Síða 1 af 1

Dana 44 HD

Posted: 28.nóv 2010, 23:24
frá hrappatappi
Sælir félagar.
Ég var að gramsa í haugamat hjá félaga mínum og áskotnaðist Dana 44 HD framhásing undan subba, sennilega 84 model.
Ég veit nú eitt og annað um Dana 44 en Dana 44 HD hef ég nú heyrt minna af. Hvernig er það, er hægt að nota sama kamb og pinjon af Dana 44 í þessa.
í hverju felst munurinn?
A.t.h ég er ekki að fara að nota hana í neitt sérstakt, þetta er bara pælig, endilega ausið úr viskubrunni ykkar.

K.v. Hjalti Kr. Melsted

Re: Dana 44 HD

Posted: 29.nóv 2010, 00:39
frá Stebbi
Veit ekki til þess að það sé til nein 44-HD framhásing, það er til D44-HD afturhásing og hún er með álmiðju og finnst undir Grand Cherokee hérna heima.

Re: Dana 44 HD

Posted: 29.nóv 2010, 18:06
frá hrappatappi
Ok. þá er þetta sennilega bara venjuleg D44.
ég var einmitt að reyna googla þetta og varð lítið ágengt.

Re: Dana 44 HD

Posted: 29.nóv 2010, 18:09
frá hrappatappi

Re: Dana 44 HD

Posted: 29.nóv 2010, 18:15
frá juddi
Þær eru til með mis þykkum rörum svo er spurning hvort þetta sé GM 10 bolta hásing

Re: Dana 44 HD

Posted: 29.nóv 2010, 21:57
frá Stebbi
juddi wrote:Þær eru til með mis þykkum rörum svo er spurning hvort þetta sé GM 10 bolta hásing


Það ætti að sjást á lokinu, það er hringlaga á GM.

Re: Dana 44 HD

Posted: 29.nóv 2010, 22:51
frá ellisnorra
Margir sem vita þetta, sumir sem vita þetta ekki
Image
Image

10bolti
Image

Re: Dana 44 HD

Posted: 30.nóv 2010, 09:19
frá Þorri
chevy hætti að vera með dana 44 sjötíu og eitthvað og kom eftir það með 10 bolta GM.

Re: Dana 44 HD

Posted: 30.nóv 2010, 15:22
frá jeepcj7
Dana 44 med 8 bolta nofum er kollud heavy duty oft tykkara ror i henni og miklu staerri legur ut i hjol sama drif aftur a moti.

Re: Dana 44 HD

Posted: 02.des 2010, 15:22
frá Dodge
Svo er náttúrulega líka munur á gömlum bronco rörum og öðrum, í þeim eru veikari öxlar með minni krossum en í öðrum D44 hásingum