Síða 1 af 1
Hvernig er best að tæma eldsneytistank?
Posted: 11.sep 2014, 13:19
frá khs
Er með fullan tank en þarf að tæma til að skoða pikköp rörin. Ég heyrði einhvers staðar að hægt væri að setja dælu framan á borvél.. hvernig er þetta annars best?
Re: Hvernig er best að tæma eldsneytistank?
Posted: 11.sep 2014, 13:48
frá biturk
hvernig bíll er þetta
allir nýlegir bílar í dag eru þannig að þú kemur ekki slöngu niður um áfyllinguna og sumir þeirra eru ekki með tappa neðan á
þá er eiginlega eina leiðin að taka dæluna uppúr tanknum og setja slöngu þar niður og nota borvéladælu, getur fengið þærí byko
Re: Hvernig er best að tæma eldsneytistank?
Posted: 11.sep 2014, 13:49
frá Polarbear
þegar ég hef þurft að gera þetta þá hef ég sett bílinn á lyftu, losað slönguna sem fer í öndunarrörið á innfyllingarrörinu. niður það hef ég rekið mjóa slöngu alla leið niður í tank. svo kemur maður flæðinu af stað og þyngdaraflið sér um rest :) (hívert-aðferðin).
ekki er nauðsynlegt að hafa bílinn á lyftu, bara passa að slönguendinn sem notaður er til að leka af nái niðurfyrir neðribotn tanksins... og hafa nógu stóra dollu á gólfinu
Re: Hvernig er best að tæma eldsneytistank?
Posted: 11.sep 2014, 15:31
frá Tjakkur
Einfaldast að tengja dælu, td borvélardælu, upp á eldsneytislögnina þar sem hún kemur að vélinni. Ef þetta er bíll með háþrýsta dælu í tanknum ættirðu að geta látið þá dælu sjá um verkið. Hef þó ekki gert það sjálfur. Þú ættir þó að sjá það á slöngum og tengjum hvort von sé á miklum þrýsting.
Re: Hvernig er best að tæma eldsneytistank?
Posted: 11.sep 2014, 22:24
frá Stebbi
Ef þetta er díselbíll þá geturðu tekið slefið úr sambandi við rörið sem skilar því aftur í tank og leitt það í brúsa. Svo seturðu í gang og færð þér kaffibolla.
Re: Hvernig er best að tæma eldsneytistank?
Posted: 11.sep 2014, 22:42
frá baldur
Á bílum sem eru með bakflæði á eldsneytinu, hvort sem þeir eru bensín eða dísel þá nær bakflæðisrörið yfirleitt niður í botn á tankinum og hægt að nota það til að sjúga upp úr tankinum ef bakflæðislögnin er tekin úr sambandi.