Massa gler

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Massa gler

Postfrá Sævar Páll » 15.júl 2014, 21:03

Sælir.
Er með gamlann ramcharger sem er með ægilega matta og þreytta framrúðu.
Er ekki einhver gömul og góð aðferð til að lífga upp á gamla glerið?
einnig er farið að hvítna meðfram köntunum en er ekki viss um að það sé mikið hægt að gera þar.

Með von um góð ráð, Sævar P




juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Massa gler

Postfrá juddi » 15.júl 2014, 22:09

Hamar
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Massa gler

Postfrá Sævar Páll » 15.júl 2014, 23:08

er einhver með hugmynd sem hefur greindavísitölu yfir mínus fimm?

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Massa gler

Postfrá svarti sambo » 15.júl 2014, 23:32

Það var stundum talað um að það væri gott að nota coca-cola eða morgunblað, prentsvertan átti að gera eitthvað gott. sel það ekki dýrara en ég heyrði það, aldrei prufað sjálfur. Svo eru þessir kannski með eitthvað gott efni.
http://www.malningarvorur.is/
Eða bara að prufa að tala við t.d. bílrúðuna eða poulsen.
Fer það á þrjóskunni


vippi
Innlegg: 136
Skráður: 05.feb 2010, 23:51
Fullt nafn: Viðar Jóelsson
Staðsetning: Búðardalur

Re: Massa gler

Postfrá vippi » 15.júl 2014, 23:40

Pússa rúðuna með bremsuvökva, heyrði einhverntímann talað um það

User avatar

Andrés
Innlegg: 25
Skráður: 02.apr 2013, 03:51
Fullt nafn: Andrés Ó Bogason
Bíltegund: Musso
Staðsetning: Seltjarnarnes

Re: Massa gler

Postfrá Andrés » 16.júl 2014, 01:06

var eitthverntímann notuð stálull í þetta mikil vinna samt

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Massa gler

Postfrá jongud » 16.júl 2014, 09:17

Tannkrem hefurverið notað með góðum árangri á framljós, en ég þori ekki að segja hvort það virki nógu vel á framrúður.
Talaðu endilega við Poulsen og fleiri fagmenn, þeir hljóta að hafa eitthvað.
Þú gætir prófað einhverjar af þessum hugmyndum sem komu hér fram á fleti sem er utan sjónsviðs ökumanns, og láttu okkur endilega vita hvernig tekst til.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Massa gler

Postfrá juddi » 16.júl 2014, 15:58

Ég hef massað rúðu með ventlamassa en vinnan á móti því að fá nýja rúðu í gegnum tryggingarnar tel ég ekki borga sig, svo á Gunni gler einhvern ofurmassa
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Massa gler

Postfrá Sævar Páll » 16.júl 2014, 20:12

já ég veit með tryggingarnar, en þar sem að original framrúðan brotnaði þegar ég var að gera bílinn upp þá er ég ekki viss um að þeir séu æstir í að borga alveg nýa rúðu sem brotnaði aðalega fyrir tilstula eiganda. Þannig að ég náði mér í rúðu úr öðrum bíl og setti í til að geta amk látið skoða bílinn, óbrotin er svolítið mött og rispuð.
En já ég byrja á budget hugmyndunum, læt svo vita með niðurstöður.

Ætli það sé ekki annars ágætt að pússa þetta með lakkmassa?

Kv Sævar P

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Massa gler

Postfrá ssjo » 17.júl 2014, 00:40

Það er til gler-massi frá Sonax. Notaði hann á framrúðu á vinnubíl sem hefur verið notaður mikið á gufumekki á jarðhitasvæðum og rúðan orðin mött af kísli. Ekki var nein massa-vél við hendina en með því að nudda þessum Sonax massa með tusku sá maður smá árangur. Örugglega hægt að ná ágætis árangri með massavél og rollu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 56 gestir