Síða 1 af 1
Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 18.jún 2014, 22:46
frá haffiamp
er með terrano dísel 98 og var að setja í hann boostmælir, hvar get ég tengt slönguna?
það er t.d einhverskonar membra held ég við hliðina á intercoolernum sem virðist opna fyrir hann inná soggrein og það kemur grönn slanga inná þessa membru sem stýrir henni væntanlega, get ég sett T stykki inná þá slöngu ?
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 19.jún 2014, 09:52
frá villi58
Hjá mér er membran á túrbínuni og grönn slanga sem Té-stykkið er sett á, líklega þessi slanga hjá þér, bara prufa.
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 19.jún 2014, 12:09
frá haffiamp
Er það svipuð membra og hjá mér / gerir það sama?
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 19.jún 2014, 13:01
frá villi58
Það er erfitt að segja þar sem ég þekki ekki til bílsins þíns, mynd mundi ekki skemma og svo hlítur einhver sem þekkir þetta að koma hér inn.
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 19.jún 2014, 13:34
frá haffiamp
Já ég vissi það, var að meina hvort membran hjá þér væri að gera það sama opna intercooler eða álíka, það er sami þrýstingur allsstaðar í kerfinu er það ekki? Bara spurning um að finna góðan stað til að koma tengi fyrir
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 19.jún 2014, 13:55
frá villi58
haffiamp wrote:Já ég vissi það, var að meina hvort membran hjá þér væri að gera það sama opna intercooler eða álíka, það er sami þrýstingur allsstaðar í kerfinu er það ekki? Bara spurning um að finna góðan stað til að koma tengi fyrir
Þetta er eitthvað altannað system en það sem ég þekki, membran er á túrbínunni og opnar wastergate loka.
Það kemur örugglega einhver hér inn sem er með þetta á hreinu.
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 19.jún 2014, 14:00
frá baldur
Það er best að tengja boost mæli við soggrein. Hlýtur að vera einhver vakúmnippill á greininni sem hægt er að tengja inn á.
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 19.jún 2014, 19:13
frá haffiamp
kíki á þetta, þakka ráðin
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 21.jún 2014, 00:05
frá Aparass
baldur wrote:Það er best að tengja boost mæli við soggrein. Hlýtur að vera einhver vakúmnippill á greininni sem hægt er að tengja inn á.
Þetta er diesel mótor.
Það er ekkert vacum á þeim, bara bensín vélum þar sem spjald lokar fyrir greinina.
Þess vegna eru vacum dælur á diesel mótorum og það er ekki hægt að mæla túrbínuþrýsting á því.
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 21.jún 2014, 14:44
frá Gilson
Aparass wrote:baldur wrote:Það er best að tengja boost mæli við soggrein. Hlýtur að vera einhver vakúmnippill á greininni sem hægt er að tengja inn á.
Þetta er diesel mótor.
Það er ekkert vacum á þeim, bara bensín vélum þar sem spjald lokar fyrir greinina.
Þess vegna eru vacum dælur á diesel mótorum og það er ekki hægt að mæla túrbínuþrýsting á því.
Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 23.jún 2014, 11:08
frá baldur
Aparass wrote:baldur wrote:Það er best að tengja boost mæli við soggrein. Hlýtur að vera einhver vakúmnippill á greininni sem hægt er að tengja inn á.
Þetta er diesel mótor.
Það er ekkert vacum á þeim, bara bensín vélum þar sem spjald lokar fyrir greinina.
Þess vegna eru vacum dælur á diesel mótorum og það er ekki hægt að mæla túrbínuþrýsting á því.
Frábært, æðislegt. Sumar díselvélar eru með svona spjald, reyndar orðnar ansi margar þannig núorðið til að hafa betri stjórn á loftmagninu og delta þrýstingi milli pústs og inntaks (fjandans mengunarvesen) En soggreinin hlýtur samt að vera með slöngunippla sem hægt er að tengja þrýstilögn inn á (vakúmslanga er slíkt oftast kallað). Og þar getur vissulega verið vakúm þótt það nægi ekki til að knýja bremsur undir venjulegum kringumstæðum.
Hvað um það, í soggreininni ertu að lesa þrýstinginn sem vélin "sér", það er þrýstingurinn sem skiptir máli.
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 23.jún 2014, 19:26
frá svarti sambo
Boost mælir er ekki bara sog-mælir. Maður getur verið með boost pressure mælir fyrir dísel vélar og hann tengist inná soggrein. Það er líka hægt að vera með tvívirkann mælir. Spurningin er frekar, hvort að það sé mínus fyrir framan tölurnar á skalanum eða ekki. Hvort að þetta sé sogmælir eða þrýstimælir.
Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Posted: 24.jún 2014, 00:45
frá Aparass
Það fæst núna svona mekanískur turbomælir í VDO og hann sýnir -0.5 og upp í 1.5 frábær mælir.