Hljómtækin í Patrol
Posted: 16.júl 2014, 10:45
Ég er í stökustu vandræðum með hljómtækin í nissan Patrol árg 2000. Hann var með ekki með orginal útvarp þegar ég kaupi hann og það heyrðist bara í litlu tweeterunum í framgluggapóstinum en ekkert í hátölurunum í hurðunum. Ég er búinn að prófa að skipta um tæki og prófa annan hátalara í einni hurðinni en án arangurs. Hurðahátalararnir duttu reyndar inn í smástund einn daginn en síðan ekki söguna meir.
Eru þessir bílar orginal með crossover eða hvernig er hljóðinu deilt á tweeterana og aðalhátalarana? Ég er að reyna að elta hátalarlögnina til að leyta að biluðu samtengi en hef ekki fundið það ennþá. Eru ekki einhverjir Patrol snillingar hafa glímt við samskonar vandamál og geta miðlað af visku sinni?
Eru þessir bílar orginal með crossover eða hvernig er hljóðinu deilt á tweeterana og aðalhátalarana? Ég er að reyna að elta hátalarlögnina til að leyta að biluðu samtengi en hef ekki fundið það ennþá. Eru ekki einhverjir Patrol snillingar hafa glímt við samskonar vandamál og geta miðlað af visku sinni?