Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá sukkaturbo » 29.aug 2014, 17:49

Sælir félagar var að eignast Toyota Dobulcab disel 2,4 turbo intercooler árgerð 1988 ekinn 288.000km. Hann er með gormafjöðrun aftan og framan. Koni dempara og stýristjakk og 5:70 hlutföll og loftlæsingar og stór og góður loftkútur er undir bílnum og 90 lítra aukatankur. Arb dælan er ónýt og vantar mig nú gamla og góða ARB-dælu í gamlingjan svo hægt verði að læsa honum í vetur. Bara hægt að læsa hurðunum í dag.
Hann er að týna kælivatninu og gruna ég vatnskassan sterklega og ætla að skipta um hann fyrst ef ég finn einhvern í lagi. Mikið ryð í skúffu og afturhleranum og þá hliðunum bara botninn og burðarbitar í lagi. Grindinn er stráheil og sílsar og gólf og boddífestingar og hvalbakurinn heill og innribrettin. Hurðar mjög heilar og lamirnar líka og þétti listar. Lakk byrjað að bólgna aðeins við þakrennur en ekki komið ryð í gegn.Svo það er hugasanlega hægt að gera góðan bíl úr þessu dóti. Ætla að setja bátatrefjaplast í skúffuna og hreinsa vel undir og nota rúststopp og grunn undir það set það hér inn svo menn viti það þegar kemur að sölu einhverntíman. Mun láta inn myndir og texta annarslagið í haust af verkinu. kveðja Guðni
Viðhengi
10643292_10202623712209163_200797651_n.jpg
búinn að taka húsið af
10643292_10202623712209163_200797651_n.jpg (72.61 KiB) Viewed 3960 times
DSC00501.JPG
DSC00501.JPG (135.25 KiB) Viewed 3960 times
DSC00498.JPG
DSC00498.JPG (98.18 KiB) Viewed 3960 times
DSC00500.JPG
DSC00500.JPG (136.08 KiB) Viewed 3960 times
DSC00499.JPG
DSC00499.JPG (86.91 KiB) Viewed 3960 times
DSC00497.JPG
DSC00497.JPG (112.87 KiB) Viewed 3960 times
DSC00496.JPG
DSC00496.JPG (106.16 KiB) Viewed 3960 times




Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá Hjörvar Orri » 29.aug 2014, 21:15

Virkilega flottur. Gaman að sjá svona flott eintak. Var hann nokkuð í steingrímsfyrði á ströndum?


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá grimur » 29.aug 2014, 22:25

Haha, Guðni, þú ert alveg milljón!

Ég myndi henda þessum palli og smíða flatbed úr prófílum með krossvið í botninn. Þessi skúffa var aldrei falleg í laginu og lítur út fyrir að vera handónýt í ofanálag.
Boddíið er fallegt, vel farið og skemmtilega ferkantað, verklegur pallur aftanvið færi því að mínu mati virkilega vel. Rifflað ál í hjólskálar kannski.

Þú gerir náttúrulega það sem hugurinn lystir, þetta eru bara mínir 2 aurar :-)

kv
Grímur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá sukkaturbo » 29.aug 2014, 22:49

Sælir fékk hann frá Hólmavík. Grímur jú er búinn að hugsa um flatpall kostar of mikið finnst mér tek einn hring af trebba fyrst. Enda líklega með plastskúffu he he


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá grimur » 29.aug 2014, 23:42

Já, smíðajárn er orðið asnalega dýrt. Meiriháttar fjárfesting að ná sér í 2 stangir af verklegu efni. Grínlaust.
Kosturinn við það er að þetta er oft nálægt kílóverði, þannig að maður neyðist til að hanna létt.
Kv
Grímur


bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá bjsam » 30.aug 2014, 09:34

Fór sem kóari í þessum bíl í krapa 2000 ferðina með 4x4, og get sagt með sanni að hann stóð sig afskaplega vel á 36" dekkjum.Ég keyrði hann td. yfir holuhraunið fræga og talsvert af flæðunum líka ,frábær fjöðrun í honum til hamingju með bílinn.Kv.Bjarni

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá jongud » 30.aug 2014, 14:10

Þú gætir lent í vandræðum með ryðið kringum þakrennurnar, allavega var elsta gerðin af Hilux leiðinleg þar. Ef lakkið var byrjað að bólgna var oft orðið ansi ljótt undir.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá villi58 » 30.aug 2014, 14:28

jongud wrote:Þú gætir lent í vandræðum með ryðið kringum þakrennurnar, allavega var elsta gerðin af Hilux leiðinleg þar. Ef lakkið var byrjað að bólgna var oft orðið ansi ljótt undir.

Ég held að Guðni verði ekki í neinum vandræðum með það frekar en annað.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá sukkaturbo » 30.aug 2014, 17:42

Sæll Bjarni veistu eitthvað hver smíðaði þennan bíl væri gaman að eiga söguna. Ætla að reyna gera þennan bíl góðan og það væri gaman að heyra eitthvað um hann svo sem er þetta vél úr yngri hilux eða er þetta 2,4 88 módel td. Lokaði götum á skúffunni í dag með trebba og næst fer ég í að pússa hann almennilega niður og fín sprasla viðgerðina og grunna og reyna svo að finna litanúmerið og finna út af hvað bíltegund er þessi litur kanski Touring 89 til 96 mjög flottur þessi litur. Með þakrennurnar jú það lítur ekki vel út þar. Lakkið farið að lyftast frá og örugglega komin mikil tæring jafnvel í gegn þar undir. Datt í hug að fá mér 2 fermetra af skipamottum og fella þær á allan toppinn og verð þá með plasthús og týna svo járnaruslið innan úr jafnóðum og það ryðgar niður og enda þannig með alvöru plast topp eins á Wyllis.
Viðhengi
DSC00514.JPG
Sonurinn líkur mömmu sinna að pússa niður gamla ford V-8-400 Cu beingíraður
DSC00514.JPG (150.04 KiB) Viewed 3636 times
trebbinn kominn á 3 lög.JPG
trebbinn kominn á 3 lög.JPG (122.32 KiB) Viewed 3636 times
ástæðan fyrir því að vatnið hvarf af bílnum stúturinn orðin laus og lekur hringinn þarf að lóða upp á nýtt.JPG
ástæðan fyrir því að vatnið hvarf af bílnum stúturinn orðin laus og lekur hringinn þarf að lóða upp á nýtt.JPG (133.32 KiB) Viewed 3636 times
DSC00508.JPG
DSC00508.JPG (100 KiB) Viewed 3636 times


bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá bjsam » 31.aug 2014, 00:46

Sæll, ég veit ekki hver breytti bílnum á sínum tíma en Hjörtur Árnason átti bílinn og hann hugsaði mjög vel um hann allt unnið af fagmönnum sem hann lét gera og hann lét mála hann allan og snyrta til ,en meira veit ég ekki um hann því miður. Mbkv.Bjarni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá sukkaturbo » 31.aug 2014, 07:00

Sæll og takk Bjarni enda ber bíllinn þess merki hann er vel gerður en þarfnast ástúðar og umhyggju svo hann skemmist ekki meira.Best að skella sér í það kveðja guðni


villtur
Innlegg: 24
Skráður: 06.jún 2010, 23:16
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá villtur » 31.aug 2014, 09:02

Gríðarlega hallar sambandsstöngin á stýrinu. Er hann ekki leiðinlegur í akstri?

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá jongud » 31.aug 2014, 10:22

villtur wrote:Gríðarlega hallar sambandsstöngin á stýrinu. Er hann ekki leiðinlegur í akstri?


Mér sýnist hann vera á lyftu á myndinni sem er tekinn framan frá...

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá MixMaster2000 » 03.sep 2014, 23:12

Sæll og til hamingju með Toyotuna.
Smá út úr dúr... Er þessi F150 pickup sá sem var á geymslusvæðinu, með 400M mótor og T18 4-gíra kassa, orginal með 300cid línu???

kv Heiðar Þorri
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá sukkaturbo » 03.sep 2014, 23:32

sæll hann var orginal með línu sexu og beina innspýtingu
Síðast breytt af sukkaturbo þann 03.sep 2014, 23:34, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá sukkaturbo » 03.sep 2014, 23:34

villtur wrote:Gríðarlega hallar sambandsstöngin á stýrinu. Er hann ekki leiðinlegur í akstri?

Sæll hann hangir þarna á lyftunni í mesta mögulega sundur slagi. Nei hann er mjög góður á vegi á 35 dekkunum kveðja guðni

User avatar

Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá Bubbi byggir » 25.sep 2014, 16:25

Sæll frændi,,er eitthvað að gerast með þennan gamla??? virkilega flottur bíll.
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá sukkaturbo » 25.sep 2014, 22:53

búinn að selja hann og er hann á Sauðanesi núna

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá svarti sambo » 25.sep 2014, 23:00

Þetta var stutt gaman.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Dobulcab 1988 sá gamli

Postfrá sukkaturbo » 25.sep 2014, 23:35

of lítill þegar maður hefur Hulkinn
Viðhengi
DSC00207.JPG
DSC00207.JPG (130.49 KiB) Viewed 2882 times


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 43 gestir