Jeppavæðing fellihýsis

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 06.aug 2014, 14:35

Eins og kom fram á fyrri þræði er ég búinn að vera að leita mér að fellihýsi til að ferðast um hálendið á. Eftir mörg góð ráð og pælingar komst ég að þeirri niðurstöðu að kaupa venjulegt fellihýsi og breyta því.

Fyrir valinu varð Rockwood Freedom 1910 2009 árg þar sem það var komið með galvaniseraða grind. Ætla að hefja vinnu við breytingar eftir c.a. 2. vikur og leyfi ykkur að fylgjast með í myndum. Ekki beint jeppabreyting, en er líkur hlutur.
Hugmyndirnar eru ekki ennþá fastmótaðar og ábendingar og athugasemdir mjög vel þegnar.

Þá að hugmyndum um breytingar en ég hef flakkað alveg rosalega öfganna á milli og get ekki sagt að ég sé búinn að ná lendingu.
Annar öfginn er að bolta stífubracket neðan á grind og setja lofpúða. Engar aðrar breytingar á undirvagni. Veit um marga svona vagna og hafa þeir reynst ágætlega en enginn sérstök reynsla af þeim á hálendi.
Hinn öfginn er að smíða grind undir allan vagninn og festa fjöðrunarbúnað þar í. Þannig getur vagninn meiraaðsegja borið Guðna. Millileiðin væri að styrkja bara beislið og aðeins undir vagninn eða að fara með styrkinguna alveg aftur að fjöðrunarfestingum.
Ástæðan fyrir þessu eru áhyggjur mínar af hreyfingum, annarsvegar á mótum beislis og grindar og hinsvegar sveigja á öllum vagninum, en þetta er ekki sterkustu ferðavagnar í heimi. Er ekki einhver kerrusérfræðingurinn sem getur sannfært mig af eða á með þessa styrkingu. Hún kostar mig jú c.a. 100kg sem er 10% þyngdaraukning.

20140806_142040.jpg
Fyrir breytingu
20140806_142040.jpg (105.75 KiB) Viewed 14480 times

Svona er það fyrir breytingu með smá innskotum hugmyndum mínum til útskýringa.

Þegar búið er að hafa áhyggjur af fjöðrun og grind snýst hugurinn að því sem snýr að hjólabúnaði en þar óttast ég að hann sé ekki nægjanlega hraustur fyrir íslenskt þvottabretti og ég hef fullan hug á að setja c.a. 33“ dekk undir svo hægt verði að ná einhverri mýkt út í gegnum dekkin. Eru einhverjar góðar afturhásingar með fljótandi öxlum sem hægt væri að nota í þetta og ef svo er, hvernig væri ráð að breyta bremsubúnaði frá barka yfir í vökva? Er kannski bara best að fara í stál og stansa og kaupa tilbúinn sveran öxul á slatta af pening? Amk eru mestu áhyggjunar mínar hvernig er best að sameina strekan hjólabúnað með bremsum ásamt því að nota þrýstibremsur úr beislinu áfram.

Síðasta áhyggjuefnið mitt er svo ryk, en af nægu slíku er að taka í íslenskri náttúru. Að sjálfsögðu mun ég ganga á vagninn með kíttistúpu og loka þeim götum sem ég finn, en rykið finnur sér alltaf leið. Fyrsta hugmynd sem mér datt í hug var að útbúa „miðstöð“ sem blæs inn í vagninn í gegnum síu til að skapa yfirþrýsting en þá veit ég ekki alveg hvar er best að staðsetja slíka síu.

Eru þessar hugmyndir að fara að leiða mig til glötunar eða ætli þetta sé gagnlegt?

Ívar




villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá villi58 » 06.aug 2014, 15:08

Ekki þekki ég svona fellihýsi en hef dregið tjaldvagn um hálendið, mín skoðun er að í öllum tilfellum þarf að styrkja og breyta fjöðrun til að þola vegina okkar.
Ég mundi huga vel að grindinni því hún þarf að vera verulega burðarmikil og loftpúða mundi ég nota þar sem þú ættir að fá mjúka fjöðrun, svo kostur að geta dælt í púðana og hækkað þegar farið er yfir ár.
Ótal sögur um fólk sem hefur fengið vagna þversum í ám og svo bleitt hraustlega í innvolsinu, best að lenda ekki í svoleiðis atviki, svolítið pirrandi ef allt er blautt þegar á að fara sofa.
Svo má alveg taka fram að fellihýsi er smíðað eingöngu fyrir malbik, líst vel á að setja 33" undir.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá snöfli » 06.aug 2014, 15:52

Þetta er tricky. Of hraust undir og hluföll fjaðrandi og kyrrs massa verða óhagstæð.
Of veikt og draslið þolir þetta ekki.
Veit ekki hvað þessi gerði rangt: http://bilauppbod.is/auction/view/16315 ... ofa-bed-dl

Mundi fara í enfalt eins og 3 stýfur, framnöf, gorma, álfelgur og rétta dempara (frekar undirdempað en yfir)

l.


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá peturin » 06.aug 2014, 16:07

er þessi ekki til í jeppa útfærslu sem 191 ???


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá villi58 » 06.aug 2014, 16:16

Ég held að loftpúðar séu málið fyrir þig, að geta hækkað og lækkað er kostur sem tekur öllu fram.
Geta stillt hæð í venjulegum akstri og svo eftir aðstæðum, ekkert sem tekur því fram í fjöðrunarbúnaði undir svona ferðagræju. Mín skoðun eftir að hafa séð margar útfærslur og hristir ekki allt í sundur á malarvegunum.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 06.aug 2014, 17:09

peturin wrote:er þessi ekki til í jeppa útfærslu sem 191 ???

Jú, en eini munurinn (að ég get séð) er sverari grind sem ég væri þá að borga 500þ meira fyrir og ætti samt eftir að græja loftpúða :)

Eitt er svo til víst að það fara loftpúðar undir. Þarf mikla sanfæringu um annað. Ætlaði fyrst að setja gorma til að hafa þetta einfaldara en ég er hvort sem er með loftpúða í bílnum og púðarnir eru sennilega mýkri uppá hristing. Auk þess bjóða þeir uppá að stilla og lækka húsið þegar komið er á áningarstað.

Varðandi stífur þá smíðuðum við Freyr vinur minn kerru með A link þar sem stífurnar voru soðnar við hásingarrörið. Því var bara ein fóðring og samt mjög lipur fjöðrun. Hugsa að það system fari aftur undir.

Varðandi hásingarmál er ég mest í brasi með bremsumál. Þ.e. að breyta frá vökvabremsum í barka eða þrýstibremsunum í vökvakerfi. Gæti kannski látið þær bara stíga á bremspedala :) (þarf samt að passa að það sé hægt að bakka með húsið)


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 06.aug 2014, 17:11

snöfli wrote:Veit ekki hvað þessi gerði rangt: http://bilauppbod.is/auction/view/16315 ... ofa-bed-dl


Þetta er svoldið broslegt og væri gaman að fá söguna á bakvið. Eru ekki slitnir felguboltar báðu megin? og þá eh sem hefur gerst í einu?

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá Polarbear » 06.aug 2014, 19:11

Klassísk mistök eru að styrkja allt nema hjólabúnaðinn sjálfan. Ég myndi fara útí sterkari hjólnöf ef þú ert að þessu á annað borð, reyna að setja sama hjóla/felgubúnað og er undir bílnum sem dregur ef það er nokkur kostur, þá þarftu bara eitt varadekk (Svona í flestum tilfellum ef þú ert með þannig á annað borð) t.d.

Jafnvel þótt það kosti það að þú þarft að kaupa vökvabremsubeisli og fokka almennt í bremsukerfinu.

Ég er með 60 krúser hjólnöf undir hjólhýsinu mínu og það er ekkert að gefa sig held ég :)

það er alltof algengt að menn keyri 35 tommu plús breytta bíla á blússandi ferð á malarvegum með hjólbörudekkjaða aftanívagna og skilja svo ekkert í því að draslið hristist í sundur á korteri.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá sukkaturbo » 06.aug 2014, 19:32

Sælir félagar ég er með þá hugmynd að kaupa sér tveggja öxla flatvagn í málum sem passa undir fellihýsið eða smíða hann. Henda hjóla ruslinu og beislinu undan fellihýsinu og bolta sjálft fellihýsið á vagninn eða út búa hraðfestingar fyrir það á vaginn þegar þarf að nota fellihýsið og nota svo kerruna þess á milli undir hjól og snjósleða eða nesti.Nú ef manni langar á fjöll með fellihýsið að vetri þá að útbúa skíði eins og er undir flugvélum úr áli göt fyrir hjólinn svo þau standi aðeins niður úr skíðunum svo bæði sé hægt að draga það á malbiki og snjó og skella sér svo á fjöll.Einfalt og gott nota einn loftpuða hvorumegin á milli hásingana sem væru á velti öxli. Síðan er hægt hífa og slaka alveg niður undir götu og bara gaman einfalt og ódýrt.Hafa möguleika á 38" með úrhleypibúnaði. kveðja Guðni


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 06.aug 2014, 19:54

Polarbear wrote:Jafnvel þótt það kosti það að þú þarft að kaupa vökvabremsubeisli og fokka almennt í bremsukerfinu.
það er alltof algengt að menn keyri 35 tommu plús breytta bíla á blússandi ferð á malarvegum með hjólbörudekkjaða aftanívagna og skilja svo ekkert í því að draslið hristist í sundur á korteri.


Já, ég var ekki búinn að hugsa út í það... Auðvita eru til glussa þrýstibremsur :) Sennilega verður það lausnin og nota þá bara einhver hentug nöf.
Hvað kostaði kerrutengið þitt (gerandi ráð fyrir að það sé fyrir glussa)

Varðandi það að nota samskonar búnað og er í bílnum er það helst til stórt. Er með 10.5" ford afturhásingu svo ég óttast að það verði of öflugar bremsur fyrir vagninn. Vil ekki að hjólin séu að læsast í tíma og ótíma.

Er ekki einhver lesandinn sem á hráefni í hjólabúnað og vill selja á góðu verði? Myndi helst vilja 6 gata deilinguna því það er til svo mikið af felgum og dóti fyrir það.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá Polarbear » 06.aug 2014, 20:17

ég notaði framhjólnöf og nafstúta af 70 krúser, ekki 60 (en það er sama dótið more or less).. við þetta nota ég svo Mazda 626 bremsudælur (þær passa uppá ókælda diska) með handbremsubúnaði og vökvabremsubeisli sem ég keypti í stáli og stönsum. mígvirkar og er sterkt. öxullinn er heildregið 6mm efnisrör, lílkega 60 mm frekar en 50... :) sauð á það platta og boltaði nafið á hann.

dælurnar keypti ég á ebay, svipaðar og þessar: http://www.ebay.com/itm/Disc-Brake-Caliper-Premium-Semi-Loaded-Caliper-Rear-Left-fits-98-02-Mazda-626-/141369273264?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&fits=Make%3AMazda|Model%3A626&hash=item20ea43ebb0&vxp=mtr


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá olei » 06.aug 2014, 20:30

Skiptir einhverju máli þó að þessi græja þyngist um 100 kg við grindarstyrkinguna?


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 06.aug 2014, 21:45

olei wrote:Skiptir einhverju máli þó að þessi græja þyngist um 100 kg við grindarstyrkinguna?


Það er ekkert aðal málið, en maður er fljótt búinn að þyngja um mörg hundruð kíló áður en langt er komið.
100kg í grind, 50kg í öflugri hjólabúnað, 50 kg í sverari dekk svo þarf ég amk 2 ef ekki fleiri rafgeyma til að endast einsemd á fjöllum. Það viktar eh. Um borð eru 100L af vatni o.s.fv o.s.fv.


Annars eins og ég nefndi í byrjun er ég ekkert 100% hvernig best er að gera þetta.
Auðveldast og ódýrast er að setja bara A stífu á núverndi hásingu og loftpúða með. Engar styrkingar eða bremsubreytingar. 33" dekk með felgumiðju í miðju og nota úrhleypt á möl. Setur varla meira álag á grind en núverandi útfærsla??? Kannski bara rugl að styrkja þetta allt í drep?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá Stebbi » 06.aug 2014, 21:52

ivar wrote:Síðasta áhyggjuefnið mitt er svo ryk, en af nægu slíku er að taka í íslenskri náttúru. Að sjálfsögðu mun ég ganga á vagninn með kíttistúpu og loka þeim götum sem ég finn, en rykið finnur sér alltaf leið. Fyrsta hugmynd sem mér datt í hug var að útbúa „miðstöð“ sem blæs inn í vagninn í gegnum síu til að skapa yfirþrýsting en þá veit ég ekki alveg hvar er best að staðsetja slíka síu.


Gætir fundið þér einfaldan blásara með einhverju coveri eða húsi og fest hann í toppinn með síuna uppúr toppnum, þá mætti nýta það til að koma hreyrfingu á loftið á bestu sumardögunum. Gætir græjað það með 12v tölvuviftu eða fundið eitthvað á aliexpress sem mætti modda í þetta.

Þú ættir að skoða það að styrkja undir hurðargatið líka, hef séð fullt af húsum sem gliðna þar eftir nokkur ár á malarvegum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ellisnorra » 06.aug 2014, 22:33

Þetta er athyglisverð umræða. Ég er einmitt með sama höfuðverkinn, er með bílakerru sem flexitora sem ruslatunnunni finnast góðir á bragðið. Er búinn að vera að spekulera í vökvabremsum fyrir það í einhverri útfærslu, ekki kominn lengra.
Einnig finnst mér fyrri hlutinn af hugmyndinni hans Guðna nokkuð góð, smíða aðra kerru undir sem hægt er að nota í aðra vinnu, kannski er það samt til að flækja málin.
A stýfu systemið er líka alveg frábært eins og marg oft hefur verið rætt um hér, þe þessi með einni fóðringu og soðið við öxulinn. 33" dekk og loftpúðar, þá ertu kominn með ofboðslega mikinn mun á föðrun og kannski ekki þörf á öfga breytingu á burðarvirki, en það er samt pottþétt mjög gott að leggja 50x80x3-4 prófíl endilangt undir það þar sem loftpúðarnir halda undir, nokkurnskonar réttskeiðar. Hægt er að bolta þá undir og þá eyðilegguru ekki galvaninseringuna á því sem fyrir er.

Fylgist spenntur með.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá snöfli » 06.aug 2014, 22:49

Undir þessu A hýsi leit það út eins og berandi öxlar báðir brotnir.

Held að framnöf undan Patta, Toy eða amerísku væri málið.

l.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá grimur » 07.aug 2014, 00:10

Sæmilega öflugur öxull þarf ekki að vera svo þungur. Það er held ég engin þörf á neinni öfga efnisþykkt, frekar gera þetta með ca 70mm röri með 3mm efnisþykkt, það er svipað og Hilux afturhásing.
Það er líka mjög skynsamlegt að gera grindarstyrkingu, útaf þessu hurðarveseni. Prófilar endilangt undir það sem fyrir er er alls ekki galið. Að smíða nýja grind er líka hægt en kostar möndl við að sauma hýsið á upp á nýtt. Þetta er gjarna sett á með borskrúfum ofanfrá. Ég endurbyggði fellihýsi í sumar og boltaði það á grindina með borðaboltum til að gera auðveldara að setja nýja grind ef mér fellur vel við hýsið eftir allt saman. Ný grind yrði gerð úr 40x40x4mm efnisprófíl og smíðuð líkt og röragrind til að fá styrk á réttum stöðum. Orginal er þetta hálfgert húmbúkk(Palomino). Ber þess merki að það sé verið að spara mikið til og ekki endilega létt miðað við styrk.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 07.aug 2014, 07:38

Elli:
Ég hafði einmitt séð fyrir mér 50x80-110 3-3,5mm þykkt. Ætla svo að bolta það undir gömlu grindina, en áður en það er gert yrði nýja grindin galvaniseruð.

Stebbi:
Þessi sögusögn með hurðagatið fær mig alveg inná þá línu að styrkja húsið. Man einmitt þegar ég les þetta að hafa opnað húsið án burðarfóta niðri og þá glenntist hurðargatið um 0,5-1 cm sem fékk mig til að spá í grind undir vagninn.

Varðandi viftu á þakið þá er það ekki svo galin hugmynd, sérstaklega þar sem slík vifta er til staðar nú þegar. Held að vísu að hún blási út en ekki inn, en það mætti örugglega eiga við það. Þá vantar bara síu þar ofaná og málið dautt. Þetta væri mun einfaldari lausn en ég var búinn að hugsa en ég lét mér detta í hug að útbúa á ferðahurðina eh búnað sem væri sía og vifta með sígarettutengi sem færi í samband eftir óskum.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 07.aug 2014, 07:44

Ein enn vangavelta í sambandi við bremsurnar. Ef ég nota bremsudælur sem hafa handbremsubarka er þá eh vit í að nota barkabremsurnar áfram á handbremsuunitið?

Svo er annað sem ég hef verið að hugsa og það er þyngd á beisli.
Veit að þyngdin má ekki vera neikvæð (eðlilega) en er eitthvað uppúr því aðhafa að auka þyngdina á beislið? Sé að sum fellihýsi hafa jafnvel mörg hundruð kílóa álag á kúlu.


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá Sæfinnur » 07.aug 2014, 12:33

ivar wrote:Ein enn vangavelta í sambandi við bremsurnar. Ef ég nota bremsudælur sem hafa handbremsubarka er þá eh vit í að nota barkabremsurnar áfram á handbremsuunitið?

Svo er annað sem ég hef verið að hugsa og það er þyngd á beisli.
Veit að þyngdin má ekki vera neikvæð (eðlilega) en er eitthvað uppúr því aðhafa að auka þyngdina á beislið? Sé að sum fellihýsi hafa jafnvel mörg hundruð kílóa álag á kúlu.

Fræðin segja að "tongue weight" egi að vera 9 - 15% af þyngd vagnsins til að fá stöðugasta og besta dráttinn. Sjá http://auto.howstuffworks.com/auto-part ... eight1.htm


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 11.aug 2014, 08:07

Jæja, þá er komið að því að útvega íhluti í hásinguna. Ég er að verða búinn að ákveða mig að vilja fá afturhásingu úr jeppa með fljótandi öxlum og skálabremsum. Auglýsi hér með eftir slíkum búnaði, helst í góðu standi.
Amerískar afturhásingar og t.d. 60 cruser gætu komið til greina. Gatadeiling, hlutföll og lásar skipta eðlilega engu máli.

Vantar líka dempara og loftpúða ef einhver á slíkt í góðu standi en annars kaupi ég það nýtt.

Á næstu vikum mun ég keyra sem nemur öllum hringnum í kringum landið svo hásingin getur verið hvar sem er.

Ívar
663-4383
ivarol hjá or.is

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá svarti sambo » 11.aug 2014, 11:22

Sæll Ívar.
Ég held að þú ættir að endurskoða ákvörðunina, varðandi hásingu. En ég myndi fá mér góð framnöf undan litlum afturdrifs vörubíl, og sjóða frekar passlega þykkt efnisrör á milli nafstútana og vera laus við kúluna. Það eru yfirleitt skálabremsur að framan á svoleiðis bílum.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 11.aug 2014, 11:39

Sæll Elli.

Það myndi alveg ganga líka, en í tilfelli afturhásingar myndi ég skera rörin í burtu og halda eingögnu í nafstútana og sjóða svo rör á milli

Ég ætla mér ekki að hafa drifkúlu undir vagninum. Nema ef til vill til að setja drif á hann líka :)

Í raun er ég að leita mér að sterkum nöfum með skálabremsum, hvernig svo sem það er fengið.

Ívar

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá svarti sambo » 11.aug 2014, 12:26

ivar wrote:Sæll Elli.

Það myndi alveg ganga líka, en í tilfelli afturhásingar myndi ég skera rörin í burtu og halda eingögnu í nafstútana og sjóða svo rör á milli

Ég ætla mér ekki að hafa drifkúlu undir vagninum. Nema ef til vill til að setja drif á hann líka :)

Í raun er ég að leita mér að sterkum nöfum með skálabremsum, hvernig svo sem það er fengið.

Ívar


Ok.
Er þá ekki upplagt að reyna að komast yfir ford dana 60-80 afturhásingu, með ónýtu drifi og geta verið með sömu gatadeilingu og felgur og á bílnum, eins og einhver var búinn að nefna hér að ofan.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 25.aug 2014, 21:59

Jæja, þá kom loksins rigning í Reykjavík svo ég komst undan því að mála húsið og gat byrjað á breytingum.
Fellihýsi fyrir.jpg
Við upphaf
Fellihýsi fyrir.jpg (98.96 KiB) Viewed 13177 times


Tók mig til og reif undan kerruöxulinn og byrjaður að slípa í burtu það sem er óþarfi og stendur niður úr grindinni. Þá verður hægt að koma nýju grindinn alveg að.
Fór svo og keypti stál í grindina og öxlulinn ásamt tveimur loftpúðum. Þá er ég líka búinn að viða að mér LC60 afturnöfum og LC 70 framstífum sem munu halda hásingunni á sínum stað.
skref1.jpg
Skref 1
skref1.jpg (49.36 KiB) Viewed 13177 times


Þá eru að verða nokkrir hlutir útistandandi:
-Demparar
-Þverstífa
-Meira stál

Svo til að halda bókhald á netinu þá er heildar kostnaður aðfanga kominn í:
85.000kr og enn töluvert eftir.

Hvað finnst ykkur að breidd á milli felgubotna eigi að vera mikil?
Húsið er 220cm á breidd (held ég) og gamla hásingin var 180cm á milli botna. Ef það fara 12" breiðar felgur undir, með c.a. 10cm miklu backspace þá væri ytri felgubrún samsíða vagninum ef öxullinn væri eins.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá svarti sambo » 25.aug 2014, 22:55

Ég myndi láta drullumyndun á hliðum, ráða því.
Fer það á þrjóskunni


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá Stjóni » 26.aug 2014, 22:24

Það gæti verið að ég geti notað gömlu fjaðrirnar svo það væri gott að þú hringdir í mig.

Kristjón
8647377


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 28.aug 2014, 21:50

Jæja, þetta heldur áfram að þróast hjá mér.

Kláraði kerruöxulinn áðan og ætla á morgun að kaupa nýjar legur og pakkdósir í nöfin og raða saman. Smíða þetta m.v 10" breiðar felgur með 10cm backspace svo felgur í nágreni við það verða fyrir valinu.
Er búinn að grófskera annan styrktar-grindarbitann til og er aðeins að fá smá efa útaf þessu... Hér er það sem mig vantar smá ráð.
Hver er þörfin á þessum styrkingum?

Ég sé fyrir mér nokkra kosti.
a) engin styrking og 3-linkið fest í núverandi grind
b) grindarstyrking á beislinu og smá undir húsið
c) grindarstyrking undir mitt hús að hjólabúnaði
d) grindarstyrking alla leið.

Ætlaði mér bara að smíða alla leið en sé svo að það er ýmislegt lagt undir grindina sem verður til vandræða og þarf að leysa ef vel á að vera, s.s. upphífingarvírinn, gaslagnir, vatnstankur o.s.fv. og því lengra sem ég styrki grindina þeim mun fleiri af þessum málum þarf að leysa.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá Polarbear » 28.aug 2014, 21:55

þessi hús eru ekki nógu sterk til að þola utan-malbiks-akstur nema styrkja þau. Ég ráðlegg þér að styrkja alla leið með því veseni sem því fylgir. allt annað en það mun kalla á vandræði og sundurgliðnunar-vesen.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ellisnorra » 28.aug 2014, 22:52

Skemmtilegt að fylgjast með hér, ein af spennulesningunum hér :)

Ég myndi setja styrkingu alla leið, í einhverju formi. Rökin eru verulega breytt notkun, þetta er smíðað til að líða eftir sléttum vegum erlendis, áreynslulítið. Ef á að fara að skrattast með þetta upp um fjöll og firnindi og hýsið vegur hátt í eða yfir tonn þá eru lætin orðin fjandi mikil, þó loftpúðafjöðrun gefi mikla mýkt auk þess að lina í dekkjunum.
Það er betra að vera með belti og axlabönd, þó þess þurfi kannski ekki nema í einstaka aðstæðum.

Þess utan þekki ég byggingu fellihýsa sáralítið, en ég get ýmindað mér að framleiðendur séu ekki að bruðla með efnið að óþörfu í þetta, frekar en flest annað fjöldaframleitt.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá snöfli » 28.aug 2014, 22:53

Þú ert að leita að stífni ekki síður en styrk. Mundi spá í skúffu alla leið. Bora, snitta, bolta saman við grindina. ´Gera þetta með frekar stuttu millibili og þá getur þú skorið úr efri flauginni og uppi miðjuna eftir þörfum. Styrkurinn og stífnin kemur úr neðri flauginni ef þetta er boltað nógu vel saman. l.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá svarti sambo » 28.aug 2014, 23:33

Ég myndi smíða grind, undir núferandi grind og bolta þær saman með ákveðnu millibili, eins og snöfli nefnir (úr skúffuefni og vinkla í þverbita). Ég myndi alls ekki nota prófílefni, þó svo að það sé fallegra fyrir augað. Það er lítill burður í liggjandi prófíl, fyrir utan það, að hann riðgar yfirleitt innanfrá, nema að hann sé olíufylltur. Sjóða svo alla platta, fyrir t.d. lappir og fl. í nýju grindina, þar sem að þú þarft hvort eða er að síkka það ( geri ráð fyrir því). Og senda svo þá grind í galvenseringu, að smíði lokinni. Þeir hjá Ferrozink, geta tekið, svona lengdir. Er sent á Akureyri, þér að kostnaðarlausu, ef efnið er keypt hjá þeim. Í það minnsta, ef þú ert í föstum viðskiftum hjá þeim.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá Freyr » 29.aug 2014, 01:19

Vinklar í þverbita er ekki svo sniðugt. Hlutverk þverbita er m.a. að stífa af grindina og þeir gera það með mótstöðu sinni gangvart vindingi og það er ekki sterkasta hlið vinkla. Einnig verður þetta stífara með suðupunktum heldur en með boltasamsetningum. Þar sem zinkhúðin á orginal grindinni er hvort eð er skemmd með borun sé ég ekki að nokkru skipti þó svo soðið sé í hana.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá svarti sambo » 29.aug 2014, 02:46

Freyr wrote:Vinklar í þverbita er ekki svo sniðugt. Hlutverk þverbita er m.a. að stífa af grindina og þeir gera það með mótstöðu sinni gangvart vindingi og það er ekki sterkasta hlið vinkla. Einnig verður þetta stífara með suðupunktum heldur en með boltasamsetningum. Þar sem zinkhúðin á orginal grindinni er hvort eð er skemmd með borun sé ég ekki að nokkru skipti þó svo soðið sé í hana.


Var að horfa í kg og efniskostnað. Ef skúffa er sett uppá hlið í rammann og jafnvel tvær, til viðbótar í miðjuna ( eftir vagninum endilöngum ), þá notar maður vinkla, þvert á skúffurnar, með ákveðnu millibili, til að hefta skúffurnar saman, inní rammanum. Fellir vínklana inní skúffurnar, Til að skúffurnar vindi sig ekki í fjöðrun. Skúffurnar eru burðarbitarnir, og ef að vinklarnir eru ekki hafðir of langir og látnir liggja rétt, þá verður þetta massíft. Myndi þora að setja tvöfalda þyngd vagnsins á svona grind. Veit svo sem ekki hvaða efnisstærðir menn eru með í huga.
Varðandi boltunina, þá hélt ég að núverandi grind væri óriðguð, og menn væru að horfa kannski í galvinseringuna, fyrir utan mengunar ógeðið, sem kemur við suðu í galvinseringu. Fyrir utan það að vagninn, verður ekki fallegur, þegar að menn fara að slípa galvinseringuna fyrir suðu ( ekkert nema innbrendar járnflísar, sem riðga svo).
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá Freyr » 29.aug 2014, 09:21

Núverandi grind er óryðguð já en þar sem annars yrðu boruð göt ef ekki soðið þá er ekki eins og húðunin sé ekki rofin hvort eð er.


"Var að horfa í kg og efniskostnað"
Skil ekki alveg hvernig það samræmist þessu sjónarmiði að stinga jafnvel upp á tvöföldun á langbitum með því að setja auka bita undir miðjan vagn? Bitar í miðju gera mikið minna gagn en væru þeir utar því þeir stífa vagninn lítið. Einnig þá skiptir ekki máli hvernig vinklum væri snúið sem þverbitum þar sem tilgangurinn er að halda á móti vindingi. Varðandi lengd þeirra þá er hún ekki frjálst val, lengd þeirra er fjarlægðin milli núverandi grindarbita nema jú ef auka langbitar væru settir á milli. Að lokum þá skiptir lengd þverbita ekki máli, vinkilformið er alltaf mun slakara en að nota lokaðann prófíl eða rör. Þetta byggingarlag sem þú stingur upp á virkar alveg og vaginn yrði mikið sterkari en það er hægt að gera betur með færri kg. af stáli.

Hinsvegar er annað mál að með opnum prófílum á borð við skúffur og vinkla er hægt að mála alla fleti sem er kostur en með þá lokuðu má nota t.d. holrýmavax til að verja bitana innanverða.

Kveðja, Freyr


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 29.aug 2014, 10:32

Rosalega er ég glaður að fá öll þessi viðbrögð. Þau hvetja mig til dáða.
Ég held að ég sé að verða kominn á niðurstöðu.

Setja grindarstyrkingu alla leið, en vera bara grófur að skera úr henni þar sem annar búnaður er fyrir undir gömlu grindinni. Nota bara þessa 50*100*3 prófíla sem ég var búinn að kaupa. Neðsta línan verður samt alltaf heil og prófíllinn hvergi meira en helmingaður. Þá ættu skörðin ekki að vera það löng að það valdi vandræðum.
Sjóða grindina undir, þar sem fyrri galvan húð er nú þegar rofin og verður alltaf vandamál sem þarf að leysa með málningu og þá get ég alveg eins málað styrkinguna líka.
Styrkingin er lokaður prófíll og mun ég setja málningu þar sem ég get og annars bara vax inní.
Eh set ég af götum neðaná, til að losna við vatn og óhreynindi sem munu óhjákvæmilega komast þangað inn.
Á tveimur stöðum, rétt fyrir aftan miðju og svo frekar framarlega ætla ég mér að setja þverbita á milli úr sama efni með sömu aðferð sem tekur við álagi frá hjólabúnaði og eykur stífni.

Afturöxull.jpg
Afturöxull.jpg (149.27 KiB) Viewed 12623 times

Öxull í smíðum.

Sá svo svona tröppu í víkurverk. Spurning hvað mér tekst að halda húsinu neðarlega uppá það hvort þetta þurfi :)
trappa.png
trappa.png (1.39 MiB) Viewed 12623 times


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 30.aug 2014, 14:33

Smá uppfærsla á verðum. Keypti Rancho dempara í benna í spottprís sem ég ætla undir húsið sem og fóðringar í LC70 stífuna (pinnan), samsláttarpúða of fl.
Kostnaður við þetta var ~20þ.

Annars er ég enn að hjakka í grindinni en vonast til að hún verði komin undir í lok helgar þannig að hægt verði að byrja á hjólabúnaðnum. Má ekki vera of lengi að þessu ef það á að nást prufa á fellihýsið fyrir veturinn.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ivar » 06.sep 2014, 19:08

Jæja, þá er kominn tími á smá uppfærslu. Húsið er komið í hjólin og ég rúllaði því út úr skúr rétt fyrir helgi svo hægt væri að sópa og taka til áður en næsti kafli hæfist.
Hættur að fylgjast með kostnaðnum enda stærstu liðirnir búnir en hann er kominn eh yfir 100þ. Sennilega fer ég að nálgast 150þ kr en hvað um það :)
ford með rockwood.jpg
ford með rockwood.jpg (237.85 KiB) Viewed 12288 times

Ég verð að viðurkenna að það sem kom mér mest að óvart var hversu hátt það endar á 35" og það er klárlega það allra stærsta sem kemst undir svona hús án meirháttar breytinga. Dekkið er óþægilega nálægt grindinni (45mm ca) og er þannig slétt við ytri brún. Einnig ef ég ætlaði að ná húsinu mikið neðar þyrfti ég að fara að saga úr galvaniseraða rammanum og sjóða þar í og jafnvel eiga eh smávægilega við innréttingar þannig að ég lét það vera svona í fyrsta kasti.
Á þessari mynd hér að ofan er húsið í rúmlegri sennilegri aksturshæð sem fer bara vel aftaní 46" fordinum.

Hér er svo ein mynd sem sýnir aðeins betur það sem hefur verið gert.
rockwood undirvagn.jpg
rockwood undirvagn.jpg (141.81 KiB) Viewed 12288 times



Næstu skref eru að leysa nefhjólið betur, en ég hrækti bara aðeins í það með suðu og slípirokk til að fá það til að standa betur og réttar og svo þarf að leysa undirstöðurnar á hornunum ásamt tröppum.
Líklegast finnst mér að tröppur svipaðri þeirri og var hér að ofan verði fyrir valinu en ég er svoldið óviss með undirstöðurnar. Datt jafnvel í hug að hafa bara rör inní röri og svo bolta til að herða að. Væri hægt að stilla húsið af með nefhjóli og púðum og slaka því svo niður á stoðirnar þegar húsið væri stillt af.
Einhverjar góðar hugmyndir í þessum efnum?

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá snöfli » 07.sep 2014, 11:03

Á alvöru nefhjól fyrir þig.

Skrítið hvað alt verður lítið nálægt þessum bíl. Lítur út eins og óbreyttur L200 með tjaldvag:)


ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: Jeppavæðing fellihýsis

Postfrá ARG22 » 29.júl 2018, 23:50

Hvernig endaði þessi breyting?? Ég er kominn með sömu flugu í höfuðið og væri til í að skoða hvernig hefur reynst
kv Aron


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir