Úrhleypibúnaður

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Eiður » 01.apr 2013, 22:58

Tjakkur wrote:
-Hjalti- wrote:
ssjo wrote:Ég hef fylgst með þessu þráðum um úrhleypibúnað (utanáliggjandi) með áhuga. Ventlakistan og búnaður sem tengist henni er greinilega þungmiðjan í kerfinu, ýmist með handstýrðum rofum eða segullokum og kostnaður í þeim hluta vegur þyngst. Hver eru rökin fyrir því að það sé ekki hægt að komast af með þennan búnað án þess að vera með stýringu á loftþrýstingi fyrir hvert hjól? Hvað mælir gegn því að vera með allar fjórar tengingarnar saman á einni kistu og hafa sama þrýsting í öllum fjórum dekkjunum? Ég hef allavega sjaldan eða aldrei verið að bauka við að hafa mismunandi þrýsting (aftan/framan) og bara hleypt úr dekkjunum niður í sirka sömu tölu allan hringinn. Lát heyra.


ef bíllinn stendur í halla verða þá ekki hjólin sem þyngdin liggur á loftlaus á meðan hin tvöfalda þrýstingin ?


Ef opið er á millri allra dekkja:
-Þá er einnig sami þrýstingur í öllum dekkjum. ;)
-Ef bíllinn er þyngri að aftan þá bælast þau dekk einfaldlega meira en framdekkin en þrýstingurinn er sá sami.
-Sama á við ef bíllinn stendur í halla, -þrýstingur er sá sami í efri og neðri dekkjum en þau neðri bælast auðvitað meira.

Lokað á milli dekkja:
Ef við gefum okkur að rúmmál dekks minnki þegar það bælist þá eykst loftþrýstingur lítillega við það að meiri þungi leggist á dekkið og því ætti þrýstingur að hækka lítillega á neðri dekkin þegar ekið er í hlíðarhalla og ekki er opið á milli dekkja. Að sama skapi ætti loftþrýstingur að minka þegar léttist á efri dekkjunum og þau bælast minna.
Þetta er í sjálfu sér jákvætt en ég veit ekki hvort að þetta séu þær stærðir að þær skipti e-h máli.


þú ert að gleyma að hugsa þetta út frá lítra fjölda, ef eitt dekk lendir á steini á ferð eykst þrýstigurinn í því dekki og það virkar eins og loftpressa inn á öll hin og þá minnkar loftmagnið í þessu eina dekki og steinninn fer í felgu (í dæminu...) sama gerist þegar bílinn hallar, það er sami þrýstingur en fleiri lítrar fara í dekkin sem bílinn hallar ekki á. þá er bara þyngdarkrafturinn að pressa lofti á milli dekkja... þannig hugsa ég það allavega



User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Tjakkur » 01.apr 2013, 23:32

Eiður wrote: þú ert að gleyma að hugsa þetta út frá lítra fjölda, ef eitt dekk lendir á steini á ferð eykst þrýstigurinn í því dekki og það virkar eins og loftpressa inn á öll hin og þá minnkar loftmagnið í þessu eina dekki og steinninn fer í felgu (í dæminu...) sama gerist þegar bílinn hallar, það er sami þrýstingur en fleiri lítrar fara í dekkin sem bílinn hallar ekki á. þá er bara þyngdarkrafturinn að pressa lofti á milli dekkja... þannig hugsa ég það allavega


Ég held að engu skipti hvort opið er á milli dekkja þegar ekið er á stein á töluverðri ferð. Höggið af steininum varir mun skemmri tíma en það tekur e-h loftmagn sem máli skiptir að flæða nokkra metra leið eftir 8 mm slöngu.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá -Hjalti- » 01.apr 2013, 23:40

Tjakkur wrote:
Eiður wrote: þú ert að gleyma að hugsa þetta út frá lítra fjölda, ef eitt dekk lendir á steini á ferð eykst þrýstigurinn í því dekki og það virkar eins og loftpressa inn á öll hin og þá minnkar loftmagnið í þessu eina dekki og steinninn fer í felgu (í dæminu...) sama gerist þegar bílinn hallar, það er sami þrýstingur en fleiri lítrar fara í dekkin sem bílinn hallar ekki á. þá er bara þyngdarkrafturinn að pressa lofti á milli dekkja... þannig hugsa ég það allavega


Ég held að engu skipti hvort opið er á milli dekkja þegar ekið er á stein á töluverðri ferð. Höggið af steininum varir mun skemmri tíma en það tekur e-h loftmagn sem máli skiptir að flæða nokkra metra leið eftir 8 mm slöngu.


en þegar þú leggur bílnum í hliðarhalla eða á ójöfnu yfir nótt
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 01.apr 2013, 23:55

Tjakkurinn er alveg með þetta. Loftþrýstingur og rúmmál fylgja reglu Boyle´s

P x V = Fasti

Ef bíll stendur í halla og opið er á milli dekkjana þá bælast neðri dekkin meira þar sem rúmmál neðri dekkjana minnkar en rúmmál efri dekkjana eykst (lítrar flæða úr þeim neðri í þau efri). Þrýstingurinn helst samt nákvæmlega sá sami þar heildarþyngdin sem hvílir á loftkerfinu (fjögur dekk) hefur ekkert breyst.

Þessu er þó öðurvísi farið ef lokað er á milli allra dekkjana. Þá erum við komnir með fjögur loftkerfi (fjögur dekk) og ef þyngdin eykst á neðri dekkin þá bæði bælast þau meira (rúmmálsminnkun) og þrýstingurinn eykst í takt við formúlu Boyle. Nákvæmlega sama gerist við efri dekkin, þrýstingurinn minnkar en rúmmálið eykst.

Niðurstaðan í báðum tilvikum er samt í raun svipuð, neðri dekkin bælast meira en þau efri :) ...... hver þrýstingurinn er skiptir í raun engu höfuðmáli !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 02.apr 2013, 00:02

Annars er mín reynsla eftir fyrsta veturinn með þennan búnað að:
- ég er alltaf með opið á milli dekkjana en ég er með handvirka kistu. Ég hef ekki ennþá séð ástæðu til að pumpa sérstaklega í tvö dekk umfram önnur.
- sé enga stórkostlega þörf fyrir að vera með fleiri en einn mæli fyrir öll dekkin (tengdur í kistuna). Undantekningin á þessu væri sú að ef slanga fer úr sambandi þá væri hugsanlega hægt að sjá það fyrr að loft er að leka úr því dekki en ef kistan er hvort eð er opin inn á öll dekk þá skiptir það líklega engu máli heldur. Annars hefur þetta gerst tvisvar hjá mér og bæði skiptin þá heyrði ég að eitthvað var að þar sem slangan flæktist og snerist með hnjánum.
- ekkert mál er að leika sér með þrýstinginn í einu eða fleiri dekkjum ef þörf er á þó þú sért bara með einn mæli, þú lokar bara fyrir hin dekkin við kistuna og pumpa síðan í eða hleypir úr
- svörtu landvélahnén hafa enst þokkalega (eitt farið í vetur í 5 snjóferðum) og er það þolanlegt að mínu mati. Ég hef ekkert smurt þau.
- nauðsynlegt er að geta lokað á eitt dekk ef að slanga slátrast og í svoleiðis tilvikum þá verður að vera loki við kistuna til að það leki ekki úr hinum dekkjunum.
- búnaðurinn svínvirkar og ég er mjög ánægður með að hafa komið honum fyrir

Auðvitað geta alltaf komið upp einhver jaðartilvik eins og að keyra í krapapitt með búnaðinn tengdann og missa slöngu úr sambandi og þar af leiðandi loft úr dekkinu sem væri vont en annars held ég að þetta sé bara að virka hjá mönnum.
Síðast breytt af AgnarBen þann 02.apr 2013, 08:46, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Eiður » 02.apr 2013, 00:42

Tjakkur wrote:
Eiður wrote: þú ert að gleyma að hugsa þetta út frá lítra fjölda, ef eitt dekk lendir á steini á ferð eykst þrýstigurinn í því dekki og það virkar eins og loftpressa inn á öll hin og þá minnkar loftmagnið í þessu eina dekki og steinninn fer í felgu (í dæminu...) sama gerist þegar bílinn hallar, það er sami þrýstingur en fleiri lítrar fara í dekkin sem bílinn hallar ekki á. þá er bara þyngdarkrafturinn að pressa lofti á milli dekkja... þannig hugsa ég það allavega


Ég held að engu skipti hvort opið er á milli dekkja þegar ekið er á stein á töluverðri ferð. Höggið af steininum varir mun skemmri tíma en það tekur e-h loftmagn sem máli skiptir að flæða nokkra metra leið eftir 8 mm slöngu.


já þessi svigi: (í dæminu...) var stytting á ef þetta tiltekna tilvik væri jafn órökrétt og öll þau eðlisfræðidæmi sem að ég hef reiknað, getur raun ekki gerst en heiðarleg tilraun til að orða hugsanir mínar haha


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Dúddi » 02.apr 2013, 12:45

Allavegna var ég í ferð með bíl um daginn sem er með svona köngulóarvef, hann var með handvirka kistu og hafði opið á milli allra dekkjana. Svo var brasað í brekku í óratíma sem var frekar erfið en þessi tiltekni bíll vildi bara alls ekki upp, þá var labbað niðrað honum og farið að skoða og þá var bíllinn algjörlega á felgunni að aftan og fullt af lofti í framdekkjunum eftir að hafa hallað svona í brekkuni og þyngdinn aukist á afturhásinguna.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá villi58 » 02.apr 2013, 13:06

Dúddi wrote:Allavegna var ég í ferð með bíl um daginn sem er með svona köngulóarvef, hann var með handvirka kistu og hafði opið á milli allra dekkjana. Svo var brasað í brekku í óratíma sem var frekar erfið en þessi tiltekni bíll vildi bara alls ekki upp, þá var labbað niðrað honum og farið að skoða og þá var bíllinn algjörlega á felgunni að aftan og fullt af lofti í framdekkjunum eftir að hafa hallað svona í brekkuni og þyngdinn aukist á afturhásinguna.

Það er nauðsinlegt að geta lokað fyrir hvert hjól fyrir sig, í hliðarhalla þá loka ég fyrir dekkin sem eru neðar í brekkuni því að það er svo mikill þungi sem leggst á þau, getur þurft að bæta í þau, fer eftir aðstæðum.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 02.apr 2013, 13:17

Dúddi wrote:Allavegna var ég í ferð með bíl um daginn sem er með svona köngulóarvef, hann var með handvirka kistu og hafði opið á milli allra dekkjana. Svo var brasað í brekku í óratíma sem var frekar erfið en þessi tiltekni bíll vildi bara alls ekki upp, þá var labbað niðrað honum og farið að skoða og þá var bíllinn algjörlega á felgunni að aftan og fullt af lofti í framdekkjunum eftir að hafa hallað svona í brekkuni og þyngdinn aukist á afturhásinguna.


Hefði ekki bara nákvæmlega það sama gerst ef lokað hefði verið á milli dekkjana :-)

Það væri samt gaman að gera smá tilraun á þessu og skoða hvort það er einhver sjáanlegur munur á afturdekkjum við svona aðstæður, prófa að keyra upp í brekku með opið á milli, bakka svo niður aftur og loka og prófa aftur og skoða krumpuna. Ætla að reyna að muna eftir því að gera það næst þegar ég fer eitthvað .....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá villi58 » 02.apr 2013, 13:27

AgnarBen wrote:
Dúddi wrote:Allavegna var ég í ferð með bíl um daginn sem er með svona köngulóarvef, hann var með handvirka kistu og hafði opið á milli allra dekkjana. Svo var brasað í brekku í óratíma sem var frekar erfið en þessi tiltekni bíll vildi bara alls ekki upp, þá var labbað niðrað honum og farið að skoða og þá var bíllinn algjörlega á felgunni að aftan og fullt af lofti í framdekkjunum eftir að hafa hallað svona í brekkuni og þyngdinn aukist á afturhásinguna.


Hefði ekki bara nákvæmlega það sama gerst ef lokað hefði verið á milli dekkjana :-)

Það væri samt gaman að gera smá tilraun á þessu og skoða hvort það er einhver sjáanlegur munur á afturdekkjum við svona aðstæður, prófa að keyra upp í brekku með opið á milli, bakka svo niður aftur og loka og prófa aftur og skoða krumpuna. Ætla að reyna að muna eftir því að gera það næst þegar ég fer eitthvað .....

Það er klárlega þannig að þar sem mesti þunginn leggst á dekkin þá síga þau meira (krumpast) loft jú þjappast saman.
Ef þú værir með vatn í dekkjunum þá er það allt annað lögmál.

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Seacop » 02.apr 2013, 16:37

IMG_20130308_140324.jpg
Svona lítur þetta út á framfelgunum
IMG_20130308_140324.jpg
Svona lítur þetta út á framfelgunum
IMG_20130308_140324.jpg
Svona lítur þetta út á framfelgunum
IMG_20130308_140324.jpg
Svona lítur þetta út á framfelgunum
Hér er mín útfærsla á úrhleypibúnaði. Mér sýnist nú flestir vera að gera þetta á mjög svipaðan hátt þó tegund hnjáa, mæla og hvort menn nota rafmagn eða ekki sé misjafn. Ég nota hné og Digital mæli sem ég fékk frá fyrirtæki sem heitir Loft og Raftæki og er staðsett í Kópavogi. Hnén eru rústrfí og með legu og kosta eitthvað í kringum 5000 kallinn stykkið. Mælirinn er á einhvern 25.000. Mælirinn er nákvæmur alveg niður í 0 og nákvæmnin er 0,1 psi.
Ef vel tekst til hjá mér þá gæti verið að mér tækist að setja inn myndir hér fyrir neðan.
Viðhengi
IMG_20130402_161136.jpg
Og hér er svo kistan með kúlulokunum.
IMG_20130402_161120.jpg
Þrýstingurinn á kútnum til vinstri og dekkjaþrýstingur í digital til hægri.
IMG_20130402_093906.jpg
Hér sést hnéð

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Seacop » 02.apr 2013, 16:40

Ja ekki veit ég af hverju það komu 4 myndir af framhjólinu. Kannski metur síðan það svo að það eigi að vera 4 hjól undir bílnum :-)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá kjartanbj » 02.apr 2013, 17:19

þetta hné lúkkar bara eins og það sem ég er með úr landvélum nema þau eru svört.. og kosta einhvern 2500kall stykkið, og hafa enst bara fínt
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá hobo » 02.apr 2013, 17:56

Er það öruggt að hnén frá loft og raftæki séu með legu?
Landvélahnén eru með teflon fóðringu og kosta 3000 kr stk með afslætti.

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Seacop » 02.apr 2013, 19:36

hobo wrote:Er það öruggt að hnén frá loft og raftæki séu með legu?
Landvélahnén eru með teflon fóðringu og kosta 3000 kr stk með afslætti.

Já, það er öruggt. Þau eru með legu.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá villi58 » 02.apr 2013, 20:33

Ert þú með nema í felgunum, ef svo er hvernig útfært ?

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Óskar - Einfari » 02.apr 2013, 21:13

Ég skil ekki verðin á þessum mælum.... 25 til 30 þúsund og jafnvel ennþá meira fyrir mæli sem gerir ekkert merkilega hluti finnst mér geðveiki.

Mér þætti gaman að vita hvernig t.d. svona mælir er í samanburði við 30 þúsund krónu mæli: http://www.ebay.com/itm/Digital-Air-Pressure-Gauge-Electronic-Pneumatic-Gauge-Low-Cost-/111038353261?pt=Pneumatic_Hydraulic_Valves_Parts&hash=item19da66cf6d

Þetta kostar innan við 20 USD og framleiðandi gefur upp mælisvið 0-145 PSI með nákvæmni upp á 0,1 PSI. Eini gallin sem ég sé við mælinn er að hann er ekki með ljós í skjánum.

Síðan ef menn hafa áhuga þá er meira sniðugt inni á þessari uxcell síðu... t.d. nettir plast kranar fyrir svona push-in nylon slöngur fást 5 saman á 18 USD http://www.uxcell.com/pcs-6mm-6mm-dia-push-fitting-pneumatic-connector-hand-valves-p-226553.html
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá kjartanbj » 02.apr 2013, 21:18

er með einn mæli fyrir þrýsting á kerfinu..svo bara gamla góða pennamælinn , gerist ekki einfaldara :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Seacop » 02.apr 2013, 22:06

villi58 wrote:Ert þú með nema í felgunum, ef svo er hvernig útfært ?

Ég er ekki með nema í felgunum, aðeins mælir inn á kistuna og opna svo fyrir það hjól sem ég vil sjá þrýstinginn á. Einn félagi minn keypti sér svona nema á felgurnar og það kerfi virkar vel niður að 5 pundum en þá hættir það að virka.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá villi58 » 02.apr 2013, 22:55

Seacop wrote:
villi58 wrote:Ert þú með nema í felgunum, ef svo er hvernig útfært ?

Ég er ekki með nema í felgunum, aðeins mælir inn á kistuna og opna svo fyrir það hjól sem ég vil sjá þrýstinginn á. Einn félagi minn keypti sér svona nema á felgurnar og það kerfi virkar vel niður að 5 pundum en þá hættir það að virka.

Ég keypti af Ebay helvíti flottan mæli, einn skjár og þrýstingur sést fyrir öll hjól, eini gallinn var að hann virkaði ekki baun.
Það eru sendar sem skrúfast á ventil og ég er með tvo svoleiðis í hverri felgu einn yst og annan sirka 10 cm. innar, það virkaði bara ekki að hafa þá í innri ventlunum, of mikil skerming af felgunum en þegar ég setti þá á ytri ventlana þá fór draslið að virka annað slagið. Þannig að ég setti einn á kranakistuna og þá er í lagi, ég get ekki haft sendana í ytri ventlunum vegna þess að þeir rústast bara ef ég lendi á klakaköggul, þannig að þetta varð ekki eins og ég var að vona.

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Seacop » 09.apr 2013, 19:01

IMG_20130409_110033.jpg
Gat í gegnum brettakandinn
IMG_20130409_110046.jpg
Tengið fyrir innan
IMG_20130409_110135.jpg
Og slangan tengd
Mér hefur fundist ljótt að hafa gegnumtökin í brettaköntunum og ákvað því að reyna aðra leið. Ég byrjaði á að setja gegnumtökin á stigbrettið en var ekki að fíla það og tók mig því til í gærkvöldi og breytti þessu eins og myndirnar sýna. Mun þetta virka? eða verður þetta til vandræða?


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá kjartanbj » 09.apr 2013, 21:30

getur verið helv leiðinlegt að taka slöngurnar af eftir notkun ef það er allt orðið út í snjó þarna og frosið þarna í kring
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Seacop » 09.apr 2013, 22:13

Já..gæti verið. Er samt búinn að vera að skoða þetta í vetur og þarna er t.d. aldrei klaki. Ákvað að prófa þetta svona og svo færir maður þetta bara ef þetta gengur ekki upp. Ég hef líka smá áhyggjur af grjótkasti í sumar... það gæti skemmt gegnumtökin.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá villi58 » 09.apr 2013, 22:23

Seacop wrote:
IMG_20130409_110033.jpg
IMG_20130409_110046.jpg
IMG_20130409_110135.jpg
Mér hefur fundist ljótt að hafa gegnumtökin í brettaköntunum og ákvað því að reyna aðra leið. Ég byrjaði á að setja gegnumtökin á stigbrettið en var ekki að fíla það og tók mig því til í gærkvöldi og breytti þessu eins og myndirnar sýna. Mun þetta virka? eða verður þetta til vandræða?

Dragðu gúmmí slöngu upp á loftslöngurnar þá ætti þetta að vera til friðs, ekki verra að reyna koma dragböndum til að halda þessu föstu. Notaðu svört dragbönd helst frá Wurth, þau eru einnar skást, mjúkt plast í þeim.


gundur
Innlegg: 16
Skráður: 04.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Guðmundur Guðmundsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gundur » 18.nóv 2013, 19:53

Sælir félagar

Nú er snjórinn kominn, eru menn klárir á fjöll. Hvaða litur verður á búnaðinum á nýju ári?

kv. gundur


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá emmibe » 05.nóv 2014, 13:17

AgnarBen wrote:
Dúddi wrote:Allavegna var ég í ferð með bíl um daginn sem er með svona köngulóarvef, hann var með handvirka kistu og hafði opið á milli allra dekkjana. Svo var brasað í brekku í óratíma sem var frekar erfið en þessi tiltekni bíll vildi bara alls ekki upp, þá var labbað niðrað honum og farið að skoða og þá var bíllinn algjörlega á felgunni að aftan og fullt af lofti í framdekkjunum eftir að hafa hallað svona í brekkuni og þyngdinn aukist á afturhásinguna.


Hefði ekki bara nákvæmlega það sama gerst ef lokað hefði verið á milli dekkjana :-)

Það væri samt gaman að gera smá tilraun á þessu og skoða hvort það er einhver sjáanlegur munur á afturdekkjum við svona aðstæður, prófa að keyra upp í brekku með opið á milli, bakka svo niður aftur og loka og prófa aftur og skoða krumpuna. Ætla að reyna að muna eftir því að gera það næst þegar ég fer eitthvað .....


Nú fór ég í smá prufutúr með nýja dótið, stoppaði í halla í 15 mín með opið á milli allra dekkjannaog það var nákvæmlega sami þrýstingur í þeim en örlítið meiri krumpa að aftan.
DSC_2663.jpg
DSC_2663.jpg (155.53 KiB) Viewed 4806 times

DSC_2666.jpg
DSC_2666.jpg (110.53 KiB) Viewed 4806 times

DSC_2669.jpg
DSC_2669.jpg (120.86 KiB) Viewed 4806 times
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 05.nóv 2014, 13:32

Þrýstingurinn mun alltaf verða sá sami, alveg sama hvað þú setur mikla þyngd á afturendann, eðlisfræðin segir okkur það. Aftur á móti fræðilega séð þá flæðir væntanlega loft (í lítrum talið) á milli dekkjanna við svona aðstæður ef kistan er opin á milli fram- og afturdekkja. Hversu mikið og hvort það skiptir í raun einhverju máli er áhugaverð pæling sem ég hef ekki tekið en mín tilfinning er að það sé ekkert voðalega mikið. Ég hef kistuna alltaf opna nema etv í miklu brekkuspóli þar sem ég sé fram á talsverða vinnu í miklum halla í einhvern tíma, þá loka ég á milli dekkja en ég held að það sé nú meira svona af samviskusemi en það skipti einhverjum meginmáli ....... nema auðvitað ef þú affelgar á einu að þá missir þú ekki út af öllum dekkjunum :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá emmibe » 05.nóv 2014, 14:56

Sammála því, en ég mun prufa þetta ítarlega og mæla og gera þegar maður kemmst í snjó, en ég mun loka milli dekkja í langvarandi halla það er einhvað sem segir manni að það sé rökrétt :-) Það verður mjög gaman að sjá hvað drifgetan eykst í svona litlum og léttum bíl með svona útbúnaði eins minnkuð hætta á að gata dekk svona á haustin milli skafla.
Eruð þið að smyrja í snúningshnén að er það bara verra?
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Izan » 05.nóv 2014, 23:16

AgnarBen wrote:Þrýstingurinn mun alltaf verða sá sami, alveg sama hvað þú setur mikla þyngd á afturendann, eðlisfræðin segir okkur það. Aftur á móti fræðilega séð þá flæðir væntanlega loft (í lítrum talið) á milli dekkjanna við svona aðstæður ef kistan er opin á milli fram- og afturdekkja.


Nei vinur minn. Loftið fer af stað vegna þess að það er ekki sami þrýstingur en eðli loftsins er að leita jafnvægis.

Ef þú kreistir blöðru hvað gerist þá? Hún springur og af hverju er það?

Sama gerist með dekk, þú ert með ákveðið margra lítra pláss í hverju hjóli og þegar aukin þyngd leggst á það minnkar plássið í því og ef loftið á enga flóttaleið þá eykst þrýstingurinn sem því nemur. Ef loftið kemst út í andrúmsloftið fer það út þangað til fullkomnu jafnvægi er náð og ef það kemst í annað hjól leitar loftið þangað þar til jafnvægi er náð. Mismunur á þrýstingi ræður því hversu hratt það gerist.

Sama gerist að framan þegar þyngdin minnkar á hjólunum, plássið í dekkjunum eykst og þrýstingurinn í dekkinu minnkar.

Það er gersamlega tilgangslaust að gera svona prófanir á meterslöngum bíl á 31" dekkjum. Munurinn verður fyrst þegar dekkin eru orðin stór og bíllinn stendur í miklum halla. Þú ættir að geta prófað þetta með því að láta bílinn standa í verulegum halla, eins og þú þorir, bíða í smástund (eina rettu eða svo) skrúfa svo fyrir öll dekk og keyra niður á jafnsléttu. Mældu svo. Þá ættu framdekkin að vera mælanlega með hærri þrýsting heldur en aftur vegna þess að loftið lagði á flótta þangað þegar þyngdin færiðst á afturdekkin.

Á meðan þú stendur með opið milli allra hjóla er þrýstingurinn sami í öllum dekkjum vegna þess að kerfið leitar jafnvægis.

Kv Jón Garðar

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 08.nóv 2014, 03:54

Izan wrote:
AgnarBen wrote:Þrýstingurinn mun alltaf verða sá sami, alveg sama hvað þú setur mikla þyngd á afturendann, eðlisfræðin segir okkur það. Aftur á móti fræðilega séð þá flæðir væntanlega loft (í lítrum talið) á milli dekkjanna við svona aðstæður ef kistan er opin á milli fram- og afturdekkja.


Nei vinur minn. Loftið fer af stað vegna þess að það er ekki sami þrýstingur en eðli loftsins er að leita jafnvægis.



Ég var nú reyndar að tala um að þegar opið er á milli fram og afturhjóla að þá breytist þrýstingurinn ekkert í afturdekkjunum þar sem loftrýmið leitar að jafnvægi eins og þú lýsir ágætlega sjálfur en nóg um það. Ég held að rúmmálsminnkunin í raunveruleikanum sé nú frekar lítil nema kannski við 2-3 psi.

Ég sló á það að gamni hvað þrýstingurinn hækkar mikið í 38" dekki sem er í 10 psi við 10% rúmmálsminnkun og það er ca 1 psi en þessi rúmmálsminnkun er nú væntanlega fjarri raunveruleikanum ! Gaman væri að prófa hvað þrýstingurinn hækkar mikið við að setja 500 kg á 38" dekk sem er annars vegar í 3 psi og hins vegar 10 psi. Auðvelt að gera það með því að tjakka upp eitt dekk og fylgjast með mælinum fyrir úrhleypibúnaðinn þegar þyngd er sett á það aftur.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá emmibe » 08.nóv 2014, 09:14

Izan wrote:
AgnarBen wrote:Þrýstingurinn mun alltaf verða sá sami, alveg sama hvað þú setur mikla þyngd á afturendann, eðlisfræðin segir okkur það. Aftur á móti fræðilega séð þá flæðir væntanlega loft (í lítrum talið) á milli dekkjanna við svona aðstæður ef kistan er opin á milli fram- og afturdekkja.


Nei vinur minn. Loftið fer af stað vegna þess að það er ekki sami þrýstingur en eðli loftsins er að leita jafnvægis.

Ef þú kreistir blöðru hvað gerist þá? Hún springur og af hverju er það?

Sama gerist með dekk, þú ert með ákveðið margra lítra pláss í hverju hjóli og þegar aukin þyngd leggst á það minnkar plássið í því og ef loftið á enga flóttaleið þá eykst þrýstingurinn sem því nemur. Ef loftið kemst út í andrúmsloftið fer það út þangað til fullkomnu jafnvægi er náð og ef það kemst í annað hjól leitar loftið þangað þar til jafnvægi er náð. Mismunur á þrýstingi ræður því hversu hratt það gerist.

Sama gerist að framan þegar þyngdin minnkar á hjólunum, plássið í dekkjunum eykst og þrýstingurinn í dekkinu minnkar.

Það er gersamlega tilgangslaust að gera svona prófanir á meterslöngum bíl á 31" dekkjum. Munurinn verður fyrst þegar dekkin eru orðin stór og bíllinn stendur í miklum halla. Þú ættir að geta prófað þetta með því að láta bílinn standa í verulegum halla, eins og þú þorir, bíða í smástund (eina rettu eða svo) skrúfa svo fyrir öll dekk og keyra niður á jafnsléttu. Mældu svo. Þá ættu framdekkin að vera mælanlega með hærri þrýsting heldur en aftur vegna þess að loftið lagði á flótta þangað þegar þyngdin færiðst á afturdekkin.

Á meðan þú stendur með opið milli allra hjóla er þrýstingurinn sami í öllum dekkjum vegna þess að kerfið leitar jafnvægis.

Kv Jón Garðar

Jón Garðar, gott gott ég þarf þá ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessu, á mínum litlu dekkjum :-)
Ég ætla mér nú samt að prufa þetta í allan dag og hafa gaman að.......
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Izan » 08.nóv 2014, 09:24

Sælir

Éeg nefninlega prófaði þetta alveg óvart um daginn. Var að setja handónýtt 44 undir Pattann minn og það var svo gersamlega vindlaust að þegar ég opnaði ventilinn saug dekkið loft inn. Þegar dekkið var komið undan gleymdi ég mér aðeins og lét hann bara flakka niður af tjakknum og hann bara stóð ágætlega í dekkið.

Þegar hann stóð á tjakknum var andrúmsloftsþrýstingur í dekkinu en eftir að bíllinn stóð í dekkið mældi ég einhver 2-3 pund. Ég man töluna ekki alveg en ég man að ég hugsaði að ég hefði keyrt á sambærilegum þrýstingi.

Þarna var þyndaraukniongin veruleg sem dekkið þurfti að taka og þ.a.l. rúmtaksminnkunin líka en þó ekki svo svakaleg. Minnir mann kannski aðeins á hvað þetta er lítill loftþrýstingur sem bíllinn stendur í og gefur manni von um að geta bjargað sér loftdælulaus til byggða bara ef tjakkur er með í för.

Kv Jón Garðar

emmibe wrote:Jón Garðar, gott gott ég þarf þá ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessu, á mínum litlu dekkjum :-)
Ég ætla mér nú samt að prufa þetta í allan dag og hafa gaman að.......


Ég ætlaði engann að móðga og því síður draga úr tilraunagleðinni. Lestu aðeins lengra en þetta sem þú svartmerktir og kannski væri meiri munur að bakka upp í mikinn halla, doka svolítið, loka fyrir allt og keyra svo áfram upp í mikinn halla og mæla. Þannig er munurinn mestur.


gudjonarnarr
Innlegg: 65
Skráður: 09.okt 2011, 00:08
Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gudjonarnarr » 04.feb 2015, 16:02

núna var ég að panta mér að utan loka, mæli, slöngur og annað í úrhleipibúnað,. ég er með loftpúða kerfi sem er 1 3way loki sem hleipir úr,í,kirrstaða(mælir) svo 2way lokar til að opna inná hvern púða fyrir sig. við þetta ættla ég að bæta 1 3way loka sem verður tengdur við úr/í lokann, þannig ég opna inná þessa 4 loka fyrir dekkin og ef ég loka þá tengist hann við mælinn sem er 0-20psi. svo já þessir 4 lokar til að opna inná hvert dekk fyrir sig.
Image
svona var þetta í bílnum, fyrir púðana svo bæti ég bara við 5 svona tökkum við sem ég toga upp til að opna, 4 til að opna inná dekkin og 1 lyfti upp til að opna inná lokann sem hleipir úr eða í og svo ef ég ýti niður þá er hann tengdur við mælinn. þá get ég opnað inná hvert dekk fyrir sig til á sjá þrýstinginn í hverju dekki fyrir sig

keypti 5 loka
1 mæli 0-20psi
25m slöngu 8mm
10 tengi 8mm þarf svo að kaupa eitthvað hérna heima líka
kostar um 25 þús fyrir utan tolla
þa vantar mig bara tengin fyrir slöngurnar í dekkin og festingu í felguna

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Járni » 04.feb 2015, 23:01

Guðjón: Þetta er áhugavert, hvaðan pantarðu þetta?
Land Rover Defender 130 38"


gudjonarnarr
Innlegg: 65
Skráður: 09.okt 2011, 00:08
Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gudjonarnarr » 05.feb 2015, 15:14

www.aliexpress.com
er samt hættur við mælinn því hann er víst 10cm í þvermál. ættla bara að panta frá ebay þeir virðast ekki kosta jafn mikið, en ég er mjög sáttur við að finna leið til að mæla í dekkjunum án þess að það sé möguleiki að eiðileggja mælinn þegar maður dælir inná dekkin þá kemst maður upp með að vera með 0-15 ,0-20 eða 0-30 psi mælir og verið mjög nákvæmur án þess að vera með rándýran digital mæli


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá kjartanbj » 05.feb 2015, 18:39

bara fara beint í Digital mæli, hann þarf ekki að vera svo dýr, kosta svona 15þús ca, svo finnst mér engin þörf á að vera með einhverjar gríðarlega nákvæma mæla, maður hleypir úr þangað til bíllinn fer að drífa.. skiptir engu máli hvort hann sé í 1.5psi eða 2 eða 3
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


gudjonarnarr
Innlegg: 65
Skráður: 09.okt 2011, 00:08
Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gudjonarnarr » 06.feb 2015, 17:09

maður hefur nu samt heirt að menn séu mjög nákvæmir á þessu, en þeir sem ég finn eru sagðir frá 14.7 og uppúr og það er náttúrulega ekki nóg þá er alveg eins gott að vera með skífu mæli


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir