Síða 1 af 1

2003 econoline 150 - v10 fyrir v8

Posted: 08.sep 2014, 10:47
frá gunnarb
Sælir félagar.

Er að gera smá rannsak fyrir vin. Vita menn hversu mikið mál er að skipta v8 vélinni út fyrir v10 mótor úr jafn gömlum bíl?

Kveðja,

Gunnar

Re: 2003 econoline 150 - v10 fyrir v8

Posted: 09.sep 2014, 21:05
frá Lindemann
Er einhver ávinningur í því?

Er v10 vélin ekki bara helmingi eyðslufrekari og með svipað afl?

Re: 2003 econoline 150 - v10 fyrir v8

Posted: 09.sep 2014, 22:01
frá Stebbi
Lindemann wrote:Er v10 vélin ekki bara helmingi eyðslufrekari og með svipað afl?


V-10 305 hp (227 kW) and 420 lb·ft (569 N·m)
V-8 255 hp (190 kW) and 323 lb·ft (438 N·m)

Munar 50 hestöflum og ca 130Nm í tog. Þekki einn sem á svona v-10 pickup og hann er í tæpum 20 lítrum að meðaltali, svipað eða aðeins minna en 6.0 powerstroke í daglegum akstri.

Re: 2003 econoline 150 - v10 fyrir v8

Posted: 13.sep 2014, 08:12
frá gunnarb
Það eru reyndar deildar meiningar um það hvort v10 eyði meiru. Ástæðan er hinsvegar sú að v8 vélin er biluð og hann getur fengið v10 vélina fyrir lítið. Munið þið eftir einhverjum sem fór í svona project?
-G

Re: 2003 econoline 150 - v10 fyrir v8

Posted: 13.sep 2014, 09:56
frá Fordinn
Ég veit um einn sem átti bíl með svona mótor og fékk vatn inná hann.... þegar það átti að fara gera við... var hvergi neitt til þurfti að panta allt að utan ..... spurning hvort þetta sé ennþá vesen...

Re: 2003 econoline 150 - v10 fyrir v8

Posted: 13.sep 2014, 12:52
frá Kiddi
Sæll

V10 vélin er svosem ágæt, en getur verið þyrst undir álagi.
Pabbi á E-350 bíl með V10 og þið gætuð alveg fengið að vera í bandi við mig og sjá hvernig þessu er komið fyrir ef það hjálpar.

Með varahluti þá er það nú reynsla okkar með flest að það fæst harla lítið á Íslandi og þessi V10 bíll sker sig ekki mikið úr.

Re: 2003 econoline 150 - v10 fyrir v8

Posted: 13.sep 2014, 19:18
frá biturk
Menn þurfa að panta flest að utan hvort eð er ef það á að kaupa á skaplegi verðuþi nema í toyota, þeir eru mjög billet á ótrúlegustu hlutum

Re: 2003 econoline 150 - v10 fyrir v8

Posted: 06.okt 2014, 13:17
frá gunnarb
Kiddi wrote:Sæll

V10 vélin er svosem ágæt, en getur verið þyrst undir álagi.
Pabbi á E-350 bíl með V10 og þið gætuð alveg fengið að vera í bandi við mig og sjá hvernig þessu er komið fyrir ef það hjálpar.

Með varahluti þá er það nú reynsla okkar með flest að það fæst harla lítið á Íslandi og þessi V10 bíll sker sig ekki mikið úr.


Takk fyrir það Kiddi. Læt félaga minn vita og kem honum í samband við þig ef hann vill halda áfram með þetta.