ventlar og kranar á felgum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

ventlar og kranar á felgum

Postfrá Hrannifox » 02.sep 2014, 22:39

Sælir spjallverjar þar sem ég veit litið sem ekkert um felgur, þá vantar mig smá ráð og leiðbeiningar.

Var að kaupa mér 15''x12'' felgur og er ætlun mín að skella á þær Toyo MT 15x13.5

búið er að grunna kantana á felguni þar sem hringurinn á dekkinu leggst á.

hafði hugsað mér stálventla og svo krana, hvaða krana eru menn að kaupa ? og hvar ?

Myndi það þjóna tilgangi að láta Valsa felgurnar fyrir þessa dekkjastærð eða eru það bara stærri tútturnar sem þurfa það.

Væri gott að setja límkítti með ?

Öll ráð vél þegin, vill græja þessar almennilega fyrst ég er að þessu. líka þar sem þær verða ekki í notkun strax.

Kv, Hrannar


Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Hr.Cummins » 02.sep 2014, 22:45

Veit ekki hvar annarstaðar fást kranar... en Vökvatengi selja Krana sem að flæða vel... gera það án þess að bora... en svo hafa menn borað líka...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Sævar Örn » 03.sep 2014, 00:09

fékk krana í landvélum fyrir litla upphæð, að vísu er haldfangið á krananum úr plasti en það hefur enn ekki komið að sök, en það var ekki traustvekjandi að berja klakann úr felgunum vitandi að haldið væri úr plasti
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá jongud » 03.sep 2014, 09:01

Ætlarðu að setja úrhleypibúnað í bílinn?
Þá er betra að nota krana, en ef þú ert bara að hugsa um að vera sneggri að tappa úr, þá er líka hægt að nota venjulega stálventla, sleppa pílunum og bora þá út.
Svo hafa nokkrir sett traktorsventla í felgurnar hjá sér. þeir eru nefnilega tvöfaldir. Ég veit bara ekki hvort þeir henta í þykkar álfelgur.

Hérna er dæmi um slíkan;
Image


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Hrannifox » 03.sep 2014, 11:29

Naa ætli maður fari ekki ut til að hleypa ur bara, ætlaði að letta mer urhleypinguna bara með krana, hvað eru þessir kranar storir sem þið eruð að nota
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Lindemann » 03.sep 2014, 19:08

Ég keypti 3/8 krana í landvélum. Það er óþarflega stórt og ég held að flestir séu að nota 1/4" krana með miklu stærri dekk en ég :)

Ég setti líka upphækkun undir kranann, snittaði í felguna og setti ró á móti. Svoleiðis get ég alltaf skipt um kranann sjálfan ef hann klikkar en upphækkunin er föst í felgunni. Það er líka þægilegra að hafa kranann aðeins uppúr felgunni þegar er snjór og klaki.
Ókosturinn við þetta er reyndar þyngdin á þessu, en það ætti ekki að vera stórmál þegar er búið að balansera dekkin.

Ég myndi alltaf velja aftur að setja krana þó ég sé ekki með úrhleypibúnað. Þetta er miklu þægilegra en að vera að skrúfa einhverjar litlar hettur af og á. Ég er líka með slöngu með kúplingu á endanum svo ég dæli alltaf í dekkin gegnum kranann líka.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Hrannifox » 03.sep 2014, 19:24

Hljómar vél að vera bara með hraðtengi og skella á kranann [WHITE SMILING FACE] áttu nokkuð mynd af þessu ? Þoli ekki að skrúfa hetturnar a í hönskum eða frosinn a puttunum
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá hobo » 03.sep 2014, 20:22

Þetta er 1/4" og er það sem þú þarft.
Fékkst í Landvélum og kostar langleiðina í 10 þúsund kall m/afsl fyrir 4 felgur.

Image

Image


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá grimur » 03.sep 2014, 22:27

Krani frekar en dekkjaventill alla daga til að hleypa úr, engin spurning.
Ekkert spennandi þegar hettan fýkur einhvert útí loftið.
Það er heppilegt að vera með dekkjaventilinn líka uppá að pumpa í ef kerfið á bílnum klikkar, en það er meira svona til vara dæmi, ég hef líka bara haft pílur í ventlunum og notað þá til að mæla meðan tappað er úr eða í.

kv
G


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Hrannifox » 03.sep 2014, 22:58

Takk strakar eruð snillingar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá biturk » 03.sep 2014, 23:02

Ég var að panta svona krana á 3 dollara að utan stykkið :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá emmibe » 04.sep 2014, 17:37

Biturk, hvaðan ertu að panta þessa krana? Hvað kallast þetta á útlenskunni :-)
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá biturk » 04.sep 2014, 18:11

Ebay

Leitaði bara að 1/4 valve :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Stebbi » 08.sep 2014, 22:42

Búin að prufa bæði 1/4 og 3/8 krana á 38" dekkjum og fer hiklaust í 3/8 aftur. 1/4 tommu lokinn gefur þér bara þægindin umfram ventilinn en 3/8 flæðir mun betur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Bolti » 28.okt 2014, 14:31

Daginn spjallverjar! Ég er í sömu tveggja ventla/krana pælingum og er byrjandi í þessu. Ég er nýbúinn að kaupa 35" Toyo M/T 13.5 en hef ekki enn sett þau undir. Það eru ljótar álfelgur undir bílnum hjá mér og ég er að spá hvort ég eigi að láta pólýhúða þær eða fá mér þokkalegar stálfelgur bara. Er ég betur settur með stálfelgur upp á að bæta við ventli/krana eða get ég það jafn vel á álfelgum ? Er betra að einhverju leyti að hafa stálfelgur upp á að vera hleypa úr og í endrum og eins?

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá hobo » 28.okt 2014, 16:52

Ég hef sett krana í álfelgur. Þær eru þykkari en stálið sem er kostur fyrir kranaísetningu. Þá þarf enga ró fyrir innan sem getur komið sér vel ef þú vilt skipta um kranadótið.
Ættir alveg að geta notað álfelgurnar fyrir úrhleypingar, jafnvel límt dekkin á ef ætlunin er að hleypa mikið úr.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá jeepcj7 » 28.okt 2014, 18:19

Það borgar sig samt að skoða kranana vel ég var að bera saman svona krana 1/4 og 3/8 og það var sami sverleiki á gatinu í kúlunni (lokanum) í þeim þannig að í því tilfelli var eini gróðinn að 3/8 er stærri og þyngri en sama flæðið.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá hobo » 28.okt 2014, 20:59

Já ég get ekki annað sagt en það taki mjög lítinn tíma að hleypa úr 38" dekki með 1/4" krana, jafnvel þegar maður er óþolinmóður.


Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Bolti » 29.okt 2014, 12:41

Eigið þið til mynd af felgu með svona systemi, langar að sjá hvernig þetta fer á henni. Eru menn þá með einn krana til að hleypa úr og einn ventil til að pumpa í ?


Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Bolti » 31.okt 2014, 22:48

Jæja ég sá einn með svona útbúnað fyrir utan N1 áðan og laumaðist út til að taka mynd. Þessi er með krana og tvo stálventla og gefur ágætis hugmynd um það hvernig þetta á að vera. Mér sýnist líka að þessi útbúnaður færi aldrei vel á álfelgu svo ég held að ég sé kominn á það að þurfa útvega mér bara basic stálfelgum...

Í sambandi við felgumál og þessi dekk Toyo MT 15x13.5 sem þráðarhöfundur nefnir. Hvaða munur er á því að láta þessi dekk á 10" breiða felgu eða 12" breiða felgu og þá með tilliti til úrhleypingar?

Image

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Lindemann » 31.okt 2014, 23:22

Mér finnst óþarfi að vera með 2 ventla og krana.

Ég nota kranann bæði til að pumpa í og hleypa úr og nota ventilinn eingöngu til að mæla.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"

User avatar

raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá raggos » 31.okt 2014, 23:55

Hvað er notað til að þétta milli krana og felgu? varla er þetta bara þétt með herslu?

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá hobo » 01.nóv 2014, 08:28

Fljótandi röraþétti (thread sealant).
Fæst í litlum túpum, t.d í landvélum og wurth.


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá emmibe » 01.nóv 2014, 12:51

Ég notaði eirhring sem er mm á þykkt og leggst saman við herslu en hann er hringlaga, snittaði í álfelguna og þetta hefur ekki lekið hingað til. Hefði notað LOXEAL 53-14 sem þenst út sem ég fékk í Barka ef það hefði verið við hendina þá.
1456 032.JPG
Felga með Úrhl.
1456 032.JPG (110.55 KiB) Viewed 5851 time
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá emmibe » 01.nóv 2014, 13:08

Og slöngunippill í kranann kostar tæpann þúsundkall í BYKO kr en í lagnadeildinni hjá sama fyrirtæki en í húsinu við hliðina 200 kall ????
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá AgnarBen » 01.nóv 2014, 13:14

Það er yfirleitt ekki borað og snittað í felguna nema ef menn af einhverjum ástæðum vilja ekki taka dekkin af. Ef þið eruð með felgurnar dekkjalausar þá sjóða ró á að innanverðu til að skrúfa lokann í, það er mun sterkara. Ég hef séð svona krana brotna í felgum á fjöllum oftar en einu sinni.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá villi58 » 01.nóv 2014, 13:35

Ég boraði og snittaði fyrir krönum í felgurnar mínar með dekkin á felgum, taka svo svarfið með segli.
Notaði röraþjétti frá Wurth sem ekki svíkur, best að setja eirhring undir krana þannig að kraninn sitji þétt við felgu, passa að sé ekki bil á milli því þá brotnar hann frekar af.


dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá dors » 01.nóv 2014, 19:52

http://www.aliexpress.com/item/1-4-Mini ... 94277.html

Hvað er verðið á þessu hérna á klakanum


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá emmibe » 02.nóv 2014, 16:39

AgnarBen wrote:Það er yfirleitt ekki borað og snittað í felguna nema ef menn af einhverjum ástæðum vilja ekki taka dekkin af. Ef þið eruð með felgurnar dekkjalausar þá sjóða ró á að innanverðu til að skrúfa lokann í, það er mun sterkara. Ég hef séð svona krana brotna í felgum á fjöllum oftar en einu sinni.

Það er bara svo þykkt í álfelgunni að kraninn er í flútti við felguna að innaverðu, það er nú smá hald í því.
Í hvernig aðstæðum eru menn að brjóta kranana úr felgunum?
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá Bolti » 22.nóv 2014, 22:45

Jæja ég skellti mér á þetta system sem póstað var hérna fyrir ofan, keypti þetta ýmist hjá Landvélum og í Barka. Er með 1/4 krana og notaði Loxeal 53-14 röraþétti á allar gengjur og eirhring neðst á milli felgu og upphækkunar. Nú er bara að vona að þetta haldi lofti :) Hafa menn eitthvað verið að þétta neðst við felgu með einhversskonar gúmmí þéttingum líka ?

Ætla svo að setja stálventil í hitt gatið og Toyo 35" MT á þetta og þá er ég loksins klár í veturinn.... þegar hann kemur á suðvesturhornið.

Image
Image

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: ventlar og kranar á felgum

Postfrá svarti sambo » 23.nóv 2014, 00:59

Mæli frekar með kopar hraðtengis-stút á lokann, vegna ryðmyndunar.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir