Síða 1 af 1
læsing í afturdríf. LC90
Posted: 12.aug 2014, 09:33
frá LJ70
Er með 90 Cruiser með bilaða læsingu sem hefur reyndar nánast aldrei verið í lagi eins og tíðskast á þessum bílum. Eru einhver góð ráð til að setja læsingu sem virkar ? Bíllinn er óbreytur.
Re: læsing í afturdríf. LC90
Posted: 12.aug 2014, 12:17
frá jongud
Margir hafa rifið rafmagnsdraslið í burtu og sett lofttjakk, það eru einhverjir þræðir til um það hér á spjallinu.
Re: læsing í afturdríf. LC90
Posted: 13.aug 2014, 00:28
frá grimur
Á til lofttjakka sem gætu hentað í svona mixerí, fæst fyrir innistæðu í skranbíttisjóðnum; -)
Þarf einmitt að græja svona í minn. Algjört hallæri að vera með óvirka læsingu af ágætis gerð þó að götubíll sé, þeim mun líklegra einmitt að þurfa á þessu að halda. Besti parturinn er að þetta neyðir mann til að koma þrýstilofti fyrir í bílnum, sem kemur sér ótrúlega oft vel þó að maður sé í byggð...