandi einhverntíman, en þó ekki nema að ég fái þig að vélagismóinu. Ég er bara trébátasmiður og ekki virkar 1 cl saab bátavél 8 hp í gripinn en ég gæti möndlað hana í ;)

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 18.sep 2014, 11:56
frá sukkaturbo
Sæll hann væri fínn sem þurkumótor he he

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 18.sep 2014, 19:51
frá Bubbi byggir
Búið að grunna AFTUR með GlasUrit eðal grunni, það er reyndar mynd af páfagauki á dósinni en vona að þetta sé fyrir bíla líka!! :)

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 18.sep 2014, 23:11
frá sukkaturbo
Sæll ertu galinn ekki nota svona grunn. Hann er fyrir páfagauka

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 18.sep 2014, 23:55
frá Bubbi byggir
ÚPPS!!!!

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 19.sep 2014, 18:51
frá Bubbi byggir
IMG_5300.JPG
IMG_5300.JPG (112.67 KiB) Viewed 17175 times

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 19.sep 2014, 18:53
frá sukkaturbo
ekki lengi að þesu frændi flott að sjá héðan frá sigló.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 19.sep 2014, 18:56
frá Bubbi byggir
Heitir það ekki að vera fjarskafallegur,,þessi verður það. Það fer að hægjast á núna þar sem tíminn er að renna út til svona verkefna en eitthvað verður kroppað yfir helgina.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 19.sep 2014, 21:27
frá sukkaturbo
Þú ert snillingur með könnuna sé ég eins og við allt sem þú gerir.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 21.sep 2014, 21:41
frá Bubbi byggir
20140921_213328.jpg
20140921_213328.jpg (103.79 KiB) Viewed 16916 times
20140921_212421.jpg
20140921_212421.jpg (116.61 KiB) Viewed 16916 times

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 21.sep 2014, 22:06
frá Stebbi
Svona á að gera þetta, alvöru Ford 2 tone málverk og með skrúfuðum könntum. Þetta er svo æsandi að það er best að maður sofi á sófanum í nótt svo að gamla fái einhvern svefn. :)

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 21.sep 2014, 23:15
frá gislisveri
Lofar góðu.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 21.sep 2014, 23:46
frá Bubbi byggir
Einhverja hluta vegna gerir flassið á myndavélini hann svona gulan, hann er meira út í appelsínugulan en ákvað samt að láta myndirnar inn.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 22.sep 2014, 15:21
frá Bubbi byggir
Tók flassið af myndavélini og liturinn á bílnum kemur betur í ljós. Hefði samt átt að hafa hann gulan, finnst það koma betur út en þetta verpur látið fara :)
20140922_145638.jpg
20140922_145638.jpg (118.5 KiB) Viewed 16730 times
20140922_145808.jpg
20140922_145808.jpg (122.9 KiB) Viewed 16730 times

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 22.sep 2014, 15:35
frá jeepcj7
Þrælflottur ford.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 22.sep 2014, 15:43
frá Bubbi byggir
Hann verður það vonandi einhverntíman, þarf bara að drullast til að klára hann. Ég er búinn að eiga bílinn frá 2002 eða 3 og hann hefur ýmist staðið inni eða úti ónotaður!!!SORGLEGT :)

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 08.okt 2014, 12:43
frá Bubbi byggir
Nú vantar mig álit ykkar,,,,fékk mjög hógværa ábendingu frá eiginkonu um það að henni finndist glugga stikkið að framan eiga að vera svart??? hvað finnst ykkur með þetta???
Svo annað, er kominn með bakþanka með orange litinn á bílnum!!! á hann ekki að vera rauður!!!!!þvílíkur valkvíði :):)
En góðu fréttirnar eru þær að bíllin var settur í gang í gær og malar eins og gamall bröndóttur köttur.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 08.okt 2014, 13:57
frá MixMaster2000
Bara flottur!!!!
Mér finnst gluggastykkið flott svona. Hvernig verður húddið á litinn? Það breytist svoldið ásýndin á gluggastykkið þegar það er komið á.
Gulur, Rauður, Appelsínugulur, Skiptir kannski ekki öllu. En mér finnst þessi Svart/appelsínuguli litur koma mjög vel út.

kv Heiðar Þorri

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 08.okt 2014, 14:41
frá Bubbi byggir
Það er ætlunin að hafa húddið í appelsínugula litnum líka, afturhlerin er með svarta litnum efst eins og brettin.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 05.nóv 2014, 15:28
frá siggimar
Ef húddið á að vera gult þá styð ég frúna í að hafa gluggann svartan.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 11.nóv 2014, 13:59
frá Bubbi byggir
Jæja spjallarar, eru ekki einhver verðlaun hérna fyrir mest ruglaða jeppaverkefnið?? ef svo er er ég orðinn gjaldgengur í því. Þetta er nú meira ruglið þessi jeppadella það er ekki nóg með að maður keyri í tvo og hálfan tíma til að komast í skúrinn til að sinna gamla Bronco, og þegar þangað er komið fer fyrst allt í rugl.
Fór í vinnuferð um daginn til að halda áfram með bílinn þar sem hann stóð ný málaður og flottur í skúrnum, ætlunin var að byrja að raða innréttingunni í bíllinn!!!! en þegar komið var á staðinn fór allt í rugl hjá mér. Ég réðist á bílinn og reif allt utan af honum aftur, eyddi tveimur dögum í að slípa hann allan upp aftur, einn dagur fór í að skoða litaspjöld og litasamsetningu, eyddi tugum þúsundum í grunn og lakk og málaði allan bílinn aftur, í öðrum litum.
Svo staðan er þannig að bíllin stendur í sömu sporum og áður!!!ekkert lengra kominn, bara í öðrum litum og til að kóróna allt gleimdist myndavélinn í skúrnum svo það eru engar myndir!!!!Kannski sem betur fer.
Ef þið vitið umm einhvern sem er meira ruglaður látið vita,,,það er gott að vita að maður er ekki einn í þessu rugli!!!!!!!!!

P.S en bíllin er ógeðslega töff eftir breitinguna :o)

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 11.nóv 2014, 17:24
frá jeepson
HAHAHAHAHA. Er ekki einmitt málið að vera nógu ruglaður og sérvitur til þess að það sé gaman að þessu?? ;) En mér fynst eiginlega að sé algjör skylda að taka rúnt í tvo og hálfan tíma til að ná í myndavélina og leyfa okkur að sjá nýja litinn.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 11.nóv 2014, 18:20
frá Bubbi byggir
Það er stefnt á að gera eitthvað um helgina,,,annað en að slípa og mála,,,kannski verður raðað utan á hann AFTUR!!
MEIRA RUGLIÐ Í MANNI BWAHAHAHA

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 12.nóv 2014, 08:25
frá sukkaturbo
Sæll frændi þeta er skúramennska og einkenni sófajeppamannsins. Hef upplifað þetta síðustu 10 ár. ÞAr sem ég fékk ekki leiðréttingu á húsnæðisláninu því það hafið ekki hækkað um helming bara 95% þá verð ég áfram sófajeppamaður.Sit og skoða stóra NÚLLIÐ og er að hugsa um að nota það sem stýri á dróna sem ég þarf að senda??

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 12.nóv 2014, 12:43
frá Bubbi byggir
Sæll vertu frændi.
Sófajeppamennska er gott orð yfir þetta, og þar sem þú tengir þetta yfir á aðgerðir pólitíkusa er það sem við erum að gera ekki svo ruglað,,miðað við það sem gerist hjá stjórnmálamönnum,,skúramennskan er eiginlega bara gáfuleg ;)
Varðandi leiðréttingu!!!Guðni þú hefur ekki nógu háar tekjur til að fá leiðréttingu:::: Smá hobbitahagfræði hér, Há laun skapa meiri eiðslu,,svo ef þú ert á háum launum tekur þú stærri lán og skuldar meira;;;;ekki þar með sagt að þú sést í vandræðum að borga af lánunum vegna launana,,,en skuldin samt til staðar,, svo leiðréttingin er á leiðinni í þetta fólk sem skuldar mest og hefur hæstu launin!!!!!!við hin verðum bara að borga brúsan..

Ég hefði kannski á að setja þessa færslu á barnaland????? Sorry

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 12.nóv 2014, 12:46
frá gislisveri
Uss, drengir, passið ykkur núna. Hin réttláta hönd ritskoðunar er orðin óróleg. (Broskall).

En mikið hlakkar mig til að sjá þennan Bronco á götunni.
Kv.
Gísli.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 12.nóv 2014, 13:06
frá Bubbi byggir
BWAHAHAHA!!!!

Las þetta fyrst sem "Hin réttláta hönd ríkisstjórnar" :o)

Lofa að vera stiltur hér eftir!!!!

Það verður góður dagur þegar fyrsti rúnturinn verður farinn, bíllin er búinn að vera inni frá 2002.

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 12.nóv 2014, 17:40
frá Balloontyres
What kind of tyres will you put on this beast?

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 13.nóv 2014, 10:09
frá Bubbi byggir
I'll start at 33 "and see how it works. Maybe 35 "later

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 14.nóv 2014, 21:34
frá Bubbi byggir
Búinn að keyra í tvo og hálfan tíma,,,kannski gerist eitthvað ;o9

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 14.nóv 2014, 21:49
frá jeepson
MYNDIR!!! :)

Re: Gamli Bronco sem ekki seldist.

Posted: 17.nóv 2014, 13:42
frá Bubbi byggir
Svona stendur bíllinn í dag; Dæmi svo hver fyrir sig. Svona verður hann,,myndirnar gætu verið betri en það er þröngt í kringum hann og erfitt að ná góðum myndum.....
20141117_132158.jpg
20141117_132158.jpg (96.61 KiB) Viewed 14299 times
20141117_132017.jpg
20141117_132017.jpg (96.85 KiB) Viewed 14299 times
20141117_132109.jpg
20141117_132109.jpg (98.16 KiB) Viewed 14299 times
20141117_131929.jpg
20141117_131929.jpg (101.9 KiB) Viewed 14299 times
[attachment=0]20141117_132126.jpg[/attachment

Re: Gamli Bronco, uppfært myndir!!

Posted: 17.nóv 2014, 15:17
frá Bubbi byggir
Það mætti snyrta vélasalinn aðeins,,bíður betri tíma,,klára annað fyrst.
20141117_144441.jpg
20141117_144441.jpg (104.49 KiB) Viewed 14254 times

Re: Gamli Bronco, uppfært myndir!!

Posted: 17.nóv 2014, 15:19
frá Bubbi byggir
Búið að mála mælaborðið!!
20141117_144523.jpg
20141117_144523.jpg (73.12 KiB) Viewed 14254 times

Re: Gamli Bronco, uppfært myndir!!

Posted: 17.nóv 2014, 15:21
frá Bubbi byggir
Búinn að breita veltigrind sem fer á bílinn.
20141117_144455.jpg
20141117_144455.jpg (139.33 KiB) Viewed 14254 times

Re: Gamli Bronco, uppfært myndir nr 2

Posted: 17.nóv 2014, 15:29
frá atli885
þessi er hrikalega flottur

Re: Gamli Bronco, uppfært myndir nr 2

Posted: 17.nóv 2014, 16:49
frá jeepson
Þetta lita combo er flottara en það fyrra :)

Re: Gamli Bronco, uppfært myndir nr 2

Posted: 17.nóv 2014, 18:31
frá sukkaturbo
Frændi þú ert svo með þetta flott hjá þér