Síða 1 af 1
skola út kælikerfi
Posted: 17.júl 2014, 14:47
frá KÁRIMAGG
Sælir félagar ég er með trooper sem for að smita hráolíu út í vatnsgang og er buið að dæla vatni gegnum haann i þrígang til að skola út en alltaf kemur upp olíudrulla í vatnskassann.
Ég er buinn að skipta um head svo það sé ekki að veltast i umræðuna.
Hver er besta leiðin til að ná þessu út af kerfinu????
Re: skola út kælikerfi
Posted: 17.júl 2014, 15:06
frá villi58
Tappa öllu af og taka vatnslásinn úr, tengja við slöngur og nota heitt vatn.
Þarf að smúla út miðstöðvarslöngur og blokk og vélina, ef þú nærð að smúla út allstaðar sem frostlögurinn fer um þá ætti heitt vatn að duga, ef það dugar ekki þá eru til hreynsiefni sem eru ætluð fyrir þetta verk.
Re: skola út kælikerfi
Posted: 17.júl 2014, 16:12
frá svarti sambo
Ég myndi sennilega prufa að nota white spritt í þetta, þar sem að olíuhreynsirinn er ekki hollur fyrir gúmmí, og sápa ekki skemmtilegt efni í þetta. Myndi sennilega fylla vélina fyrst og nota það svo aftur á vatnskassann, til að þurfa ekki að kaupa óþarflega mikið af honum, síðan væri bara hægt að nota hann í eittvað hreinsidæmi á eftir.
Re: skola út kælikerfi
Posted: 17.júl 2014, 21:51
frá grimur
Er þá ekki ves að ná white spiritinu út, það leysist ekki í vatni...
Ég myndi veðja á sápuvatn, gamla góða Yes Ultra sem núna heitir Fairy er alveg ótrúlega magnað á alls kyns drullu. Svo er Þrif ansi öflugt líka, það freyðir minna sem er kostur þegar kemur að útskolun...
Kv
Grímur
Re: skola út kælikerfi
Posted: 17.júl 2014, 22:07
frá svarti sambo
Vandamálið með sápuna, er að þetta freyðir endalaust. maður heldur að þetta sé komið, en þegar vélin hitnar og byrjar að hringrása kælikerfið, þá byrjar þetta helv. að freyða aftur og maður heldur að það sé farin heddpakkning, eða eitthvað álíka. Mæli ekki með neinni sápu.Síðan er til efni sem var og er sennilega ennþá til og var kallað sator ( vinur sumra vélstjóra), fílaði aldrei liktina sem kom af honum. Hann blandast vel vatni.
Re: skola út kælikerfi
Posted: 18.júl 2014, 09:01
frá jongud
Síðast þegar ég skolaði út kælikerfi notaði ég uppþvottalög, og veitti ekki af! Ég losaði efri vatnskassahosuna (hún var efsti hluti kælikerfisins sem ég komst að) og svo þegar ég skolaði út setti ég garðslöngu á neðri miðstöðvarstútinn á blokkinni og lét renna af krafti í gegn í ca. hálftíma. Aldrei nein froða...
Re: skola út kælikerfi
Posted: 18.júl 2014, 12:47
frá grimur
Já, og svo er til efni sem kallast froðueyðir, er fyrst og fremst hugsað í að sjóða landa en virkar mjög vel í ýmislegt annað eins og t.d. þetta. Nokkrir dropar og öll froða fellur.
Ég hef notað þetta í að bjarga málum þegar uppþvottalögur hefur farið með tusku í þvottavél sem við það breyttist í froðumaskínu, til að koma í veg fyrir að sjóði uppúr við að sjóða fisk og grjónagraut...bara hvar sem froða er vandamál.
Ég gæti trúað að þetta bætti kælieiginleika kælivökva þar sem þetta drepur yfirborðsspennur.
kv
Grímur