Síða 1 af 1
LC90 gírkassi í skrölti
Posted: 29.júl 2014, 23:54
frá raggos
Ég lenti í því í vikunni að vera í ferðalagi með fjölskyldunni og þá fór allt í einu að skrölta í öllum gírum á cruisernum mínum nema 4.gír (beinskiptur). Vitrir menn á verkstæði sögðu að þetta væru líklega legur í gírkassanum sem meikar sens þar sem bíllinn hafði verið þannig að stundum komu högg í kassann þegar skipt var úr 1-2 gír og því tilfinning eins og e-ð væri laust í kassanum.
Nú er pælingin, hvað mæla menn með því að gera fyrir 2000 árgerð af þessum bíl? Er það upptaka á kassanum eða að reyna að finna notaðan kassa ca 10-12 ára sem gæti farið eins eftir nokkra mán?
Einhverjir sem taka að sér að taka upp svona kassa aðrir en Toyota? Einhver hér jafnvel sem vantar kvöldverkefni?
Re: LC90 gírkassi í skrölti
Posted: 30.júl 2014, 01:04
frá grimur
Ég veit ekki betur en að þetta séu almennt með afbrigðum áreiðanlegir kassar, jafnvel þó að einn og einn gefi sig.
Þetta er samkvæmt mínum heimildum nákvæmlega sami kassinn og í 4Runner bensínbílnum(V6), sem þýðir að það ætti að vera hægt að fá sæmilegan kassa á ekki allt of mikinn pening.
Þar sem líklega er ansi mikið farið í skrall í þínum, þá gæti jafnvel verið skynsamlegt að ná í notaðan kassa í lagi og láta skipta um helstu legur á efri tromlunni í honum. Þá ertu kominn með eitthvað sem ætti að vera í lagi til frambúðar.
Athugaðu samt fyrst til að vera 100% viss hvort það er ekki allt eins með þessa kassa, rílur afturúr honum og þannig(ef þú ferð í 4Runner kassa semsagt).
Kv
Grímur
Re: LC90 gírkassi í skrölti
Posted: 30.júl 2014, 19:47
frá Svekktur
Þeir eru ekki eins kassarnir í runner og lc 90. þetta passaði ekki saman þegar ég reyndi þetta fyrir ca 2 árum. Ég man ekki alveg hvað legusettið kostaði í hann en mér blöskraði það ekki, það var keypt hjá umboði.
Kv Sveinbjörn Már
Re: LC90 gírkassi í skrölti
Posted: 30.júl 2014, 22:56
frá grimur
Það var svosem auðvityað, hlýtur að vera mismunandi kúplingshús, öxlar eða slíkt.
Innvolsið á að vera R150F í báðum.
Í Jeep heitir hann AX15, Isuzu AR5 o.s.frv.
Var reyndar að sjá að kúplingshúsið og inntaksöxullinn gætu verið mis löng/djúp á milli árgerða...breyttist eitthvað um 1996.
Svo er þetta kannski eitthvað öðruvísi í dísilbílnum, í Ameríkuhreppi er allavega verið að swappa út sjálfbítturum fyrir svona kassa úr 4Runner, en þar er lítið um dísilvélarnar.
kv
Grímur
Re: LC90 gírkassi í skrölti
Posted: 30.júl 2014, 23:55
frá raggos
Takk fyrir svörin Grímur.
Ég fékk einn félaga til að kíkja á kassann í næstu viku. Ef hann er allur í mauki þá fer ég líklega að ráðum þínum og redda varahlutakassa og möndla þeim saman.
Ef einhver á kassa fyrir mig þá yrði ég mjög glaður að heyra í viðkomandi