Síða 1 af 1
					
				segulrofaborð
				Posted: 26.maí 2014, 13:23
				frá jongud
				
			 
			
					
				Re: segulrofaborð
				Posted: 26.maí 2014, 22:20
				frá Atttto
				Ef hver ras (hver snerta) er 10A (120W)þà ætti þetta  ađ vera i lagi i flestu tilvikum þarf ekki meira en þad.
			 
			
					
				Re: segulrofaborð
				Posted: 26.maí 2014, 23:53
				frá baldur
				Þetta er algjört pjátur, relayin lóðuð í og gert fyrir logic (5V) stýringu sem er óþarfi þegar á bara að stýra þessu með rofum. Einnig skal athuga að 10 amper er hámarksstraumur og hámarksstraumur miðast við ákveðið duty cycle og þessháttar, ekki í lagi að það séu alltaf 10 amper á rásinni klukkutímum saman.
Það er nóg til af snyrtilegum boxum og brettum fyrir allar stærðir af bílarelayum, þar sem relayunum er smellt í.
			 
			
					
				Re: segulrofaborð
				Posted: 27.maí 2014, 00:20
				frá Atttto
				Oki eg er sammala  baldri med þađ ađ releyin seu lođuđ i þađ er sma vesen ef reley klikkar.
En eins og er tekiđ fram þà bjođa þeir upp á solid state reley þà er þađ vandamal ur sögunni. 
En þekki ekki þessar logic styringar og þad dot nog til segja neitt um þađ
Kv. Atli
			 
			
					
				Re: segulrofaborð
				Posted: 27.maí 2014, 00:41
				frá Stebbi
				Solid state relay bila og brenna yfir alveg eins og venjuleg spólu relay, ekkert vandamál úr söguni þar.
			 
			
					
				Re: segulrofaborð
				Posted: 27.maí 2014, 05:00
				frá haffij
				Hvaða vandamál á að leysa með svona reley plötu? 
Hvað getur hugsanlega verið betra eða einfaldara að nota hana heldur en 4 "venjuleg reley"?
Reley bilar af mínu viti sárasjaldan. Ég hef komið að bílarafmagni í fjölda mörg ár og notað ansi marga tugi ef ekki hudruð releya. 
Ég man í fljótu bragði eftir tveimur sem hafa bilað án þess að það hafi verið lagt of mikið á það (of lítið reley notað), illa gengið frá tenginum eða það skemmt með því að vatn hafi komist inn í það.
Reley eru afskaplega einföld ef maður notar einfalda mekaníska rofa og rétta stýrisstrauma til að stýra þeim eru möguleikarnir á tengingum og virkni fullkomlega nægilegir í mjög fullkomið aukarafmagnskerfi í jeppa.
Ef svo ólíklega vill til að reley klikki þegar á þarf að halda þá má svo á mjög einfaldan hátt "jumpa" straumnum yfir releyið og virkja það sem releyið á að stýra. Eða sem enn einfaldara er hafa eitt eða tvö auka reley með í jeppanum og stinga í í staðinn. 
Afhverju að gera einfaldan hlut flókinn og ónotendavænni en nauðsynlegt er?
			 
			
					
				Re: segulrofaborð
				Posted: 27.maí 2014, 08:22
				frá jongud
				Það er mælt með 5V "signal" straum en það má fara upp í 12V
Ég var aðallega að spá í hvort það væri sniðugt að nota þetta ef maður þarf að raða 4 segulrofum í aukarafkerfi, maður gæti losnað við eitthvað af "tannlæknavinnunni" við að nota svona borð.