HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá svavaroe » 26.maí 2014, 13:36

Góðan dag kæru jeppafélagar.

Ég er í bölvuðu basli með kúplinguna hjá mér.
Er með Isuzu D-Max '07 beinskiptan, 35" AT breyttan. Frábær bíll sem ég er búinn að eiga í 3ár eða svo.
En helvítis kúplingin er búinn að vera stríða mér núna í nokkurn tíma.

Þannig er málið er að í fyrra kom það fyrir að kúplingspedallinn fór að detta niður í gólf
og þurfti ég að rífa hann upp alltaf sjálfur í tíma og ótíma með tánum, til þess að geta skipt um gír.

Það kom svo í ljós að neðri kúplingsþrællinn var orðinn sjúskaður og lélegur. Ég keypti því nýjan
og hann var settur í. Vandamálið skánnaði ekki allveg, þar sem síðar kom í ljós að efri þrællinn var líka
orðin handónýtur. Ég keypti því efri þrælinn líka og honum var útskipt.

Núna er komið sirka ár síðan, nema að vandamálið sem ég ætla að reyna að lýsa hér fyrir neðan
hefur ávallt verið til staðar, svona þannig séð.

Kúplingspedallinn á að sjálfsögðu að vera stífur og góður eins og góðri kúplingu sæmir alltaf,
en það kemur fyrir og alltaf þegar ég er einhverstaðar að keyra að allt í einu grípur pedallinn
ekki fyrr enn kannski helmingi neðar. Þar að segja, hann er ekki stífur fyrr en hálfa leið kominn niður.
Ég get þó skipt um gír, svo allt í einu er hún orðin eðlileg aftur. Þetta gerist algjörlega RANDOM.
Er í lagi margar vikur, stíf og góð og svo koma dagar sem hún er með stæla. Grípur ekki fyrr en í hálfa leið.

Núna byrjaði um Eurovision helgina þegar ég var að keyra úr Móso að pedallinn fór algjörlega niður
og ekki hægt að skipt um gír. Ég þjósnast á pedallnum og ekkert gerist. Drep á bílnum, kveiki aftur
og hún er ennþá bara niðrí gólfi. Svo bara eins og áður seigi, RANDOM, tekur hún við sér og allt eðlilegt.

Núna um helgina er þetta búið að vera svona af og til, fór í búðarferð í gær og hún datt tvívegis nánast allveg
úr. Þar að segja, nánast alla leið niðrí gólf.

Fór um daginn vestur og kom til baka í göngin með fjórhól á kerru, var helvíti heppinn að hún fór ekki upp í göngunum,
þar sem hún fór rétt áður við Borgarnes.

ÉG vona að fólk fatti hvað ég er að fara með þetta mál. Ég er algjörlega clueless hvað er í gangi
og trúi varla að 2x kúplingsþrælar (efri/neðri) séu strax farnir. Og ekki eru þessir andskotar ódýrir frá umboðinu.

Oft finnst mér þetta gerist frekar eftir að ég hef verið að keyra í sama gírnum í einhvern tíma, og svo þegar ég þarf að kúpla
þá er vandamálið komið.

Þannig að ég spyr :

Veit einhver fjur fjárinn er í gangi ?
Fólk hefur talað um að kúplingsdælan sé farinn ? Er neðri kúplingsþræll ekki það sama og dæla ?
Er loft inná kerfinu ? Ef svo, þar sem vandamálið gerist algjörlega random kemst þá loft inn einhverstaðar ?
Kemst loft inná kerfið frá Pakkdós eða ?

Spyr sá sem ekkert veit.

Væri virkilega þakklátur fyrir upplýsingar/aðstoð vegna þessa máls.

Kærar þakkir !

Bestu kv,

Svavar Örn
svavaroe(at)gmail.com


----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá svarti sambo » 26.maí 2014, 15:54

Það er spurning hvort að kúplingslegan sé laus frá gaflinum.
Fer það á þrjóskunni


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá olei » 26.maí 2014, 22:24

Neðangreint byggir á misskilningi og á ekki við þá bilun sem hér um ræðir.

Code: Select all

Mér sýnist ofangreint vandamál ekki hafa neitt að gera með kúplingsþrælinn eða dæluna.

Það er þindin/gormarnir í kúplingspressunni sem á að lyfta pedalanum upp. Kúplingslegan virðist vera stirð á stútnum fram úr gírkassanum. E.t.v nær hún að skekkjast og splitta sig fasta. Annar möguleiki er að diskurinn sé stirður á kúplingsöxlinum - það er þó langsóttari skýring og það hegðar sér vanalega ekki svona. Það skiptir þó ekki máli hvort er því að í báðum tilvikum þarf að taka gírkassann frá og yfirfara kúplinguna.
Síðast breytt af olei þann 27.maí 2014, 01:14, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá Polarbear » 26.maí 2014, 23:14

olei wrote:Mér sýnist ofangreint vandamál ekki hafa neitt að gera með kúplingsþrælinn eða dæluna.

Það er þindin/gormarnir í kúplingspressunni sem á að lyfta pedalanum upp. Kúplingslegan virðist vera stirð á stútnum fram úr gírkassanum. E.t.v nær hún að skekkjast og splitta sig fasta. Annar möguleiki er að diskurinn sé stirður á kúplingsöxlinum - það er þó langsóttari skýring og það hegðar sér vanalega ekki svona. Það skiptir þó ekki máli hvort er því að í báðum tilvikum þarf að taka gírkassann frá og yfirfara kúplinguna.



ég er ekki sammála þessu. Ef þetta væri legan og hann myndi ýta í botn þá myndi kúplast frá og bíllinn ekki taka gír. hann getur ekki kúplað þegar þetta gerist. (ef ég skil lýsinguna rétt).


Spurningin er, hefurðu verið að skipta um vökva á kúplinguni (sérstaklega í fyrra skiptið) og hvaða vökvi var settur á kerfið? Einstaka kerfi þolir ekki hvaða vökva sem er. t.d. er mikill munur á dot5 og dot5.1 vökva er mér sagt og má ekki blanda þeim saman. sumar kúplingar nota dempara-olíu en ekki bremsuvökva t.d.

mér finnst þetta hljóma eins og það séu að festast ventlar í þessu og þá er efri þrællinn sökudólgurinn þar sem sá neðri er eiginlega bara stimpill.

hvernig lítur vökvinn út á þessu? eftir stutt "gúgl" er þekkt vandamál í einhverjum DMAX bílum amk. að það kemst vatn inn með gúmmíinu á þrælnum sem er á kassanum og eyðileggur vökvann. þá er draslið fljótt að skemmast


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá olei » 27.maí 2014, 00:41

Polarbear wrote:
ég er ekki sammála þessu. Ef þetta væri legan og hann myndi ýta í botn þá myndi kúplast frá og bíllinn ekki taka gír. hann getur ekki kúplað þegar þetta gerist. (ef ég skil lýsinguna rétt).

Ég las upphafinnleggið aftur og nú talsvert hægar en í fyrra skiptið. Ég er alveg sammála þér í að vera ósammála mér.
Takk fyrir leiðréttinguna!

Vinsamlega hunsið það sem ég skrifaði hér ofar, það ætti við ef pedalinn er fastur niðri og "kúplað" frá...
Síðast breytt af olei þann 27.maí 2014, 01:22, breytt 1 sinni samtals.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá olei » 27.maí 2014, 00:49

-að því sögðu.
Ég mundi rífa dæluna uppi í sundur og kíkja á hana. Þetta vandamál er mun fremur þar en í þrælnum niðri, ég sé ekki hvernig hann ætti að haga sér svona. Spurningin er hvort að það sé korn eða einhver flyksa í forðabúrinu - eða á leiðinni úr því að dælunni- sem fer hreinlega fyrir og sveltir dæluna.

Ef það væri loft inni á kerfinu þá væri kúplingin fjaðrandi og sliti illa - og breyttist ekki fyrirvaralaust.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá Sævar Örn » 27.maí 2014, 08:15

Sammála, liklega er bilerí í efri dælunni, lekur milli þéttinga
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


303hjalli
Innlegg: 113
Skráður: 16.okt 2013, 19:33
Fullt nafn: Hjálmar Kristinn Hlöðversson
Bíltegund: 4x4

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá 303hjalli » 27.maí 2014, 08:20

Kannski er þetta einfaldara,,,? Er gormur sem dregur arminn með legunni frá pressunni, ef svo er þá er skýring komin.það myndar dauðahlaup ef hlaup verður of mikið ertu að stíga á máttlausan fetil eins og þú lýsir.,,,,,hentu gormi úr ef hann er til staðar"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá svarti sambo » 27.maí 2014, 08:54

Þar sem að þetta er svona random, þá er spurningin hvort að legan sé með eyru fyrir arminn og sé laus frá arminum og sé að snúast á öxlinum. svo er það bara spurning hvernig armurinn lendir á legunni þegar kúplað er. Það ætti að vera hægt að sjá það með því að losa gúmmíhosuna frá og lýsa inní kúplingshúsið.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá svavaroe » 27.maí 2014, 09:25

Takk kærlega fyrir öll þessi svör og ráðleggingar.

Þegar skipt var um báða (efri/neðri) þrælana þá settum við nýja olíu á efri þrælinn.
Eins og myndinn sýnir, vill kerfið eingöngu fá DOT3 eða DOT4. Ég keypti á undan DOT5 olíu sem við vorum síðan sammála um að nota ekki (vegna þess að það sé sílikon eithva..)
og mig minnir að við höfðum sett á bílinn DOT4.

Image

Image
ATH, það er eins og myndin sýni að það vanti einhvað af olíu en svo er ekki.Bara sjónarhornið.
En mér finnst hún samt frekar skítug... Gæti verið bull í mér...


Það kannski er betra að nefna að ég held að það sé kominn tími á kúplingsleguna sjálfa. Yfirleitt þegar honum er startað köldum þá danglar og klikkar eithvað hljóð,
þangað að ég held kúplingunni niðri þá hverfur hljóðið. (og það er algjörlega random líka, ekki alltaf)
Mér var tjáð að það væri legan sem væri orðin slöpp, sem er þá kannski einhvað tengt þessu vandamáli.

Þakka ykkur kærlega fyrir. :)

Bestu kv,

Svavar Ö
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: HJÁLP - Kúpling (pedali) með stæla - D-MAX '07

Postfrá svarti sambo » 27.maí 2014, 12:28

Væntanlega eru eyru á legunni sem festa hana við arminn og það hefur losnað, þannig að það er bara happ og glapp hvort að armurinn hittir rétt á leguna og svo lemja eyrun í arminn þegar að þú startar og svo sem allta þegar að vélin snýst. Þú verður sennilega bara meira var við það þegar að þú startar.
Mér finnst liturinn á vökvanum vera full dökkur miðað við tíma. eins og hann sé brunninn eða litur frá þéttingum. Eða bara ekki verið skift um allann vökvann. Bara skola þetta út með nýjum vökva og fylgjast svo með litnum.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 32 gestir