suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá Sævar Páll » 05.sep 2014, 08:47

Sælir. Er með Suzuki Vitara 97 sem ég er nýbúinn að skipta um vél í. Bíllinn keyrði fínt í nokkra daga eftir skiptin en svo var verið að keyra upp mjög grófann slóða og þá steindó á dýrinu. Eftir stutt tékk kom í ljós að það var enginn bensínþrýstingur. Dælan virkar ef það er tengt beint inná hana, en hún virðist engann straum fá frá relayi. Eftir því sem ég kemst næst á erlendum síðum er relayið í þessum bílum vinstra megin við hanskahólfið, skrúfað á miðstöðvarstokkinn, annað element að ofan, en ég hef víxlað þessum relayum alveg hægri vinstri og aldrei virðast þau draga. Hef einnig prufað að tengja vír á plögginu þar sem að common og NO snertan eiga að tengja en samt ekki baun.
Hef látið mér detta í hug einhver jarðsambandsvandamál, þar sem suzuki virðist vera í sérflokki með svoleiðis, en veit ekki hvar aðal jarðsambandstengin eru. Einnig virðist ég ekki fá jörð frá öðrum vírnum aftur í tank, ekki eru bæði rofin jörðin og plúsinn?

Er annars eitthvað sem bannar að tengja dæluna með relay við t.d kveikjuna svo hún sé bara með straum á ON on START? Er dælan eitthvað að láta regla sig, t.d að hún dæli bara í x margar sekúndur ef að bíllinn er ekki settur í gang en bara settur á ON?

Með von um góð svör, Sævar P



User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá jongud » 05.sep 2014, 12:47

Á flestum ef ekki öllum bílum með dæluna aftur í tanki er svokallaður höggskynjari á rafleiðslunni að dælu. Þannig að ef bíllinn fær á sig högg (lendir í árekstri) þá slokknar á dælunni. Þetta heitir "inertia switch" á engilsaxnesku.
Stundum vilja þessir rofar slappast með aldrinum og slökkva á dælunni í tíma og ótíma. Athugaðu hvort það fyrirfinnst svona rofi hjá þér, og hvort hann sé í lagi.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá baldur » 05.sep 2014, 16:13

Það er ekki óalgengt að vírarnir sem liggja undir afturhleranum fari í sundur. Það er lúmm sem liggur fyrir innan afturljósið vinstra megin og inn í boddýinu undir hleranum. Einnig er algengt að plöggið á bensíndæluvírnum tærist.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá Sævar Örn » 05.sep 2014, 17:00

athugaðu líka jarðtengi á soggreininni aftanverðri, undir bolta með 10mm haus, þær eru fyrir tölvuna og ef þær eru ekki inni þá gerir tölvan ekkert vitrænt
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá Sævar Páll » 06.sep 2014, 00:34

Innilega takk fyrir þetta, er man að ég festi boltann á soggreininni rækilega, tengið aftur í tank var tekið úr fyrir svolitlu síðan og klæmt saman aftur, m.a með teipi, dettur í hug að pinnarnir hafi losnað úr powermegin og lagst eitthvað saman. Amk voru pinnarnir berir þegar ég tók teipvöndulinn af. Engu að síður virðist ekki vera að það komi neinn kraftstraumur að dælunni ekki einu sinni þegar maður reynir að tengja yfir relayið framí. Vitið þið nokkuð hvort að kraftstraumurinn að relayinu sé á einhverju öryggi eða einhverju sem maður getur skoðað?


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá Sævar Páll » 07.sep 2014, 09:37

Veit einhver hvar þessi internia switch er á þessum bílum?


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá biturk » 07.sep 2014, 18:13

Fær relayð 12v konstant? Er það að fástýristraum frá sviss eða öðru? Fær það pottþéttajörð? Er leiðni í vírnum frá relay og til dælu? Er næg leiðni? Klikkar í relay?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá Sævar Páll » 07.sep 2014, 19:35

Greyið er komið í gang, þakka kærlega fyrir skjót og gód viðbrögð


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá biturk » 07.sep 2014, 20:24

Hvað var að palli :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Postfrá Sævar Páll » 07.sep 2014, 22:30

Fyrri eigandi hafði gengið mjög svo frjálslega frá víringuni ofan á tank svo þad leiddi saman og sprengdi öryggið fram við vél


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur