Síða 1 af 2
Hásingar
Posted: 15.aug 2014, 15:12
frá Óttar
Sælir allir, ég ætla að sækja í viskubrunn jeppaspjallsins varðandi hásingar. Hver er munurin á High Pinion,REVERSE, Low pinion? skiptir þetta einhverju máli varðandi styrk?
Einnig er Dana 60 King Pin að vefjast fyrir mér, hvað er king pin?
Og við val á hásingu ef hún heitir Dana skiptir það þá einhverju máli undan hverju hún kemur þegar kemur að styrk á öxlum, drifum, hjólalegur og fl?
Fyrirfram þökk Óttar
Re: Hásingar
Posted: 15.aug 2014, 15:28
frá jongud
REVERSE er eiginlega rangnefni, það er það sama og "high pinion".
Í svoleiðis drifi liggur pinjóninn hærra í keisingunni og tekur "réttar" á tönnunum ef um er að ræða framhásingu.
Svona drif notar EKKI sömu pinjóna og kamba og "low pinion" keising.
"low pinion" er með pinjóninn neðan við miðju í keisingunni, og tekur "réttar" á tönnunum miðað við afturhásingu.
Hásing með "high pinion" er sterkari en "low pinion" ef hún er notuð að framan.
"King Pin" hásing er með legum í stað spindilkúlna á liðhúsinu.
Það skiptir svolitlu máli undan hverju hásingin kemur, já.
En flestir sem eru að smíða hásingu fyrir 44-tommu dekk og stærra, breyta þeim töluvert. Og margir sérsmíða eða sérpanta sér hásingu.
Dana 60 undan M715 hertrukk er t.d. ekkert mikið sterkari en vel byggð Dana 44.
Nokkrir árgangar af Dana 60 undir RAM voru með svokallað "vacuum disconnect" á langa öxlinum sem veikir hann.
Góðar Dana 60 hásingarnar eru t.d. "high pinion" undan Ford f250 og f350 áður en farið var að nota samsettar hjólalegur (unit bearing).
Re: Hásingar
Posted: 15.aug 2014, 19:32
frá Óttar
Takk fyrir gott svar :) En er lítið mál að fá hlutföll í hvort maður er með low eða high pinion?
Re: Hásingar
Posted: 16.aug 2014, 09:21
frá jongud
Óttar wrote:Takk fyrir gott svar :) En er lítið mál að fá hlutföll í hvort maður er með low eða high pinion?
Það eru flest allir sem smíða hlutföll að framleiða fyrir bæði háa- og lága-pinjóninn á Dana 60. Og alveg upp í 5.38 hlutfall.
Stundum eru hlutföllin fyrir háa pinjónin þetta 10-15% dýrari, en í staðin er maður að fá 40% meiri styrk í framhásinguna.
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 14:28
frá Brjotur
það er best að henda inn einni spurningu her :) ef eg nota dana 60 afturhasingu sem framhasingu þ.e. smiða a hana nafstuta og sny henni öfugt þ.e. að hun verði með pinion ofar og þa snyst drifið afturabak , skiftir það einhverju mali ? er hægt að gera þetta svona ? :)
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 14:32
frá Ýktur
Já þetta svínvirkar ef þú snýrð afturhásingunni á hvolf líka :) Þá ertu með 5 gíra afturábak og 1 áfram, nema þú snúir vélinni líka þannig að framendinn á henni vísi aftur ;)
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 14:41
frá Ýktur
Annars að efni þráðarins... þá viltu fá rör undan Ford með yfirliggjandi pinjón og síðan allt fyrir utan innri liðhús úr Chevrolet/Dodge eldri en ca. 90 árg., þá ertu með 16mm lengra á milli hjólalega en í Ford dótinu.
Varðandi mun á King-Pin og spindilkúluhásingum þá eru skiptar skoðanir um þetta. Kaninn vill bara King-Pin en menn hafa verið hrifnari af spindilkúlum hér á landi. Gallinn við King-Pin og stór og þung dekk er að þegar bíllinn lyftir hjólum þá pressast gormurinn ofan á liðhúsinu saman og þetta dinglar allt laust þangað til bíllinn lendir. Þetta er hægt að leysa með því að setja stilliskrúfu í staðinn fyrir gorminn.
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 15:33
frá Brjotur
Yktur ef eg spyr i alvöru Þa langar mig i alvöru svar ekki utursnuning ok ?
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 17:14
frá jongud
Brjotur wrote:Yktur ef eg spyr i alvöru Þa langar mig i alvöru svar ekki utursnuning ok ?
Hann Bjarni (Ýktur) svaraði þessu alveg hárrétt, ef þú snýrð mismunadrifkúlunni á hvolf snýst allt öfugt og þú færð 5 gíra afturábak og einn áfram.
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 17:49
frá cameldýr
jongud wrote:Brjotur wrote:Yktur ef eg spyr i alvöru Þa langar mig i alvöru svar ekki utursnuning ok ?
Hann Bjarni (Ýktur) svaraði þessu alveg hárrétt, ef þú snýrð mismunadrifkúlunni á hvolf snýst allt öfugt og þú færð 5 gíra afturábak og einn áfram.
En ef maður tekur afturhásingu og setur að framan, drifsköftin snúast í sömu átt, þannig að hún ætti þá að bakka á móti afturhásinguni, ef maður veltir henni þannig að pinnjónnin er upp þá er hann komin hinumegin á kambinn, ætti hún þá ekki að fara í sömu átt og afturhásingin?
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 18:35
frá Ýktur
Brjotur wrote:Yktur ef eg spyr i alvöru Þa langar mig i alvöru svar ekki utursnuning ok ?
Engir útursnúningar, ef þú snýrð afturdrifi á hvolf að framan þá vill það fara afturábak meðan afturhásingin vill fara áfram og öfugt. Alveg eins og myndi gerast ef þú snérir framhásingu á hvolf. Ein leið til að leysa þetta er að nota millikassa úr G-Bens, þeir snúa framskaftinu í öfuga átt miðað við vélarsnúning.
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 18:43
frá Brjotur
þið verðið að fyrirgefa en eg er svo vitlaus , en mer finnst nu að girar komi þessu dæmi ekki við ? það sem eg er að meina er að snua hasingunni a hvolf og ja eg veit að þa snyst drifið afturabak, en girarnir eru i girkassanum og þeir munu allir fimm snua draslinu afram ' ekki rett ? drifið snyst bara i hina attian miðað við að vera að aftan ? eða þannig skil eg þetta . ???
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 19:20
frá jongud
Brjotur wrote:þið verðið að fyrirgefa en eg er svo vitlaus , en mer finnst nu að girar komi þessu dæmi ekki við ? það sem eg er að meina er að snua hasingunni a hvolf og ja eg veit að þa snyst drifið afturabak, en girarnir eru i girkassanum og þeir munu allir fimm snua draslinu afram ' ekki rett ? drifið snyst bara i hina attian miðað við að vera að aftan ? eða þannig skil eg þetta . ???
Nei-
Þú ert að setja kambinn "hinum megin" við pinjóninn ef þú hvolfir hásingunni.
Finndu þér tannhjól úr nálægum LEGO kassa og prófaðu, ég fattaði þetta þannig þegar ég var ca. 15 ára. Einnig fann ég út hvernig mismunadrif virkar :)
Re: Hásingar
Posted: 20.aug 2014, 20:03
frá Brjotur
ja ok Lego var ekki til heima :) hehe eg finn ut ur þessu takk strakar
Re: Hásingar
Posted: 21.aug 2014, 15:07
frá BragiGG
jongud wrote:REVERSE er eiginlega rangnefni, það er það sama og "high pinion".
Í svoleiðis drifi liggur pinjóninn hærra í keisingunni og tekur "réttar" á tönnunum ef um er að ræða framhásingu.
Svona drif notar EKKI sömu pinjóna og kamba og "low pinion" keising.
"low pinion" er með pinjóninn neðan við miðju í keisingunni, og tekur "réttar" á tönnunum miðað við afturhásingu.
Hásing með "high pinion" er sterkari en "low pinion" ef hún er notuð að framan.
"King Pin" hásing er með legum í stað spindilkúlna á liðhúsinu.
Það skiptir svolitlu máli undan hverju hásingin kemur, já.
En flestir sem eru að smíða hásingu fyrir 44-tommu dekk og stærra, breyta þeim töluvert. Og margir sérsmíða eða sérpanta sér hásingu.
Dana 60 undan M715 hertrukk er t.d. ekkert mikið sterkari en vel byggð Dana 44.
Nokkrir árgangar af Dana 60 undir RAM voru með svokallað "vacuum disconnect" á langa öxlinum sem veikir hann.
Góðar Dana 60 hásingarnar eru t.d. "high pinion" undan Ford f250 og f350 áður en farið var að nota samsettar hjólalegur (unit bearing).
reverse er ekki rangnefni, tennurnar á kambinum og pinioninum snúa í "öfuga átt" miðað við hefðbundið afturdrif...
og ef þú setur afturdrif að framan þá er það í raun alltaf að bakka þegar þú keyrir áfram...
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 08:11
frá jongud
[quote="BragiGG]
reverse er ekki rangnefni, tennurnar á kambinum og pinioninum snúa í "öfuga átt" miðað við hefðbundið afturdrif...
og ef þú setur afturdrif að framan þá er það í raun alltaf að bakka þegar þú keyrir áfram...[/quote]
Þá væru allar framhásingar "reverse"...
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 08:53
frá ellisnorra
jongud wrote:[quote="BragiGG]
reverse er ekki rangnefni, tennurnar á kambinum og pinioninum snúa í "öfuga átt" miðað við hefðbundið afturdrif...
og ef þú setur afturdrif að framan þá er það í raun alltaf að bakka þegar þú keyrir áfram...[/quote]
Þá væru allar framhásingar "reverse"...[/quote]
Þetta snýst um að á reverse hásingum er pinjónninn ofar, hann kemur á allt öðrum stað á kambinn og þessvegna er allt annar skurður bæði á kamb og pinjón.

Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 08:55
frá ellisnorra
Svo rakst ég á auglýsingu á facebook.
hef til sölu dana 60 fram hásingu með 4,10 drifi og yfirligjandi pinjon fæst á 250.þ s 770 4529 og einnig til 60 aftur hásing
Þessi fjandi kostar alveg. Veit ekki hversu raunhæfur þessi verðmiði er reyndar, það fer eftir eftirspurninni væntanlega.
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 12:37
frá jongud
Nú orðið telst maður heppin ef maður nær í dana 60 á minna en 150 þúsund, og þá vantar oft á hana.
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 16:48
frá BragiGG
Ok, skal þá fara betur yfir þetta.. Tennurnar á kambinum hafa tvær hliðar, annars vegar drive side sem er sú hlið sem þú keyrir á þegar þú ferð áfram og er semsagt sterkari hliðin, síðan er það coast hliðin sem þú bakkar á en hún er ekki alveg eins sterk... Síðan þegar þú tekur þetta drif og setur það að framan hjá þér þá snýst þetta við, semsagt keyrir á coast hliðinni og bakkar á drive hliðinni, þannig drifið er í raun að snúast afturábak þegar þú keyrir áfram, sem gerir drifið veikara fyrir átaki áfram, en sterkara afturábak. Til að laga þetta er hægt að snúa tönnunum öfugt (reverse) og gera coast að drive og drive að coast en til að láta það ganga þarf að staðsetja pinionin hinumegin við miðju á kambinum, þessvegna er pinioninn hærra uppi á reverse drifum.
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 18:36
frá Elmar Þór
brjotur þú getur gert þetta sem þú ert að tala um, það hefur í það minnsta verið gert í torfærubíl.
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 21:24
frá Brjotur
Takk fyrir strakar fullt af svörum :) en kanski erum viðekki að tala alveg um sama malið , eg er nuna buinn að standa yfir hasingunni og pæla og snua og snua , og eg se ekki betur en að drifið snuist afram eftir að eg set hasinguna eins og hun færi beint undir bil , þa snyst draslið afturabak en , ef eg hvolfi svo hasingunni þa snyst hun afram . en ok eg þarf að prufa þetta aðeins betur :)
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 22:23
frá Ýktur
Helgi, fyrst þú ert með hásingu fyrir framan þig snúðu þá pinjóninum réttsælis og athugaðu í hvaða átt dekkin snúast. Settu hana svo á hvolf og snúðu pinjóninum aftur réttsælis og taktu eftir í hvaða átt dekkin snúast. Hugsa að þú sjáir ljósið fljótt þannig ;)
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 22:52
frá Brjotur
Bjarni ef eg eg sny henni ja a hvolf þa snyst hun afturabak , en svo sny eg henni til mots við afturhasinguna þ.e. eins og hun yrði undir að framan og þa se eg ekki betur en hun snuist rett . eg er að tala um að snu a hvolf og setja að framan ekki bara að hvolfa henni . en við skulum ekkert þratta um þetta neitt herna eg skoða þetta bara i rolegheitum :)
Re: Hásingar
Posted: 22.aug 2014, 23:31
frá Ýktur
Ef þú ætlar að nota afturdrif með pinjón niðri að framan þá þarf pinjóninn líka að vera niðri þegar drifið er komið að framan. Að snúa því á hvolf til að fá high pinjón er alveg eins og þú myndir snúa framhásingunni sem er fyrir í bílnum á hvolf.
Re: Hásingar
Posted: 23.aug 2014, 00:16
frá BragiGG
Já, skil núna hvert þú ert að fara með þetta, ef þú setur afturhásingu að framan þá áttu ekki að hvolfa henni... Færð ekki high pinion með að hvolfa afturhásingu, færð bara afturhásingu á hvolfi :)
Bottom line, snúða hásingunum þínum alltaf eins og guð ætlaði þeim að snúa og þá ertu golden.....
Re: Hásingar
Posted: 23.aug 2014, 00:50
frá Brjotur
Hahahaah eg held nu að guð hafi ekki komið nalægt hönnun a bilum eða hasingum :) takk fyrir allt saman herna strakar
Re: Hásingar
Posted: 23.aug 2014, 19:09
frá Óttar
elliofur wrote:Svo rakst ég á auglýsingu á facebook.
hef til sölu dana 60 fram hásingu með 4,10 drifi og yfirligjandi pinjon fæst á 250.þ s 770 4529 og einnig til 60 aftur hásing
Þessi fjandi kostar alveg. Veit ekki hversu raunhæfur þessi verðmiði er reyndar, það fer eftir eftirspurninni væntanlega.
Mér finnst þetta verð alltof hátt :/
Re: Hásingar
Posted: 29.okt 2014, 17:08
frá Óttar
Sælir drengir Önnur pæling, eru allir 30 spline öxlar frá sama framleiðanda eins eða jafnvel milli framleiðanda? hvort sem um ræðir 1970 árgerð eða 2008. Ég er með 12 bolta undan suburban´1979 og ætla að uppfæra hjólalegur sem mér finnst ekki gott system og pælingin að renna ný sæti fyrir stærri legu sem er þá pressuð upp á öxulinn en rúllar ekki eftir honum og skemmir hann eins og gamla legan gerir.
Re: Hásingar
Posted: 29.okt 2014, 18:40
frá jeepcj7
Rillurnar eru ekki alltaf eins á milli framleiðenda en mig minnir að td. dana öxlar gangi ekki svo létt í toyota þarf aðeins að slípa til að gangi en toyota öxull gengur td. í gm 12 bolta.
Það er svo reyndar líka munur þó lítill sé á orginal og eftirmarkaðsöxlum stundum,það var einu sinni smíðuð fyrir mig spool og það var gert eftir orginal 35 rillu öxli og það rann alveg saman en svo voru verslaðir eftirmarkaðs öxlar og þá þurfti að slétta niður förin ofan á rillunum til að þeir kæmust í.
Re: Hásingar
Posted: 29.okt 2014, 19:33
frá Óttar
já okey það væri þá kannski best að fara bara í toyota öxla
Þeir eru reyndar aðeins styttri en gm öxlarnir
Re: Hásingar
Posted: 29.okt 2014, 21:03
frá olei
Ef ég skil þig rétt ertu að velta fyrir þér afturhásingu undir WV Touraeg.
Hásingarhúsin í 12 bolta eru ekkert til að hrópa húrra yfir, þau eru fremur veikbyggð og fjarri því að vera skotheld undir 2 tonna bíla að aftan. Drifið er útbúið til að splitta öxlana og því vanalega bara með 3 millihjólum sem er mun veikara system en 4 millihjóla í t.d ARB lásum. Ástæðan fyrir vinsældum þeirra er að þau taka beint við 30 rílu Toyota öxlum og voru því vinsæl sem uppfærsla í t.d hi-lux að aftan.
Semsagt, ekkert sérstaklega eftirsóknarverð.
Re: Hásingar
Posted: 29.okt 2014, 23:18
frá Óttar
Það er rétt skilið. Ástæðan fyrir að ég valdi 12 bolta var aðeins stærra drif en í dana 44 og svo léttari hásing en dana 60 og 14bolta. En svo hef ég verið að reka mig á vankanntana á henni t.d legubakkarnir fyrir drifið eru frekar grannir og hjólalegurnar eru ekki uppá marga fiskana en ég ætla að styrkja rörið og reyna svo að uppfæra dótið inní henni, bara spurning hvað passar í þetta og að sjálfsögði væri gott að losna við U splittin á öxlana
Re: Hásingar
Posted: 29.okt 2014, 23:50
frá olei
Hvaða búnað ætlar þú að nota að framan, hvaða lengd af hásingu er heppileg?
Re: Hásingar
Posted: 30.okt 2014, 00:23
frá jeepcj7
Það er alltaf spurning hvernig hásingu þú vilt en er ekki einfaldast og líka ódýrast að nota annað hvort Pajero eða Patrol hásingu að aftan stór drif,loft/vacum lásar,diskabremsur,góður legubúnaður slatti til af hlutföllum,algengt,drop out köggull ofl.
Re: Hásingar
Posted: 30.okt 2014, 16:19
frá Óttar
olei wrote:Hvaða búnað ætlar þú að nota að framan, hvaða lengd af hásingu er heppileg?
Ég nota dana 44 undan suburban hún er þá eitthvað rúmlega 1600mm
Re: Hásingar
Posted: 30.okt 2014, 16:34
frá Óttar
jeepcj7 wrote:Það er alltaf spurning hvernig hásingu þú vilt en er ekki einfaldast og líka ódýrast að nota annað hvort Pajero eða Patrol hásingu að aftan stór drif,loft/vacum lásar,diskabremsur,góður legubúnaður slatti til af hlutföllum,algengt,drop out köggull ofl.
Mér leist ágætlega á patrol hásingar en ætla að reyna að halda svipuðu bili milli bremsudiska og patol hásing er 100mm mjórri svo ætla ég að reyna að nota bremsukerfið úr touareg, ég var ekki alveg að tíma að eyða miklum pening í hásingu sem ég hefði ætlað að endursmíða.
En annars er ekkert erfitt að fá drif í patrol og pajero hásingar?
Re: Hásingar
Posted: 30.okt 2014, 19:23
frá jeepcj7
Það er ágætis úrval til af Patrol hlutföllum eins og sést nokkuð breiðar hásingar ca.160-170 cm.
að mig minnir eftir aldri.
GQ 2.8 Diesel = 4.625:1
GQ 3.0 Petrol = 4.11:1
GQ 4.2 Petrol auto = 3.9:1
GQ 4.2 Petrol manual = 4.11:1 or 3.9:1
GQ 4.2 Diesel = 4.11:1
GU 2.8 Diesel = 4.625:1
GU 3.0 Turbo diesel auto = 4.375:1
GU 3.0 Turbo diesel manual= 4.11:1
GU 4.2 Diesel = 4.11:1
GU 4.2 Turbo diesel (wagon) = 3.9:1
GU 4.2 Turbo diesel (ute) = 4.11:1
GU 4.5 Petrol = 4.11:1
GU 4.8 Petrol manual = 4.375:1
GU 4.8 Petrol auto = 3.54:1
HG41 = 4.11:1 - H233 Front & Rear
HH41 = 4.11:1 - H233 Front & H260 Rear
Svo er eða hefur verið hægt að fá eftir markaðs hlutföll:
4.88:1
5.13:1
5.42:1
Svo er Pajero með ýmis hlutföll líka en frekar mjóar hásingar ca.150 cm ef ég man rétt.
Gen 1
2.3TD = 4.875, 5.29
2.6 / 2.5TD = 4.625, 4.875
2.5TDI = 4.625, 4.875
3.0 V6 = 4.625, 4.875
Gen 2
2.6 = 4.875
2.5TD & 2.5TDI = 4.875, 5.29
3.0 V6 = 4.625, 4.875
2.8D = 4.875
2.8TDI = 4.90
3.5 DOHC V6 = 4.636
Svo minnir mig að L200 eftir 2007 sé með 4.10:1
Og einhver staðar sá ég á netinu talað um að hægt sé að fá 5.86:1 í pajero aftur drif allavega.
Re: Hásingar
Posted: 30.okt 2014, 22:50
frá Óttar
Þetta er góður option takk fyrir þetta :)
Re: Hásingar
Posted: 30.okt 2014, 23:01
frá Kiddi
Óttar wrote:olei wrote:Hvaða búnað ætlar þú að nota að framan, hvaða lengd af hásingu er heppileg?
Ég nota dana 44 undan suburban hún er þá eitthvað rúmlega 1600mm
Sú tala stemmir ekki við þær Dana 44 Suburban hásingar sem ég hef átt sem voru 172cm á milli felguplana...