Pajero heddvandamál
Posted: 18.aug 2014, 20:21
Sælir.
Nú er ég með Pajero 2.8ltr sem blæs út í forðabúrið fyrir vatnskassann. Er ekki borðleggjandi að það sé heddpakkning eða sprungið hedd? Ef vatnslásinn væri fastur lokaður og tappinn á vatnskassanum lélegur þá myndi koma frostlögur í forðabúrið en ekki loft. Er það ekki rétt hjá mér?
Fyrir utan að miðstöðin hitnar svo að það hlítur að vera í lagi með vatnslásinn.
Mér þykir lang líklegast að þetta sé hedd eða pakkning en það væri gaman að fá álit hjá öðrum sem hafa lent í þessu. Er eitthvað sem ég ætti að skoða áður en ég ríf heddið af?
En hafa menn eitthvað verið að setja stærri vatnskassa eða eitthvað til að vélin fái betri kælingu?
Nú er ég með Pajero 2.8ltr sem blæs út í forðabúrið fyrir vatnskassann. Er ekki borðleggjandi að það sé heddpakkning eða sprungið hedd? Ef vatnslásinn væri fastur lokaður og tappinn á vatnskassanum lélegur þá myndi koma frostlögur í forðabúrið en ekki loft. Er það ekki rétt hjá mér?
Fyrir utan að miðstöðin hitnar svo að það hlítur að vera í lagi með vatnslásinn.
Mér þykir lang líklegast að þetta sé hedd eða pakkning en það væri gaman að fá álit hjá öðrum sem hafa lent í þessu. Er eitthvað sem ég ætti að skoða áður en ég ríf heddið af?
En hafa menn eitthvað verið að setja stærri vatnskassa eða eitthvað til að vélin fái betri kælingu?