Síða 1 af 1
gormavæðing
Posted: 18.nóv 2010, 13:44
frá JónD
sæli nú á að fara að skipta flatjárnunum út að aftan hjá mér og ég var bara að velta fyrir mér hvort það væri einhverstaðar hægt að þá allt sem þarf til að smíða 4-link undir bílinn? og hvernig gorma væri best að nota? þetta er undir hiux d/c
Re: gormavæðing
Posted: 18.nóv 2010, 14:01
frá karig
Í Héðni er hægt að fá four-link festingarnar á hásingu og grind, að vísu er eftir að bora fyrir stífunum, enda ýmis mál á fóðringaboltum. Kostar um 17 þús. Talaðu við Gulla í síma 6602134. Gorma má t.d. kaupa í BSA Varahlutum s. 5871280, kosta að mig minnir 40 þús parið. Stífur keypti ég notaðar, en samsláttarpúða að mig minnir í N1, kv, Kári.
Re: gormavæðing
Posted: 18.nóv 2010, 21:18
frá Árni
Sæll Jón.
Þetta er mjög einföld smíði, sérstaklega fyrir stálsmið. Skerð bara út fallegar hyrnur og borar þær. Síðan að renna hólka utan um fóðringarnar og sjóða rör á milli.

Annars eru menn að nota allskonar gorma í þetta. Ég keypti notaða gorma undan 4runner í minn, þeir eru mjög mjúkir enda reikna ég ekki með miklum burði hjá mér. Undir þeim gráa eru original LC 80 gormar, þeir koma rosalega vel út í alhliða brasi.
Gangi þér sem allra best með smíðina og á svo ekki að lengja á milli hjóla í leiðinni?
Re: gormavæðing
Posted: 18.nóv 2010, 22:23
frá JónD
jú það orgar sig ekki að vera að þessu nema færa hásinguna í leiðinni annað er bara tímasóun
Re: gormavæðing
Posted: 18.nóv 2010, 22:27
frá ellisnorra
http://elliofur.123.is/album/default.aspx?aid=145510Svona gerði ég þetta hjá mér, ég fékk stífurnar og vasana tilbúna og notaða á patrol hásingu, tíminn sem fór í allt ferlið (rífa flatjárnin undan, skera af patrol hásingunni og koma öllu undir) tók uþb 50 vinnustundir.
Re: gormavæðing
Posted: 19.nóv 2010, 10:42
frá JónD
haldiði að ég geti fengið að skoða svona 4-link kerfi hjá ykkur á kannski slá nokkur mál? þyrti helst að getað komist í þetta sem fyrst. ef það er möguleiki á að skoða þetta hjá einhverjum þá er hægt að ná í migí síma 8662333 eða bara hérna
jón dan
Re: gormavæðing
Posted: 19.nóv 2010, 15:46
frá Árni
Ég á máta af þessu í 1:1 ásamt flestum málum. Ég reyni að grafa þetta upp í kvöld og heyri svo í þér í kvöld eða á morgun.
Re: gormavæðing
Posted: 28.des 2010, 20:16
frá Sævar Páll
þá kemur maður spyrjandi eins og álfur, hverjir eru kostir 4link umfram gamla Landróver/Rangerover gormabúnaðinn?
Re: gormavæðing
Posted: 28.des 2010, 23:06
frá Árni
Sævar Páll wrote:þá kemur maður spyrjandi eins og álfur, hverjir eru kostir 4link umfram gamla Landróver/Rangerover gormabúnaðinn?
Í stuttu máli er það þetta:
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=282237&pageId=4079833&lang=is&q=range%20rover Þegar þessir bílar misfjaðra á grindin það til að sveiflast með vegna þess hve hár punkturinn er sem A-armurinn festist ofan á hásinguna.
Re: gormavæðing
Posted: 28.des 2010, 23:43
frá Freyr
Það var einn að auglýsa þau brakket sem þarf í þetta á barnaland.is, sýndist það vera frá Héðni.
Freyr
Re: gormavæðing
Posted: 29.des 2010, 08:23
frá Þorri
Ef einhver á teikningar af þessum járnum þá mætti sá hin sami senda þær á mig best væri ef þær væru í autocad dxf eða dwg.
Forritið á vatnsskurðarvélinni hjá mér tekur þær beint inn má bara ekki vera yngra en 2006 minnir mig.
thorri74@gmail.com Kv. Þorri
Re: gormavæðing
Posted: 29.des 2010, 08:25
frá helgiaxel
En veit einhver hvernig orginal stífufjöðrunin í Pajero er að koma út á móti fourlink?
Kv
Helgi Axel
Re: gormavæðing
Posted: 30.des 2010, 16:08
frá arntor
ég á handa tér afturhásingu/tómt ror, med 4link bracketum á og gormaskálum, tverstífan er á henni, tú tyrftir tá bara ad smída tér langstífur og festingar upp í grind. getur fengid tetta á 20túsund kr. 773-7874
Re: gormavæðing
Posted: 10.jan 2011, 12:48
frá JónD
nú er ég búinn að smíða fjöðrunarkerfið og þarf bara að tengja handbremsuna hvernig hafa menn verið að lengja í handbremsunum á þessum bílum?
Re: gormavæðing
Posted: 10.jan 2011, 13:39
frá Offari
Ég mæli með því að menn noti áfram flatjárnin. Og helst rússnesk flatjárn. Einhvernveginn hefur mér fundist flatjárnabílarnir vera stapilli á vegi og gormabílarnir gjarnari á að grafa sig í snjóinn. Allavega sé ég ekki ástæðu til að breyta því sem virkar og bilar lítið. (þegar ég tala um að gormabílar grafi sig niður á ég við gamla bronco og cherokie sem voru bara með gormum að framan og áttu það til að missa framhásinguna á hopp í spóli með þeim afleiðingum að þeir grófust niður) Annars er ég bara svona gamaldag og vel getur verið að þetta virki betur í dag.
Re: gormavæðing
Posted: 10.jan 2011, 16:28
frá Stjáni
Offari wrote:Ég mæli með því að menn noti áfram flatjárnin. Og helst rússnesk flatjárn. Einhvernveginn hefur mér fundist flatjárnabílarnir vera stapilli á vegi og gormabílarnir gjarnari á að grafa sig í snjóinn. Allavega sé ég ekki ástæðu til að breyta því sem virkar og bilar lítið. (þegar ég tala um að gormabílar grafi sig niður á ég við gamla bronco og cherokie sem voru bara með gormum að framan og áttu það til að missa framhásinguna á hopp í spóli með þeim afleiðingum að þeir grófust niður) Annars er ég bara svona gamaldag og vel getur verið að þetta virki betur í dag.
Oftast er það nú lélegum dempurum/fóðringum að kenna að hásing fari að hoppa..
Aðalmálið er að þetta sé ekki smíðað með rassgatinu ef menn eru að smíða þetta sjálfir
og nauðsynlegt að hafa einhvern sem þekkir þokkalega vel til verka til að leita ráða eða aðstoðar hjá, ég var sjálfur með skoppara bronco og skipti út dempurum fyrir stillanlega rancho og varð hann mjög góður við það :)
Re: gormavæðing
Posted: 10.jan 2011, 16:47
frá Stjáni
Varðandi handbremsubarkana að þá man ég eftir bíl sem félagi minn átti s.s. hilux dc og hann fékk sér barka úr exstra cap minnir mig alveg endilega þegar hann færði hásinguna,
veit reyndar ekki hvað þú ert að færa mikið en það dugði hjá honum :)
Re: gormavæðing
Posted: 10.jan 2011, 16:55
frá JonHrafn
ég drullumixaði snitt tein á barkan hjá mér, undir miðjum bíl. Fæ það til að virka rétt meðan hann fer í skoðun :)=
Re: gormavæðing
Posted: 10.jan 2011, 16:56
frá Stjáni
JonHrafn wrote:ég drullumixaði snitt tein á barkan hjá mér, undir miðjum bíl. Fæ það til að virka rétt meðan hann fer í skoðun :)=
Það dugar ;D