Síða 1 af 1
Sjálfskipting í LC80
Posted: 17.jún 2014, 22:37
frá Kriss Kross
Sjálfskipting er orðin hrekkjótt hjá mér í LC80.
Hverjir eru góðir (mælt með) í að skoða skiptingar og taka upp ef með þarf aðrir en Ljónstaðabræður - alltaf gott að hafa valkosti :o)
Hafa menn verið að kaupa notaðarskiptingar og skipta út - væri gaman að heyra af reynslu annarra.
KS
Re: Sjálfskipting í LC80
Posted: 18.jún 2014, 00:33
frá Polarbear
hvernig er hún að hrekkja? það er -mjög- mikilvægur vír sem er tengdur við olíugjöfina og hann þarf að vera rétt stilltur, annars er skiptingin alveg úti að skíta. Eins þarf nýrri skiptingin bæði hraða- og snúningshraða til að vera ánægð....
Re: Sjálfskipting í LC80
Posted: 18.jún 2014, 09:19
frá Kriss Kross
Hún á það til að skipta sér ekki niður þegar maður stoppar (hemlar) t.d. á ljósum, vill taka afstað í hærri gír og þá lullar hann hægt afstað og síðan skiptir hún sér.
KS
Re: Sjálfskipting í LC80
Posted: 18.jún 2014, 09:38
frá Polarbear
hvaða árgerð er bíllinn?
kemur D ljósið í mælaborðinu þegar þú setur hana í Drive?
þegar þetta gerist og þú setur hann í 1. með stönginni, fer hann þá í 1. gír?
þegar þetta gerist, blikkar þá overdrive- ljósið í mælaborðinu ef hann er í overdrive?
Mér finnst þetta hljóma eins og það sé farið í honum Solenoid. það er ekki mikið mál að skipta um það sjálfur, en þó þarf að tappa olíunni af sjálfskiptipönnuni og taka hana af, og þá blasa solenoid-in við. trikkið er bara að skipta um rétt solenoid :) ég gerði þetta hjá mér bara inní bílskúr þegar þetta kom fyrir hjá mér.
Mundu bara að mæla nákvæmlega hvað kemur mikill vökvi úr pönnuni og settu sama magn af sjálfskiptivökva á aftur. það þarf að fylla á hana í gegnum mælirörið uppí húddi og það er sóðalegt og gengur yfirleitt hægt....
Það borgar sig líka að skipta um síuna ef þú ert að opna þetta á annað borð :)
ef þú villt ræða þetta nánar þá geturðu verið í sambandi.
kv,
Lalli.
Re: Sjálfskipting í LC80
Posted: 18.jún 2014, 09:53
frá Kriss Kross
Hæ
Takk fyrir þetta.
´93 keyrður 360 þús.
Hef ekki tjekkað þetta með ljósin í mælaborðinu sérstaklega - skal skoða það betur. Ef þau eru að hegða sér óeðlilega - hvað merkir það?
Ef ég set í 2,L eða N þá skiptir hann sér venjulega niður en vill stundum standa aðeins á sér.
KS