Olíumælir í hilux

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
andrijo
Innlegg: 111
Skráður: 22.aug 2011, 14:37
Fullt nafn: Andri Johnsen
Bíltegund: Patrol 35"

Olíumælir í hilux

Postfrá andrijo » 02.júl 2014, 00:13

Sælir félagar
Lenti í því á fjöllum í seinustu viku að olíumælirinn sveik.
Þannig er að ég er með toyota hilux 2000 árgerð 2.4 turbo diesel.
Var á leið í bæinn að sækja vistir og þegar ég var búinn að keyra í um það bil tvo tíma á grófum og grýttum vegi þá reyndi hann að ljúga mig fullan að olíutankurinn væri fullur.
Ég var alveg miður mín og hélt að ég hefði verið að dæla óvart á milli tanka en þegar stoppað var á næstu eldsneytisstöð kom í ljós að svo var ekki. Svo...eldsneytismælirinn er full of shit og þykist vera fullur en svo er ekki. Hvað getur verið að hrjà hann?




grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Olíumælir í hilux

Postfrá grimur » 02.júl 2014, 00:35

Útleiðsla held ég.
Ef ég man rétt virkar þetta þannig að mælirinn gefur jörð, því minna viðnám í jörð því meira í tank birtist skv. mæli.
Ef vírinn nær í jörð annars staðar stendur mælirinn í botni.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Olíumælir í hilux

Postfrá sukkaturbo » 02.júl 2014, 07:59

Sæll settu góða jörð á mótstöðuna


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: Olíumælir í hilux

Postfrá naffok » 02.júl 2014, 12:31

Hvernig virkar þetta almennt, jörð inn á mótstöðu og tveir vírar út sem fara upp í mæli. eiga væntanlega að gefa mælinum jörð. Málið er að minn mælir fer bara beint í botn og ef hann er tengdur þá er jörð á öllum 3 vírunum niðrí tank en ef ég tek mælinn úr sambandi þá er bara jörð á réttum stað og ekkert á hinum. Það er ekki dæla í tanknum svo það er enginn vír fyrir annað en mótstöðu þarna

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Olíumælir í hilux

Postfrá svarti sambo » 02.júl 2014, 13:22

Almennt er þetta yfirleitt þannig að skynjarinn er breytileg mótstaða eftir olíuhæð,hita eða þrýsting. Síðan mæla mælarnir annaðhvort spennu sem kemur til baka eða viðnámið í nemanum. Ef vír fer í sundur eða missir samband, þá fara mælarnir yfirleitt í botn.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 43 gestir