Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Elisvk
Innlegg: 23
Skráður: 17.apr 2013, 09:37
Fullt nafn: Elís Viktor Kjartansson

Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS

Postfrá Elisvk » 30.maí 2014, 20:11

Daginn.

Er með 1991 Ford Econoline E-150.
Hann er með 5.8L windsor ásamt E40D skiptingunni.

Vandamálið sem ég er með er að hann gengur smá ógang. Gengur of hratt, allt í einu gefur í, heggur í gíra osfv. Þetta gerist nánast bara milli 0-40km/klst. Hann er fínn í langkeyrslunni.

Ég las af honum og fékk kóða að það væri of há volt frá TPS skynjara. Ég prufa að mæla skynjarann og hann stendur í 1.17 voltum í hægagangstöðu og sirka 6.5 volt í WOT (fullri inngjöf). Uppgefið fyrir þessa skynjara er 0.9-1.2 volt, man ekki nákvæmlega en í fullri inngjöf á það að vera 4.5 volt. Ég er búinn að mæla hann með því að snúa spjaldhúsinu hægt og rólega fram og til baka og skynjarinn dettur ekkert út, mjög smooth fram og til baka í voltunum milli 1.17-6.5v.

Ég ákveð þá að athuga hvaða volt innspýtingartalvan er að senda skynjaranum.

Hún er að senda 6.9volt á skynjarann! uppgefið er um 5volt. Það ætti að útskýra afhverju hann gefur upp þennan kóða "tps sensor too high voltage".

Er búinn að vafra smá á netinu og það kemur aðallega innspýtingartalva eða vélatalva til greina.

Nú vill ég spyrja ykkur,

Veit einhver meira en ég um þessi mál og gæti deilt upplýsingum EÐA á einhver annaðhvort innspýtingartölvu eða vélatölvu til að lána mér rétt til að athuga hvort þetta lagist?

Mbk,
Elís Viktor Kjartansson



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS

Postfrá Kiddi » 30.maí 2014, 21:41

Er þetta ekki öfugt, sem sagt að skynjarinn sendi tölvunni boð með breytilegri spennu?
Hefði þá haldið að skynjarinn væri eitthvað skemmdur .


Höfundur þráðar
Elisvk
Innlegg: 23
Skráður: 17.apr 2013, 09:37
Fullt nafn: Elís Viktor Kjartansson

Re: Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS

Postfrá Elisvk » 30.maí 2014, 22:49

Nei ekki beint. Þetta er alveg rétt hjá þér að vissu leiti.

Það eru 3 vírar frá TPS.

1. Jörð frá vélatölvunni.
2. TPS signal (0.9-4.5v, breytilegur eftir stöðu inngjafar)
3. 5v reference frá innspýtingartölvu.

Ef 5v reference-ið er 1v þá er tps signalið í WOT aðeins 0.9-1v

í mínu tilfelli sendir tölvan frá sér 6.9volt og check engine ljósið kemur og segir að tps skynjarinn fái of mörg volt.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS

Postfrá svarti sambo » 30.maí 2014, 23:10

Það er góð lesning hérna um þennan sensor og hvernig á að bilanagreina þetta. Þetta eru þrjár bls. og lestu yfir þetta og sjáðu hvort að þú verðir einhvers vísari.

http://easyautodiagnostics.com/ford_tps ... test_3.php
Fer það á þrjóskunni


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS

Postfrá baldur » 30.maí 2014, 23:20

Annaðhvort ertu með útleiðslu einhverstaðar sem leiðir frá 12V vír yfir á TPS fæðinguna í lúmminu eða að það er bilaður spennureglari í tölvunni.


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS

Postfrá olei » 30.maí 2014, 23:57

Sammála Baldri og bæti við að það gæti verið að spennureglunnarrásina í tölvunni vantaði gott jarðsamband. Tékkaðu vandlega hvort að tölvan fái trygga jörð á vírum í tenginu. Mig minnir að húsið á henni eigi að vera jarðtengt líka. Mældu spennumun milli jarðvíranna á tölvunni og yfir á vélarblokkina og yfir á rafgeiminn. Hann á augljóslega að vera mjög lítill - e.t.v fáein millivolt.


Höfundur þráðar
Elisvk
Innlegg: 23
Skráður: 17.apr 2013, 09:37
Fullt nafn: Elís Viktor Kjartansson

Re: Innspýtingartalva sendir of mörg volt í TPS

Postfrá Elisvk » 31.maí 2014, 00:08

Jamm takk fyrir þetta strákar. Var akkurat búinn að detta í hug hvort 12v vír lægi nokkuð einhverstaðar utaní vírnum og ruglaði sambandið en ætlaði að athuga hvort einhver hefði rekist á þetta áður.

Kíki á þetta á morgunn og læt ykkur vita hvernig fer :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur