Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá sukkaturbo » 20.jún 2014, 20:36

Sælir félagar. Þar sem mér var farið að leiðast og 54" Cruserinn búinn og kominn á götuna og ekkert bilar og lítið að gera nema laga kaffi ofan í vanþakkláta félaga, þá fór ég að svipast um eftir öðru verkefni.Ég hringdi í góðan vin minn í Reykjavík og bað hann um að selja mér gamlan Ford 150 sem hann á árgerð?? veit ekki enn þá.

Hann tók vel í það og sagði að ég fengi bílinn á eina krónu. Eftir smá þref og prútt fékk ég að borga hann með afborgunum eða í þrennu lagi og vinurinn fékk forkaupsrétt í bílnum að verki loknu ef ég mundi selja hann sem er mjög ólíklegt,eins og þeir vita sem þekkja mig. Sonur minn hann Guðni mun verða aðaleigandi Fordsins ef allt gengur upp. Hann mun stjórna verkinu og ég mun svo aðstoða hann eftir fremsta megni.Ég reyndi að fá Snilla vin í félagið en þegar hann sá bílinn flutti hann úr bænum og hefur ekki séðst síðan
Þessi bíll var staðsettur á geymsluplani í Hafnarfirði og var hann sóttur þangað þar sem hann var á kafi í rusli og hjólin föst og að ég held allt annað er fast eða rygðað til ólífis sem er bara gaman þoli ekki þessa nýju bíla sem alltaf eru í lagi. Bíllinn var fluttur norður með Nesfrakt. Ekki var hægt að draga hann áfram því annað afturhjólið var fast svo hann var dreginn aftur á bak inn í skúr og settur á lyftu nú í dag. Fyrsti vinnudagur er á morgun Jónsmessu. Ég ætla að reyna að halda uppi einhverjum skrifum og myndum í kringum þetta verkefni. Vélinn í bílnum er v-8 ford 400 cubic með fjögrahólfa Edilbrock blöndung MSD kveikjukerfi og hefur ekki farið í gang í nokkur ár hann er fjögra gíra beinskipur og það er klafahásing að framan dana 44 og 8,8 að aftan held ég og 33" dekk.
Ef einhver kannast við þennan bíl svo sem hvað var gert í vél og hvaða númer var á honum væri gott að fá allar upplýsingar hér svo og ef einhver veit um fyrri eigendur eða þekkir þá kveðja Tilli
Viðhengi
photo1.jpg
photo1.jpg (58.26 KiB) Viewed 7160 times
20140520_131745.jpeg
20140520_131745.jpeg (63.44 KiB) Viewed 7160 times
DSC00379.JPG
DSC00379.JPG (127.51 KiB) Viewed 7160 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 20.jún 2014, 20:44, breytt 3 sinnum samtals.




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá biturk » 20.jún 2014, 20:39

þú ert vondur maður guðni! þú vekur upp þessar aðgerðakenndir í manni sem að fær veskið til að stynja þungt og eymdarlega
head over to IKEA and assemble a sense of humor


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá JLS » 21.jún 2014, 10:25

Guðni, nú fórstu alveg með það. Þetta er minn gamli. Þessi var 6 cyl 300 og sett var í hann 351 windsor sem eitthvað var að og var hent og ég setti svo þessa 400 vél og kassa í hann. Stimplar og legur og olíupanna knastás og hvað eina fór nýtt í 400 vélina. Ekkert tjúnn dót samt en þetta apparat mökkvirkaði og það var alltaf gaman að spóla út 3 ja gírinn, pústið var svo undan pallinum framan við annað hjólið og mikill hávaði. Það var eitthvað ?L -991 númer. Ég skal reyna finna myndir.
En mín fyrrverandi velti Ford Ranger bíl sem ég hafði til umráða og hafði ekki ráð á að borgann svo ég neyddist til að pranga lélagann Ranger af Kristjáni og greiðslan var þessi blái og einhverra hluta hef ég alltaf dauðséð eftir þessum haug. Ég mætti kannski bjóða þér 2 krónur í hann og 2 dyra 76 árgerð að Range Rover í staðinn :)
En það er alveg sama hvernig hann var keyrður þessi bíll eða hvaða vél var í honum, hann fór nánast aldrei undir 25 lítra á hundraðið :)


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá JLS » 21.jún 2014, 10:37

MX-991 er númerið.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá sukkaturbo » 21.jún 2014, 11:53

Sæll Jens glæsilegt að hitta svona á þig þú þarft að renna norður og skoða gripinn og aðstoða mig við að koma honum í gang væri gaman að heyra í þér í síma þegar þú hefur tíma til að spjalla. Það er hellingur eftir í þessum bíl og hann ber þess merki að það hefur verið vandað til vinnu við hann á sínum tíma. Síminn minn er 8925426 kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá sukkaturbo » 21.jún 2014, 11:57

Meira um bílinn:
FORD - F150 (Blár)
Skráningarnr:
MX991
Fastanr:
MX991
Verksmiðjunr:
1FTEF14Y3HNA54191
Fyrst skráð:
01.01.1987
CO2 losun:
g/km
Eiginþyngd:
1820 kg
Staða:
Úr umferð
Næsta skoðun:
01.01.2004


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá JLS » 21.jún 2014, 13:41

Já, það hefur staðið til hjá mér og vini mínum sem er með betrumbættan Cummins/Patrol að kíkja á Sigló í kaffi og þetta ytir heldur betur undir það. Ég hringi á morgun og spjalla. Og já, það var ekki ryðblettur í þessum bíl er ég átti hann og ekki til tíst né skrölt. Var mjög ljúfur af svona pekköpp að vera.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá sukkaturbo » 21.jún 2014, 18:52

Sælir eitthvað komið af ryði bremsuskálar fastar og eitt hjól kolfast en er nú laust og handbremsubarkar eðlilega orðnir fastir og ónýtir ein og flest í bremsum eins og búast má við. Reif þetta allt í dag og þreif mesta ryðið og fór svo í að finna út úr tengingum á kveikjukerfinu en þar var allt slitið í sundur. Endaði með því að hringja í vin minn hann Steina eigandan á bílaverkstæðinu Múlatindi í dag og bað hann um að koma yfir á Sigló og aðstoða mig. Steini tók því vel að venju þegar hann er beðinn um aðstoð og mætti með stór Chilton bók undir hendinni og á hálftíma var búið að tengja og betrumbæta kveikjukerfið og bíllinn rauk í gang og gekk eins og saumavélin hjá konunni minni þegar hún er að prjóna á mig sokka. Steini hafði á orði að þessi vél væru furðulega þýðgeng sem hún er. Næst er að fara að laga til í víra ruslinu og hreins og skafa og mála og allt þetta skemmtilega og setja í gang á klukku tíma fresti og hlusta á vélina meðan maður drekkur einn kaffibolla. Hvað er betra en það . kveðja guðni
Viðhengi
DSC00384.JPG
DSC00384.JPG (114.18 KiB) Viewed 6666 times
DSC00390.JPG
DSC00390.JPG (129.62 KiB) Viewed 6666 times


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá Hjörvar Orri » 21.jún 2014, 22:32

Hvað fara stórar túttur undir þennan?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá sukkaturbo » 21.jún 2014, 23:06

Þessi verður bara á 33 og sem mest orginal fyrir utan vél og kassa kveðja guðni


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá JLS » 21.jún 2014, 23:31

Ég held að það sé ekki búið að aka vélinni 3000 km síðan ég gangsetti hana eftir uppgerð, það kæmi mér á óvart ef olían væri orðin lituð, nema þá helst skítug af elli. Mig rámar í að Kristján hafi talað um að einhver ættingi hans hafi verið að prufa bílinn og viftuspaðinn brotnað og slitið rafkerfið við kveikjuna. Bíllinn hefur trúlega ekki verið gangsettur síðan. Magnað að rellan sé ekki föst.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá sukkaturbo » 22.jún 2014, 08:39

Sælir vélin malar eins og kisi sem er búinn að lepja rjóma oog olían er hrein og fín. Þarf að gera rafkerfinu til góða en það er eins og hausinn á Gilitrutt eðaa grílu allt út um allt og svo eitthvaða af ryðbætingum.En er ekki 8,8 afturhásing í fordinum? kveðja guðni

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá jongud » 22.jún 2014, 13:22

Það er spurning hvort það sé ekki hægt að fá einhversstaðar tilbúið víralúm í vélarsalinn, það eru til nokkur fyrirtæki sem eru að framleiða svoleiðis.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá sukkaturbo » 22.jún 2014, 17:48

Sælir í dag var ég að brasa við að reyna að losa um kveikjuna til að geta seinkað henni aðeins. Það var alveg sama hvernig ég tók á kveikjunni að hún hreifðist ekki og endaði það með því að bíllinn snérist einn fjórða úr hring neðan í kveikjunni. Ég setti WD-40 og reyndi að dúnka létt á kveikjubotninn og setti svo töng á hann og hjakkaði í þessu í tvo tíma.
Þegar fór að þykkna í mér ákvað ég að hætta áður en ég snéri helvítið í sundur því þetta er bara áldrulla sem er búinn að bíta sig fasta í blokkina. Eru einhver ráð önnur en dýnmít til að losa þetta með góðu. Tekinn var hringur á fordinum og lofar hann góðu svona við fyrstu kynni. Nú tekur sonurinn við og klárar verkið. kveðja guðni
Viðhengi
DSC00395.JPG
drengurinn kominn um borð
DSC00395.JPG (186.21 KiB) Viewed 6238 times
DSC00397.JPG
helvítis kveikjan mæti halda að hún væri rafsoðin föst.Þessi mótor virkar annars andskoti hraustur á mig enda ég vanur sukku disel
DSC00397.JPG (151.75 KiB) Viewed 6238 times

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá Stebbi » 22.jún 2014, 23:04

50/50 sjálfskiptivökvi og acentone eftir að þetta hefur verið hitað duglega á víst að vera gamalt húsráð að westan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Bawse
Innlegg: 22
Skráður: 20.des 2012, 16:50
Fullt nafn: Guðni brynjar Guðnason
Bíltegund: bmw
Staðsetning: Siglufirði

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá Bawse » 23.jún 2014, 23:43

smá myndband frá því hann fór í gang hjá okkur
https://www.youtube.com/watch?v=d8vdn0n_Xj4
Toyota Hilux 38"


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Tilli og Lilli með nýtt verkefni

Postfrá tommi3520 » 24.jún 2014, 04:48

fíla svona! gaman líka hvað vélin er að koma á óvart og að þetta sé ekki einhver slöpp slitin átta.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir