Patrol vélavandræði
Posted: 25.aug 2014, 21:30
Nú vantar mig ráð frá mér reyndari mönnum.
ég er með Patrol sem varð skyndilega afllaus og fór að reykja miklum grá-bláum reyk í hægagangi og ganga skrykkjótt í hægagangi. Á snúningi hættir hann hinsvegar að reykja en er frekar máttlaus.
Ég gerði strax ráð fyrir því að það væri heddpakkning sem væri farinn og byrjað að rífa utan af vélinni til að ná heddinu úr. Þá kemur hinsvegar í ljós mikið olíusmit frá soggrein alveg upp við hvalbak og þar eru a.m.k þrír boltar alveg laflausir og ljóst að það hefur blásið út á milli soggreinar og hedds. Ástæðan fyrir olíusmitinu er olíuleki í túrbínu og ljóst að túrbína þarf að fara í upptekt.
Stóra spurningin núna er sú hvort að þessi útblástur frá soggrein ásamt olíusmiti í túrbínu sé ástæðan fyrir þessum einkennum og að það sé ástæðulaust að rífa heddið af.
Það er ekkert vatn í smurolíunni og kælivökvinn er blár og tær og alveg laus við olíuslikju ( Er hægt að testa fyrir afgasi í kælivökva?)
Það er ekki að sjá að það komi loftbólur með kælivatninu þegar hann er látinn ganga.
Öll ráð vel þeginn
ég er með Patrol sem varð skyndilega afllaus og fór að reykja miklum grá-bláum reyk í hægagangi og ganga skrykkjótt í hægagangi. Á snúningi hættir hann hinsvegar að reykja en er frekar máttlaus.
Ég gerði strax ráð fyrir því að það væri heddpakkning sem væri farinn og byrjað að rífa utan af vélinni til að ná heddinu úr. Þá kemur hinsvegar í ljós mikið olíusmit frá soggrein alveg upp við hvalbak og þar eru a.m.k þrír boltar alveg laflausir og ljóst að það hefur blásið út á milli soggreinar og hedds. Ástæðan fyrir olíusmitinu er olíuleki í túrbínu og ljóst að túrbína þarf að fara í upptekt.
Stóra spurningin núna er sú hvort að þessi útblástur frá soggrein ásamt olíusmiti í túrbínu sé ástæðan fyrir þessum einkennum og að það sé ástæðulaust að rífa heddið af.
Það er ekkert vatn í smurolíunni og kælivökvinn er blár og tær og alveg laus við olíuslikju ( Er hægt að testa fyrir afgasi í kælivökva?)
Það er ekki að sjá að það komi loftbólur með kælivatninu þegar hann er látinn ganga.
Öll ráð vel þeginn