Síða 1 af 1
Sniðug nýjung
Posted: 14.aug 2014, 17:57
frá jongud
Jant's engineering var að koma með nýja vöru;
http://www.jantz4x4.com/jantz.php?p=detail&pro=wbaEf þetta virkar þá er þetta stórsnjallt.
Hann tekur sama pól í hæðina og þegar menn eru að losna við krumphólkana á milli pinjónslega. Útbýr samanskrúfaða hólka sem eru með stillanlega þykkt. Og þá eru notaðar skífur til að stilla þykktina.
Re: Sniðug nýjung
Posted: 14.aug 2014, 23:43
frá grimur
Þetta er bara alls ekki svo galið.
Stilla inn með olíu í stað feiti til að ná þessu alveg akkúrat, pakka svo með feiti og herða í drasl. Eina sem ég sé mögulega sem neikvætt er ef það er smá planskekkja í svona hólk, þá fær legan alveg að finna fyrir þvi.
Re: Sniðug nýjung
Posted: 15.aug 2014, 09:32
frá Polarbear
það er annað sem maður græðir á því að nota svona millilegg og það er að það er ekki fræðilegur séns að legan snúist á hjólnafinu og rústi stútnum. hún er bara pinnuð föst.
Re: Sniðug nýjung
Posted: 15.aug 2014, 09:40
frá jongud
Polarbear wrote:það er annað sem maður græðir á því að nota svona millilegg og það er að það er ekki fræðilegur séns að legan snúist á hjólnafinu og rústi stútnum. hún er bara pinnuð föst.
Góður punktur...
Re: Sniðug nýjung
Posted: 15.aug 2014, 16:28
frá grimur
...og það er einmitt ástæðan fyrir svona krumphólk á pinjón, þar er svo lítið hliðarálag að það er ekki hægt að reiða sig á að legan sitji á pinjóninum.
Í hjólnafi er mestmegnis hliðarálag sem fær leguna til að liggja á nástútnum og snýst því jafnan ekki á honum.....en getur það samt og gerir það í slæmu tilfelli með tilheyrandi skemmdum á nástút.
Mig grunar að svona samanhert útfærsla sé líka sterkari, þar sem stúturinn er spenntur beinn með hólknum.
kv
G
Re: Sniðug nýjung
Posted: 15.aug 2014, 17:26
frá svarti sambo
Lega byrjar yfirleitt ekki að snúast á öxli, nema út af drullu sem lendir á milli, tæringarpollum vegna rakamyndunar og ofherslu sem eyðir rýmdinni fyrir hitaþennslu. Hef séð legu snúast á öxli, þó svo að hún hafi verið hert saman, vegna þess að ytri baninn var vitlaust shimmaður inn og legan hafði ekki þá rýmd sem hún þurfti fyrir hitaþennslu.
Vissulega er þetta sniðugt, en verður ekki bara erfiðara að koma feitinni fyrir, og minnkar ekki magnið svolítið við þetta, þar sem að feitin er líka kæling fyrir leguna, nema að maður geti notað gírolíu til að smyrja leguna.
Re: Sniðug nýjung
Posted: 31.aug 2014, 09:42
frá Óli ágúst
þetta er nú ekkert nýtt Land Rover Defender kom með þetta ca 2001 og hef ég lent í talsverðum vandræðum með þetta og er búin að henda þessum hólkum úr og eftir það eru ekki vandræði með hjólalegurnar.
Re: Sniðug nýjung
Posted: 31.aug 2014, 10:24
frá jongud
Óli ágúst wrote:þetta er nú ekkert nýtt Land Rover Defender kom með þetta ca 2001 og hef ég lent í talsverðum vandræðum með þetta og er búin að henda þessum hólkum úr og eftir það eru ekki vandræði með hjólalegurnar.
Er hægt að stilla þykktina á hólkunum í Defender?
Re: Sniðug nýjung
Posted: 31.aug 2014, 12:19
frá Óli ágúst
já