Síða 1 af 1
Terrano brak og marr og allt í voli
Posted: 28.júl 2014, 14:16
frá haffiamp
Jæja kæru spjallverjar, ég á eitt stk terrano 98 og núna eftir að hafa ekið honum inní skúr og endurnýjað slef frá spíssum og bara við það að bakka honum út, þá er komið brak og marr hljóð frá vinstra framhjóli, bæði þegar ég beygji og þegar bíllinn fjaðrar, þetta er frekar hátt hljóð, getur þetta verið millibilsstöngin? myndi heyrast í henni við fjöðrun? eða eru þetta klafatengt vesen?
Re: Terrano brak og marr og allt í voli
Posted: 28.júl 2014, 14:30
frá hobo
Það heyrist í mörgum tegundum með klafafjöðrun mikið brak þegar bæði beygt er í botn og bíllinn fjaðrar á sama tíma.
Þetta er vegna þess að beygjustoppið er á milli klafans og hjólnafsins.
Re: Terrano brak og marr og allt í voli
Posted: 28.júl 2014, 22:24
frá haffiamp
Já það þekki ég vel en þetta er ekki svoleiðis.... en það marrar í einhverju á meðan ég stýri í báðar áttir og þá kyrrstæður... kemur reyndar líka ef ég tek beygju á ferð...
Þetta sama brak kemur svo við fjöðrun, t.d yfir hraðarhindrun og virðist bara koma bílstjóramegin
Re: Terrano brak og marr og allt í voli
Posted: 29.júl 2014, 00:56
frá Freyr
Þurr spindilkúla, láttu einhvern stýra borð í borð meðan þú liggur undir honum og þreifar á hlutunum....
Re: Terrano brak og marr og allt í voli
Posted: 29.júl 2014, 22:04
frá haffiamp
já það stóð til, var bara svo gott veður í dag að ég lagði ekki í það
Re: Terrano brak og marr og allt í voli
Posted: 29.júl 2014, 22:09
frá Stebbi
Þetta getur líka verið í vindustönginni, hún þarf að dragast til í rillustykki þar sem hún er fest upp að aftan og þegar að gúmmítútturnar skemmast þá kemst vatn á milli og allt ryðgar fast. Svo þegar þú beygjir þá dregst vindustöngin aðeins til í skraufþurrum rillunum með tilheyrandi ískri og braki.