Síða 1 af 1
Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 24.júl 2014, 02:04
frá jonr
Sælir, smá byrjendaspurning:
Ég er með ágætis 1990 Pajero sem ég nota daglega. Ég keypti bilaðan 1992 Pajero í varahluti. Ég uppgötvaði að millikassinn er með læsingu og langar að nota hann í minn bíl, er það hægt án fyrirhafnar? Þarf ég kannski að skipta út bæði gírkassa og millikassa?
J.
Re: Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 24.júl 2014, 08:13
frá grimur
Millikassinn með læsingu?
Er þetta ekki bara venjulegur afturdrifs kassi, sem bætir svo framdrifinu inn?
Það eru ekki nema sídrifs kassar sem eru með læsingu, og sá búnaður er mis vinsæll. Ég er reyndar persónulega hrifinn af sídrifinu. Mjög þægilegt svona almennt.
kv
G
Re: Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 24.júl 2014, 13:22
frá jonr
Wikipedia:
The second generation also saw the introduction of Super Select 4WD (SS4) [known as ActivTrak 4WD in some markets] and multimode ABS, which were firsts on Japanese four-wheel drives. SS4 was ground-breaking in the sense that it combined the advantages of part-time and full-time four-wheel drive with four available options: 2H (high-range rear-wheel drive), 4H (high-range full-time four-wheel drive), 4HLc (high-range four-wheel drive with locked center differential) and 4LLc (low-range four-wheel drive with locked center differential). Another advantage of this second generation system is that it gave the driver the ability to switch between two-wheel drive and full-time four-wheel drive at speeds up to 100 km/h (62 mph), whereas the first generation Pajero had to be stationary to switch from rear-wheel drive to four-wheel drive
P.s. Svo er læst afturdrif á 1992 bílnum, og diskabremsur á afturhásingunni.
Re: Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 24.júl 2014, 14:39
frá snöfli
Þessi millikassi er alger snilld. 2H, 4H, 4Hlock, 4Llock.
Afturdrif, sídrif, venjulegt fjórhjóladrif með læstum millikassa og lágadrif á öllum hjólum.
Það er bara öfund þeirra sem keyra um á hálftraktorum (eins og ég sjálfur á Patrol, eða Hi Lux etc.) þegar menn halda því fram að þetta skili engu.
Helsti kosturinn er akstur á hálkublettum á malbiki og á möl t.d. inná hálendi. Þetta eru kostir sídrifs og alvöru fjórhjóladrifs í sama millikassanaum.
l.
Re: Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 24.júl 2014, 19:05
frá oggi
millikassin í 90 bilnum(1gen) er alltaf læstur í 4x4 en í 92bilnum (2gen) er hægt að vera með ólæst 4x4 og læst 4x4
Re: Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 24.júl 2014, 23:29
frá grimur
Acha....ég varaði mig ekki á að þessi snilldar kassi hefði verið kominn '92.
Verð að vera sammála því að þetta er mjög flottur kassi(væri gaman að komast í að taka svona græju í sundur einhvern tímann).
Því miður get ég ekki sagt hvort hann passar við eitt né annað.
kv
G
Re: Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 25.júl 2014, 14:11
frá jonr
Mér sýnist þetta vera athyglisvert project. Synd og skömm að grindin er ónýt í þessum 92 bíl, annars hefði ég lappað upp á hann.
Re: Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 25.júl 2014, 18:04
frá Stebbi
Þetta passar á milli en þú verður að taka vacuum búnaðinn og stjórnboxið fyrir millikassann með líka og víra þetta einhvernvegin í gamla bílinn.
Re: Gírkassi/millikassi úr 1992 Pajero (G. II) í 1990 (G. I)?
Posted: 21.aug 2014, 17:56
frá jonr
oggi wrote:millikassin í 90 bilnum(1gen) er alltaf læstur í 4x4 en í 92bilnum (2gen) er hægt að vera með ólæst 4x4 og læst 4x4
Well, þá nenni ég þessu varla...