Síða 1 af 1

Loftlæsing með sjálfstæðann vilja

Posted: 06.jún 2014, 21:18
frá Doddi23
Sælir

Við erum með Y61 Patrol sem er loftlæstur að aftan og er læsingin að hegða sér mög undarlega. Hún tók upp á því að fara á og af eins og henni þóknaðist sjálfri og kemur stundum hár smellur þegar ég beygji til hægri sem mig grunar að sé vegna þess að læsingin sé ekki alveg á og sleppi í beygju. Ég er búinn að aftengja loftið frá segullokanum þar sem að mig grunaði að hann væri að leka en það breytti engu, hún heldur sínu striki :(
Er þetta eitthvað sem þið kannist við eða vitið hvað getur verið að?

Kv.
Þórður

Re: Loftlæsing með sjálfstæðann vilja

Posted: 06.jún 2014, 21:57
frá villi58
Er ekki gormur í þessu hjá þér, hugsanlega brotinn.

Re: Loftlæsing með sjálfstæðann vilja

Posted: 06.jún 2014, 23:37
frá Izan
Sæll

Loftlæsing er bara lofttjakkur sem er gormlestaður til baka svo að annaðhvort eru gormarnir farnir, lofttjakkurinn stendur á sér eða afloftunin á lokanum stífluð þannig að það er fast loft inn á honum.

Ef þú skrúfar nippilinn lausann á hásingunni ætti ekkert loft að koma ef lásinn er af, ef það kemur loft þar er vandamálið í loftloka eða því sem á að aflofta þegar lásionn er tekinn af. Ef hann andar ekkert er vandinn í lásnum sjálfum.

Kv Jón Garðar

Re: Loftlæsing með sjálfstæðann vilja

Posted: 06.jún 2014, 23:52
frá Doddi23
Takk fyrir þetta, var einmitt farinn að hallast að gorminum þar sem læsingin læsir sjálf og það oftast í beygju þó ekkert loft sé tengt við hana. Fannst það benda til að miðflótaaflið út af beygjunni væri hreinlega nóg til að hún færi af stað = lítið eða ekkert mótvægi.

Það er þá best að rífa þetta úr aftur eftir helgi og skoða inn í læsinguna.

Re: Loftlæsing með sjálfstæðann vilja

Posted: 09.jún 2014, 23:35
frá Aparass
Það er ekki gormur í þessari læsingu sem tekur hana af.
Það eru tvær vacumleiðslur aftur í hásingu, önnur sem sýgur lásinn á og hin sem sýgur lásinn af og það er stanslaust vacum á þeirri leiðslu sem er virk í það skiptið.
Mundi halda að rörin undir honum alveg aftast væru ryðguð í sundur rétt við slöngurnar sem liggja niður í hásingu.