Síða 1 af 1

Pajero heddvandamál

Posted: 18.aug 2014, 20:21
frá joias
Sælir.

Nú er ég með Pajero 2.8ltr sem blæs út í forðabúrið fyrir vatnskassann. Er ekki borðleggjandi að það sé heddpakkning eða sprungið hedd? Ef vatnslásinn væri fastur lokaður og tappinn á vatnskassanum lélegur þá myndi koma frostlögur í forðabúrið en ekki loft. Er það ekki rétt hjá mér?
Fyrir utan að miðstöðin hitnar svo að það hlítur að vera í lagi með vatnslásinn.
Mér þykir lang líklegast að þetta sé hedd eða pakkning en það væri gaman að fá álit hjá öðrum sem hafa lent í þessu. Er eitthvað sem ég ætti að skoða áður en ég ríf heddið af?

En hafa menn eitthvað verið að setja stærri vatnskassa eða eitthvað til að vélin fái betri kælingu?

Re: Pajero heddvandamál

Posted: 19.aug 2014, 09:26
frá muggur
Sæll
Lenti í þessu með minn Pajero, reyndar bensín en það er sama. Lang líklegast að headið sé farið hjá þér en láttu samt athuga hvort að það sé púst í kælivökvanum svona til að vera alveg viss áður en þú leggur í 300 þús króna viðgerð eða meira. Þetta virðist vera nokkuð algengt vandamál í diesel bílunum á þessum aldri ef marka má enska pajero spjallið (http://www.pocuk.co.uk). Þar las ég líka einhverntíma eftir einum viðgerðarkalli sem skipt hefur um headpakkningar í tugum ef ekki hundruðum 2.8 bíla að í 95% tilfella er komin sprunga í headið og því þarf nýtt.

Mér var ráðlagt þegar ég keypti minn bíl að láta setja í hann þriggja raða kassa í stað tveggja raða sem er í honum orginal. En þetta er kannski öðruvísi í diesel bílum. Annað sem er mikilvægt er að silikon viftan virki. Hér um daginn var einn að basla með svoleiðis í Terrano en svo er helling um þessar viftur á enska spjallinu.

Gangi þér vel þjáningabróðir.
Muggur

Re: Pajero heddvandamál

Posted: 19.aug 2014, 23:16
frá joias
Takk fyrir svarið.
Hvar á maður að kaupa 3 laga vatnskassa?

Re: Pajero heddvandamál

Posted: 20.aug 2014, 08:31
frá muggur
joias wrote:Takk fyrir svarið.
Hvar á maður að kaupa 3 laga vatnskassa?


Minnir að ég hafi fengið minn í Gretti. Held að þeir noti bara toppinn og botninn af gamla kassanum og pressi nýtt element í, er þó ekki viss.

kv. Muggur