Verkstæði sem lagar hjarir

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá muggur » 04.jún 2014, 11:34

Sæl(ir)
Hjarinar á afturhleranum á pajeronum mínum eru orðnar ansi slappar. Hef lesið að það sé hægt að skipta um þolinmóðin (10mm pinni) í þeim og séð þráð á breska pajero spjallinu um það. Sé hægt að ná honum úr með úreki og stórum hamri. Þetta hinsvegar hefur ekki gengið hjá mér og því spyr ég hvort þið getið mælt með einhverju vélaverkstæði sem geti gert þetta fljótt og vel ef maður kemur með laminar til þeirra. Þ.e. verkstæði sem á stærri hamar eða þá pressu. Ekki væri verra ef verkstæðið væri vestan Elliðaáa.

kv. Muggur


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá Ingójp » 04.jún 2014, 14:41

Er ekkert splitti sem heldur þessu?

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá muggur » 04.jún 2014, 15:41

Ingójp wrote:Er ekkert splitti sem heldur þessu?


Nei það er ekki splitti, hér er mynd af pinnanum stolið frá breska pajero spjallinu
(http://www.pocuk.com/forums/viewtopic.php?t=142579&highlight=pins)

Image

kv. muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá Ingójp » 04.jún 2014, 21:13

Þú ert örugglega að berja á réttan enda?

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá muggur » 04.jún 2014, 22:22

Já er nokkuð viss um það en er ekki með skrúfstykki sem og þetta er alveg kolryðgað og leiðinlegt.

Enginn sem getur bent mér á einhvern sem getur gert þetta fyrir mig?
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá JLS » 05.jún 2014, 00:18

Mér dettur einna helst í hug menn sem eru að gera upp bíla, Og í því sambandi er maður eða menn á Bílaverkstæði Kjartans minnir mig að heiti, En það er við hliðina á pústþjónustu Einars áttavillta á Smiðjuveginum. Þar eru feðgar að störfum síðast er ég vissi og báðir hafa komist aðeins með puttana í gamla ryðgaða bíla og færu trúlega létt með svona lagað.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá sukkaturbo » 05.jún 2014, 07:55

Sæll þegar ég er að brasa við þetta sker ég pinnan slétt við brakkettið og bora hann svo úr og set passandi bolta í staðinn kveðja guðni á sigló

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá Sævar Örn » 05.jún 2014, 21:25

farðu með lamirnar til smára á renniverkstæðinu skerpu og hann rennir nýja öxla í lamirnar og setur smurkopp og gerir þær betri en nýjar fyrir þig
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Verkstæði sem lagar hjarir

Postfrá juddi » 05.jún 2014, 22:58

Doddi í Partalandi er með einhvern á sínum snærum sem græjar Pajero lamir fyrir hann
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur