Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS
Posted: 30.maí 2014, 20:11
Daginn.
Er með 1991 Ford Econoline E-150.
Hann er með 5.8L windsor ásamt E40D skiptingunni.
Vandamálið sem ég er með er að hann gengur smá ógang. Gengur of hratt, allt í einu gefur í, heggur í gíra osfv. Þetta gerist nánast bara milli 0-40km/klst. Hann er fínn í langkeyrslunni.
Ég las af honum og fékk kóða að það væri of há volt frá TPS skynjara. Ég prufa að mæla skynjarann og hann stendur í 1.17 voltum í hægagangstöðu og sirka 6.5 volt í WOT (fullri inngjöf). Uppgefið fyrir þessa skynjara er 0.9-1.2 volt, man ekki nákvæmlega en í fullri inngjöf á það að vera 4.5 volt. Ég er búinn að mæla hann með því að snúa spjaldhúsinu hægt og rólega fram og til baka og skynjarinn dettur ekkert út, mjög smooth fram og til baka í voltunum milli 1.17-6.5v.
Ég ákveð þá að athuga hvaða volt innspýtingartalvan er að senda skynjaranum.
Hún er að senda 6.9volt á skynjarann! uppgefið er um 5volt. Það ætti að útskýra afhverju hann gefur upp þennan kóða "tps sensor too high voltage".
Er búinn að vafra smá á netinu og það kemur aðallega innspýtingartalva eða vélatalva til greina.
Nú vill ég spyrja ykkur,
Veit einhver meira en ég um þessi mál og gæti deilt upplýsingum EÐA á einhver annaðhvort innspýtingartölvu eða vélatölvu til að lána mér rétt til að athuga hvort þetta lagist?
Mbk,
Elís Viktor Kjartansson
Er með 1991 Ford Econoline E-150.
Hann er með 5.8L windsor ásamt E40D skiptingunni.
Vandamálið sem ég er með er að hann gengur smá ógang. Gengur of hratt, allt í einu gefur í, heggur í gíra osfv. Þetta gerist nánast bara milli 0-40km/klst. Hann er fínn í langkeyrslunni.
Ég las af honum og fékk kóða að það væri of há volt frá TPS skynjara. Ég prufa að mæla skynjarann og hann stendur í 1.17 voltum í hægagangstöðu og sirka 6.5 volt í WOT (fullri inngjöf). Uppgefið fyrir þessa skynjara er 0.9-1.2 volt, man ekki nákvæmlega en í fullri inngjöf á það að vera 4.5 volt. Ég er búinn að mæla hann með því að snúa spjaldhúsinu hægt og rólega fram og til baka og skynjarinn dettur ekkert út, mjög smooth fram og til baka í voltunum milli 1.17-6.5v.
Ég ákveð þá að athuga hvaða volt innspýtingartalvan er að senda skynjaranum.
Hún er að senda 6.9volt á skynjarann! uppgefið er um 5volt. Það ætti að útskýra afhverju hann gefur upp þennan kóða "tps sensor too high voltage".
Er búinn að vafra smá á netinu og það kemur aðallega innspýtingartalva eða vélatalva til greina.
Nú vill ég spyrja ykkur,
Veit einhver meira en ég um þessi mál og gæti deilt upplýsingum EÐA á einhver annaðhvort innspýtingartölvu eða vélatölvu til að lána mér rétt til að athuga hvort þetta lagist?
Mbk,
Elís Viktor Kjartansson