Síða 1 af 1

Patrol vélavandræði

Posted: 25.aug 2014, 21:30
frá malibu
Nú vantar mig ráð frá mér reyndari mönnum.
ég er með Patrol sem varð skyndilega afllaus og fór að reykja miklum grá-bláum reyk í hægagangi og ganga skrykkjótt í hægagangi. Á snúningi hættir hann hinsvegar að reykja en er frekar máttlaus.
Ég gerði strax ráð fyrir því að það væri heddpakkning sem væri farinn og byrjað að rífa utan af vélinni til að ná heddinu úr. Þá kemur hinsvegar í ljós mikið olíusmit frá soggrein alveg upp við hvalbak og þar eru a.m.k þrír boltar alveg laflausir og ljóst að það hefur blásið út á milli soggreinar og hedds. Ástæðan fyrir olíusmitinu er olíuleki í túrbínu og ljóst að túrbína þarf að fara í upptekt.

Stóra spurningin núna er sú hvort að þessi útblástur frá soggrein ásamt olíusmiti í túrbínu sé ástæðan fyrir þessum einkennum og að það sé ástæðulaust að rífa heddið af.
Það er ekkert vatn í smurolíunni og kælivökvinn er blár og tær og alveg laus við olíuslikju ( Er hægt að testa fyrir afgasi í kælivökva?)
Það er ekki að sjá að það komi loftbólur með kælivatninu þegar hann er látinn ganga.

Öll ráð vel þeginn

Re: Patrol vélavandræði

Posted: 25.aug 2014, 21:49
frá olei
Óþétt soggrein þýðir að túrbínan dettur út ef svo má segja, það þarf ekki ýkja mikinn leka til þess að það gerist. Það skýrir máttleysi og e.t.v reyk á snúning, en skýrir eiginlega ekki slæman hægagang eða reyk í hægagangi (nema um sé að ræða verulegt smurolíuslys sem vélin er að éta).

Svo er spurning hvort olían kemur frá túrbínunni sjálfri eða frá vélaröndun sem oft er tekin inn á soggreinina?

Ef bíllinn er ekkert að tapa vatni þá mundi ég sleppa því að rífa af honum heddið og laga það sem þú hefur þegar fundið að, til viðbótar væri ráð að tékka vandlega af EGR kerfið sem getur hæglega skapað allskonar gangvesen og reyk.

Hvaða árgerð er þessi bíll, hvaða vél?

Re: Patrol vélavandræði

Posted: 25.aug 2014, 21:57
frá malibu
Ég gleymdi að setja upplýsingar um vélina. Þettar er 2000 árg af Patrol með 2.8Tdi. Hann er ekinn rúmlega 220 þúsund og það var farið í heddið í kringum 160 þús, skv fyrri eiganda.

Re: Patrol vélavandræði

Posted: 26.aug 2014, 10:14
frá jeepson
Ég er að glíma við þetta og mér er tjáð að þetta sé annaðhvort olíuverk eða spíssar. Ég er búinn að skipta um spíssana og ekkert lagast. Næst á dagskrá er þá að skipta um olíuverk. Svona þegar að ég verð búinn að finna það eða nennu í það.

Re: Patrol vélavandræði

Posted: 26.aug 2014, 19:55
frá Styrmir
Á til olíuverk og spíssa

S:6615149