Síða 1 af 1
vesen að losa alternator á 2.8 vélinni
Posted: 25.júl 2014, 19:11
frá thorjon
Er að bögglast við að skipta um vatnsdælu en næ ekki fyrir mitt litla líf að losa um alternator til að losa reimarnar.... er eitthvað sérstakt trix við þetta ?
Annað mál. .. það er bara ein skrúfa sem heldur alternator en engin stilliskrúfa er ég alveg að verða klikk eða bara rasshaus :)
Re: vesen að losa alternator á 2.8 vélinni
Posted: 25.júl 2014, 20:31
frá cameldýr
thorjon wrote: ... það er bara ein skrúfa sem heldur alternator en engin stilliskrúfa er ég alveg að verða klikk eða bara rasshaus :)
Ég ætla ekkert að tjá mig um seinni hlutann :)
en það hljóta að vera tveir boltar og það þarf yfirleitt að losa báða.
Re: vesen að losa alternator á 2.8 vélinni
Posted: 27.júl 2014, 14:51
frá sukkaturbo
Það er bolti undir honum lykill nr 14 þarf stundum annan lykil á móti til að halda við og svo armur með rauf eða sleða í með bolta í gegn sem skrúfast í eyra á altenatornum að ofan til að strekkja á reyminni minnir mig
Re: vesen að losa alternator á 2.8 vélinni
Posted: 27.júl 2014, 15:35
frá villi58
Það er stundum allt fast þrátt fyrir að boltarnir séu farnir þá að neðan, þarf að koma spennujárni á bak við og spenna með lagni á altanatorinn við festinguna að aftan og framan. Oftast er bolti sem maður losar til að breyta herslu á reim og á neðan er oft langur bolti sem gengur í gegnum bæði eyrun á brakketinu, vonandi skilur hvað ég á við.Ath. Þetta er samt breytilegt á milli bíltegunda.
Re: vesen að losa alternator á 2.8 vélinni
Posted: 30.júl 2014, 07:27
frá thorjon
Fann helvítið á endanum.... stundum getur maðr verið svo assskoti blindur :)