Síða 1 af 1

Afturhásingafærsla í Patrol

Posted: 17.aug 2014, 22:08
frá Izan
Daginn

Ég þarf að hnika afturhásingunni hjá mér um fáeina sentimetra aftur en ætlaði ekkert út í nein stórræði. Ég hef kíkt undir Y61 Patrola og þar er búið að færa svolítið án þess að færa gormaskálarnar. Þá velti ég fyrir mér hvað þetta er mikil færsla sem hann þolir án þess að skálarnar séu færðar og hvort einhver hafi lent í vandræðum með þetta.

Kv Jón Garðar

Re: Afturhásingafærsla í Patrol

Posted: 17.aug 2014, 23:15
frá Hagalín
Ég myndi mæla með að færa skálina sem nemur færslunni. Annars verður gormurinn skakkur í. Gætir tekið þá leiðina að færa skálina neðan á grindina og losnað þannig við klossa ef þeir eru til staðar hjá þér.

Re: Afturhásingafærsla í Patrol

Posted: 18.aug 2014, 08:36
frá biturk
efþú ert bara a hnika henni einn cm eða tvo er það í lagi en ef á að færa meira þá færiru gormaskálinu líka, það er ekkert vandamál að taka þa með því þú þarft hvort eð er að skera, slípa, sjóða og mála þegar svona aðgerð er gerð

Re: Afturhásingafærsla í Patrol

Posted: 18.aug 2014, 20:05
frá grimur
Svo sleppur oft að færa plattana á hásingu, í stað þess að færa allt gúmmið uppi.
Man ekki með Pattann, hvort það er heppilegt í þeim bíl.