Síða 1 af 1
Massa gler
Posted: 15.júl 2014, 21:03
frá Sævar Páll
Sælir.
Er með gamlann ramcharger sem er með ægilega matta og þreytta framrúðu.
Er ekki einhver gömul og góð aðferð til að lífga upp á gamla glerið?
einnig er farið að hvítna meðfram köntunum en er ekki viss um að það sé mikið hægt að gera þar.
Með von um góð ráð, Sævar P
Re: Massa gler
Posted: 15.júl 2014, 22:09
frá juddi
Hamar
Re: Massa gler
Posted: 15.júl 2014, 23:08
frá Sævar Páll
er einhver með hugmynd sem hefur greindavísitölu yfir mínus fimm?
Re: Massa gler
Posted: 15.júl 2014, 23:32
frá svarti sambo
Það var stundum talað um að það væri gott að nota coca-cola eða morgunblað, prentsvertan átti að gera eitthvað gott. sel það ekki dýrara en ég heyrði það, aldrei prufað sjálfur. Svo eru þessir kannski með eitthvað gott efni.
http://www.malningarvorur.is/Eða bara að prufa að tala við t.d. bílrúðuna eða poulsen.
Re: Massa gler
Posted: 15.júl 2014, 23:40
frá vippi
Pússa rúðuna með bremsuvökva, heyrði einhverntímann talað um það
Re: Massa gler
Posted: 16.júl 2014, 01:06
frá Andrés
var eitthverntímann notuð stálull í þetta mikil vinna samt
Re: Massa gler
Posted: 16.júl 2014, 09:17
frá jongud
Tannkrem hefurverið notað með góðum árangri á framljós, en ég þori ekki að segja hvort það virki nógu vel á framrúður.
Talaðu endilega við Poulsen og fleiri fagmenn, þeir hljóta að hafa eitthvað.
Þú gætir prófað einhverjar af þessum hugmyndum sem komu hér fram á fleti sem er utan sjónsviðs ökumanns, og láttu okkur endilega vita hvernig tekst til.
Re: Massa gler
Posted: 16.júl 2014, 15:58
frá juddi
Ég hef massað rúðu með ventlamassa en vinnan á móti því að fá nýja rúðu í gegnum tryggingarnar tel ég ekki borga sig, svo á Gunni gler einhvern ofurmassa
Re: Massa gler
Posted: 16.júl 2014, 20:12
frá Sævar Páll
já ég veit með tryggingarnar, en þar sem að original framrúðan brotnaði þegar ég var að gera bílinn upp þá er ég ekki viss um að þeir séu æstir í að borga alveg nýa rúðu sem brotnaði aðalega fyrir tilstula eiganda. Þannig að ég náði mér í rúðu úr öðrum bíl og setti í til að geta amk látið skoða bílinn, óbrotin er svolítið mött og rispuð.
En já ég byrja á budget hugmyndunum, læt svo vita með niðurstöður.
Ætli það sé ekki annars ágætt að pússa þetta með lakkmassa?
Kv Sævar P
Re: Massa gler
Posted: 17.júl 2014, 00:40
frá ssjo
Það er til gler-massi frá Sonax. Notaði hann á framrúðu á vinnubíl sem hefur verið notaður mikið á gufumekki á jarðhitasvæðum og rúðan orðin mött af kísli. Ekki var nein massa-vél við hendina en með því að nudda þessum Sonax massa með tusku sá maður smá árangur. Örugglega hægt að ná ágætis árangri með massavél og rollu.