Síða 1 af 1

Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 23.júl 2014, 19:54
frá audunnn
Sælir veriði

Ég ætlaði að athuga hvort einhver vissi hvað þetta gæti verið. Ég er með Nissan Terrano II 2000 árgerð 2,7 dísel og það eru leiðindar gangtuflanir í honum þegar hann er í park, frígír eða í gír stopp.

Ég fór með bílinn í Kraftbíla hérna á Akureyri í bilanagreiningu og þeir sögðu mér að stýrisspíssi, þessi fremsti tengdur í rafmagn, væri bilaður. Ég sendi spíssann í Framtak-Blossa og þeir gerðu hann upp, ég smelti honum aftur í og nú er þetta nákvæmlega einsog og nærri því verra. Bíllinn er nýkominn úr smur hjá N1 þar sem allt í sambandi við olíur og síur var yfirfarið.

Hér eru tveir linkar á youtube myndbönd af hægagangnum.
http://youtu.be/tH1acPlF1Wk
http://youtu.be/ZSuKVhBVVKk

Einhverjar hugmyndir?

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 23.júl 2014, 20:54
frá svarti sambo
Er eitthvað öðruvísi litur á reyknum frá honum og hvernig er hann á keyrslu, s.s. máttlaus o.s.fr.

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 23.júl 2014, 21:02
frá audunnn
Nei, hann hrekkur í gang, reykir lítið og gengur fullkomlega í akstri og missir ekkert kraft. Ég henti þessari um ræðu á facebook í Breyttir Jeppar grúppuna og þar vilja menn meina að þetta sé bilaður gangþráður í olíuverkinu, s.s. að olíuverkið sjálft sé ekki bilað heldur bara gangþráðurinn, eitthvað sem maður getur alveg lifað með. Er að spá í að athuga hvort bilaði spíssin sé að fá straum á sig.

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 23.júl 2014, 21:18
frá olei
Fremsti spíssinn er með innbyggðum skynjara. Nissan mælir eingöngu með því að viðurkennd BOSCH verkstæði eigi við hann, en sýnir í viðgerðarbók hvernig á að rífa hina í sundur og hreinsa þá og stilla. Það liggja tveir vírar í þann fremsta og beint inn á tölvuna. Eina leiðin til að sjá hvort að hann virkar er með sveiflusjá.

Vandinn er að það er alveg óvíst að þessi spíss sé orsökin fyrir ójaföfnum hægagangi. Mér sýnist s.k.v viðgerðarbók það vera ólíklegt því að hann er notaður til fínstillingar á innsprautunartíma og er ekki talin með í stjórnrás fyrir hægagang í þessum vélum.

Ég stóð í þeirri meiningu að það væri alls enginn gangráður í tölvustýrða olíuverkinu í þessum bíl þannig að sú kenning hljómar undarlega í mín eyru.

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 23.júl 2014, 21:27
frá olei
--
Svona bilanir er engin leið að gera við af neinu viti nema með kerfisbundinni bilanaleit og tölvu sem getur lesið kerfið í bílnum. Jafnvel þeir sem eitthvað vita um þessi kerfi eiga í miklum erfiðleikum með að aðstoða þig yfir netið. Hættan er alltaf sú að farið verði að kasta varahlutum á vandamálið - sem leysa ekkert og eru bara kostnaður. Sú aðferð er hins vegar í fínu lagi ef þú hefur samskonar bíl til að fá lánaða hluti úr til að prófa það er bara smá vinna.

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 23.júl 2014, 21:35
frá svarti sambo
Það er eðlilegt að ljósin dofni, ef snúningurinn á vélinni fer mikið niður, þá heldur altenatorinn ekki hleðslu augnablik, þar sem hann fer niður fyrir lágmarks snúning. Það er möguleiki að þetta sé reguleratorinn í olíuverkinu, en þetta getur líka verið annað. Skynjarinn í svinghjólshúsinu og spíss nr.1, eiga að vinna saman. ef svingjólið er allt löðrandi í smurolíu, vegna lélegra sveifaráspakkdósar, þá er ekki víst að neminn þar sé að gefa rétt merki. Svo er það spurning um síuna sem er í olíuverkinu, undir öðrum banjoboltanum. Man ekki hvort það var frá eða að verki. en það er þessi sem er nær vökvastýridælunni, minnir mig. Þessi sía gleymist ansi oft. Þetta er svona vírsía, sem er bara blásið úr, og gott væri að skoða. Svo er spurning með EGR-ið. Hef heyrt að það sé stundum að hrekkja.

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 23.júl 2014, 21:51
frá audunnn
Takk allir fyrir góð svör. Ég hugsa að þetta verði gæluverkefni næsta mánuðinn í það minnsta að elta uppi bilunina. Er einhver hlutur/staður sem þið mynduð tékka á fyrst?

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 24.júl 2014, 00:18
frá ellisnorra
Til að tengja tölvu við hann, athugaðu fyrst hvort í honum sé OBD 1 eða OBD 2 tengi. Ef það er OBD1 eins og var í mínum (99 model) þá eru afskaplega takmarkaðir möguleikar á tölvutengingu. Annaðhvort er að fá að tengjast hjá umboðinu (kostnaður gæti verið talsverður við það) eða að redda sér sjálfur. Eftir að ég hafði prufað 3 tegundir breytistykkja sem virkuðu ekki þá fann ég gaur úti í USA sem smíðaði handa mér borð sem ég gat notað. Þá fékk ég meðal annars svona skjá

Image

Ég er búinn að selja minn bíl og á þetta borð ennþá og það er falt á kostnaðarverði ef einhver hefur áhuga.

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 24.júl 2014, 00:26
frá olei
Kom þetta allt í einu í bílinn, eða hægt og rólega?

Tékka, jú, en ekki endilega í þessari röð:
Skoða rörin frá olíutanknum (við tankinn) hvort að þar sé eitthvað olíusmit. Þau eru fræg fyrir að ryðga í sundur, allavega á eldri árgerðum. Ef hann dregur mikið falskt loft þar gæti það hugsanlega virkað svona.

Athuga hvort að hosan frá loftflæðiskynjara yfir á túrbínu sé heil, ef hann dregur loft framhjá skynjaranum getur það truflað ganginn.

Prófa að kippa slöngunni af EGR membrunni (aftast á soggrein alveg við hvalbak) og vita hvort að það breyti einhverju.

Mæla viðnámið í inngjafarpedalanum og rofann sem er þar og á að mig minnir að gefa merki um að olíugjöfin sé "off".

Sækja servive manual fyrir bílinn sem er finnanlegur hér á spjallinu einhversstaðar. (líklega byrja á því)

Ps svo eru til "Nissan" lesarar á Ebay sem lesa þessa bíla, ABS, Skiptingu og Vél nokkuð ítarlega. Minnir að minn hafi kostað 70 dollara eða svo fyrir fáum árum. Kom með tengi fyrir eldri bílinn (eitthvað sér Nissan hestakerrutengi í þeim) og OBD tengi líka.

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 24.júl 2014, 01:26
frá svarti sambo
Er þetta ekki málið. Sennilega dýrara að tengja hann við tölvu hér heima.

http://www.aliexpress.com/item/Hot-Sale ... 91122.html

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 24.júl 2014, 09:58
frá jongud
elliofur wrote:Til að tengja tölvu við hann, athugaðu fyrst hvort í honum sé OBD 1 eða OBD 2 tengi. Ef það er OBD1 eins og var í mínum (99 model) þá eru afskaplega takmarkaðir möguleikar á tölvutengingu. Annaðhvort er að fá að tengjast hjá umboðinu (kostnaður gæti verið talsverður við það) eða að redda sér sjálfur. Eftir að ég hafði prufað 3 tegundir breytistykkja sem virkuðu ekki þá fann ég gaur úti í USA sem smíðaði handa mér borð sem ég gat notað. Þá fékk ég meðal annars svona skjá

Ég er búinn að selja minn bíl og á þetta borð ennþá og það er falt á kostnaðarverði ef einhver hefur áhuga.


Elmar, var þetta þessi náungi?
http://www.ecutalk.com/diesel.aspx

Allavega, á síðunni er varað við því að sumir Terranó bílar hafi komið með OBD-II plöggi en ekki verið samhæfðir fyrir það. Hinsvegar er hægt að nota Ecutalk til að bilanagreina þá.

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 25.júl 2014, 01:39
frá jongi
hefurðu gefið honum eitthvað með í tankinn td tvígengisolíu eða sjáfskipivökva. Minn terri verður leiðinlegur ef hann fær ekki skammt af snomobil tvígengis olíu í tankinn reglulega eins ómerilegt og það ráð er....

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 25.júl 2014, 23:45
frá audunnn
jongi wrote:hefurðu gefið honum eitthvað með í tankinn td tvígengisolíu eða sjáfskipivökva. Minn terri verður leiðinlegur ef hann fær ekki skammt af snomobil tvígengis olíu í tankinn reglulega eins ómerilegt og það ráð er....


Já mér var einmitt bent á þetta - ætla að prófa þetta eftir helgi, flott ef þetta væru bara stíflaðir spíssar, byrjum á þessu og byrja svo að reyna að bilanagreina þetta - Kraftbílar sögðu þetta vera bilaðan spíssa, ef það er ekki, á maður ekki heimtingu að fá aðra greiningu hjá þeim frítt? (þeir lásu ekki af honum í fyrra skiptið)

Re: Gangtruflanir í Nissan Terrano II árg 2000 2,7 (myndbönd)

Posted: 26.júl 2014, 14:01
frá ellisnorra
jongud wrote:Elmar, var þetta þessi náungi?
http://www.ecutalk.com/diesel.aspx


Já sennilega er þetta software-ið sem ég notaði, en hardware-ið er ekki frá þessum samt.
Man þetta samt ekki alveg 100% ennþá, 2 eða 3 ár síðan ég var að brasa í þessu