Síða 1 af 1
TERRANO 2,7 dísel fremsti spíss?
Posted: 27.aug 2014, 15:42
frá haffiamp
Nú kemur stundum smá hikst í bílinn hjá mér og við það kveiknar vélarljósiðp, við aflestur kom í ljós að það væri fyrsti spíss se mer með einhvern nema.... bíllinn er svo eðlilegur þó að vélaljósið séi á fyrir utan einstaka hikst.... svo eftir 1-2 daga fer ljósið.... hvað gerir þessi skynjari á spíssnum?
Re: TERRANO 2,7 dísel fremsti spíss?
Posted: 27.aug 2014, 15:58
frá svarti sambo
Þetta er fyrst og fremst fyrir tölvuna. Þessi spíss og sveifarásskynjarinn, vinna saman. Ef að það kemur t.d. rið og drulla á svinghjólið, þannig að sveifarásskynjarinn, hættir að nema stöðuna á sveifarásnum, þá getur þú farið að fá svona meldingar.
Re: TERRANO 2,7 dísel fremsti spíss?
Posted: 27.aug 2014, 20:19
frá olei
Skynjarinn í fremsta spíss er notaður til fínstillingar á innsprautunar-tímanum frá olíuverkinu.
Re: TERRANO 2,7 dísel fremsti spíss?
Posted: 27.aug 2014, 20:59
frá haffiamp
er mikið rifrildi að komast að sveifarásskynjaranum?
Re: TERRANO 2,7 dísel fremsti spíss?
Posted: 27.aug 2014, 23:44
frá olei
Það fer eftir ágerð hvort að hann er með sveifarásskynjara sem boltast þá ofan í kúplingshúsið fremst undur hvalbaknum. Annars er þeir með knastásskynjara framan á vélinni - getur rakið snúruna að honum að mig minnir hægra megin við vatnsdæluna séð framan frá. En ef hann er að kvarta yfir spíss skynjaranum þá væri eðlilegast að byrja þar.