Síða 1 af 1
SOS.. trooper olíusmit
Posted: 09.sep 2014, 22:49
frá canon123
Góðan dag er með trooper 1999 árgerð sko malið er þegar hlífin undir bílnum er tekinn þá er mikið olíusmit sem kemur í ljós en er búinn að skoða báðar smursíurnar og einnig ventlalokspakkninguna en finn ekki hvað þetta gæti verið er einhver hér sem hefur lent i svipuðu vandamáli með trooper. Svo mæli ég reglulega olíuna a vélinni en þarf lítið sem ekkert að bæta á ATH!! þetta er bara olíusmit sem blasir við manni það er aldrei pollur undir honum þegar maður fer i vinnu á morgnanna.
Re: SOS.. trooper olíusmit
Posted: 10.sep 2014, 00:20
frá biturk
Eina leiðin að finna þetta er að fara með hann í mótorþvott og reina svo að fylgjast vel með næstu daga á eftir hvaðan smitið kemur
Re: SOS.. trooper olíusmit
Posted: 10.sep 2014, 00:32
frá hobo
Olíusmit á 3 ltr Trooper vél? Það getur bara ekki verið satt! :)
En ef maður sleppir gríninu þá ertu nú bara í góðum málum ef það kemur ekki dropi niður á götu.
Ef þú vilt vélina smitlausa og erfitt er að sjá hvaðan það kemur, þá er bara að gera það sem Gunnar benti á. Einnig gott að nota slatta (1-2 brúsa) af fitu/bremsuhreinsi til að ná að hreinsa vélina almennilega á erfiðum stöðum.
Re: SOS.. trooper olíusmit
Posted: 10.sep 2014, 08:59
frá canon123
já ætli ég fari ekki í það að þrífa vélina og fylgjast með því
takk fyrir ábendingar