Síða 1 af 1

Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 19.maí 2014, 23:28
frá Potlus
Heilt veri fólkið.

Nú fyrr á árinu fékk ég mér Grand Cherokee laredo. Sá bíll er á 33" núna og verður hann notaður í sumar og sennilegast seldur eftir það . Stuttu seinna bættist annar við en sá bíll er Limited.
Image

Limited bílinn er ég að ryðbæta og breyta honum á 38 tommuna en með tilliti til þess að geta komið undir 39,5" dekkjum.

Image


Kostirnir sem ég sé við þennann bíl er að hann er léttur, passleg stærð og Ágætis þægindi.

Sjálfsagt er hægt að pæla í því hvort hann sé ekki að "höndla" stærri dekk, vegna sjálfberandi boddy'sins en ég held því fram að það skipti ekki höfuð málinu. Eða hvernig er ykkar reynsla af því ?

Hásingarnar voru næsta mál á dagskrá. Það kom upp hugmynd að setja undir hann Dana 44 en ég ætla að halda mig við Dana 30 og Dana 35 í bili. Ástæður þess eru m.a. hversu léttari þær eru og að ég fékk loftlás fyrir lítið og er læsing mikill kostur.

Leiðin sem ég ætla að fara í þessu er að síkka gormaskálarnar og færa þær í grindarbitanum( boddyinu) í stað þess að færa það á hásingunni og setja klossa eða stórar stultur á hásingarnar.

Færslan á hásingum er :
Að aftan = 10cm aftur og 12cm niður
Að framan = 3-4cm fram og 12cm niður
Í hásingarnar eiga síðan að fara 4:56 hlutföll og loftlás að aftan (til að byrja með)

Bíllinn er með 6cyl 4.0HO línu og stendur til að, annaðhvort setja í hana torq ás og eitt og annað til að fá meira út úr henni, nú eða setja í hann 5.2 318 v8 vél.

Bílinn reif ég allann að innan og slípaði upp hverja einustu ryðbólu.
2 riðgöt voru komin í botninn á honum og var þeim kippt í liðinn. Eftir slípun var svo settur grunnur á botninn og verður botninn síðan málaður allur með tilheyrandi málningu.

Síðan var farið í að skera úr, hellingur fór úr brettunum og lokaði ég hjólskálunum en enn er eftir ýmis smávinna í kringum það.
Einnig þurfti ég að bæta 12cm inn í hjólskálina h/m að aftan í samræmi við færslu á hásingu.
Ekki þurfti ég að gera það v/m vegna þess að þar er nóg pláss fyrir dekk.
Bíllinn er grár að lit eins og sést á myndum en eftir breytingu verður bíllinn svo heilsprautaður

Hér eru svo myndir til að byrja með

Bkv.Árni


Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Cherokee Breytingar

Posted: 18.jún 2014, 22:00
frá Potlus
Endanleg hönnun á fjöðrun liggur fyrir !

Að framan:
Dana 30
4:56 hlutföll
Patrol framstífur
Hásing 12cm niður
Hásing 4cm fram
Gormar úr V8 bíl.
Lækkað gormasæti í Boddy
Nýjir demparar

Að aftan :
Dana 35
4:56 hlutföll
ARB loftlás
Fjöðrun : 4 Link
Lækkaðar gormaskálar og færðar.
Nýjir demparar

Nú getur allt farið að ske og hægt verður að halda áfram með þetta

Yfir og út- Árni !

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 08.sep 2014, 21:30
frá Potlus
Jæja, nú hefur liðið dágóður tími og ýmislegt gerst.
Smíðað var 4-link að aftan með svipaða stífuafstöðu og að aftan í Patrol.

Vélin, skiptingin, og millikassinn voru rifin úr og fær 6cyl línan að víkja fyrir 5.2L Áttasílendravél.
Keyptur var líffæragjafi og verður vélinni og öllu því fylgjandi swappað yfir í bílinn.

Allar ráðlagningar vel þegnar enda fyrsti breytti jeppinn minn.
Markmiðið er að fúska sem minnst og vanda vel til verks

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 09.sep 2014, 15:03
frá Kiddi
Hvað gerir þú með bensíntankinn, er nóg að færa hann til að koma hásingunni 100mm aftar? Er að velta þessu fyrir mér, er með einn sem mig langar að setja á 38" með tíð og tíma.

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 09.sep 2014, 15:53
frá Potlus
Ég ætla að smíða nýjann tank svo að það verður bara smíðað með tilliti til þess, Nóg pláss aftan við hásingu!

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 13.sep 2014, 01:46
frá Kiddi
Já plasttankurinn er nú bara svo fjandi vandaður að það væri fínt að halda honum

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 13.sep 2014, 09:53
frá Freyr
Hnika tanknum örlítið aftar, forma framhlutann inn til að búa til pláss fyrir kúluna og færa þverstífuna framfyrir hásingu...

Image

Image

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 16.sep 2014, 02:12
frá lecter
Formverk i grafarvogi breytir plast tönkum i svona bilum

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 02.okt 2014, 13:50
frá krummignys
Er ekkert að gerast í þessum? Þarf ég að koma austur og sparka í rassgatið á þér drengur?

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 02.okt 2014, 15:37
frá AgnarBen
Alltaf gaman að sjá menn með smá metnað í Cherokee breytingum - vel gert :)

Ég fór þá leið að henda Dana 35 undan strax í byrjun og setja Ford 8.8. Er þetta ekki bara tímaspursmál hversu lengi þetta D35 drif heldur !

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 02.okt 2014, 20:59
frá Potlus
Þannig er mál með vexti að ég fékk loftlás í þessa hásingu á verði sem ég gat ekki hafnað svo ég ætla að byrja á þessu.
Vélin er komin úr líffæragjafanum og sú vél er 5.2 eða 318ci. Næsta mál á dagskrá er að finna D 30 reverse framhásingu og sandblàsa sìðan hásingarnar,stilla inn drif og grunna og mála hásingar. Allar legur fengnar nýjar í þetta,pakkdósir og 4:56 hlutföll. Þetta verður fjör og skora ég á föður minn að halda áfram með v8 Patrol projectið sitt en eins og oft er sagt er veturinn tími jeppasmíða!

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 02.okt 2014, 21:05
frá Guðmann Jónasson
Þetta eru snilldar bílar, átti einn 38" GC í nokkur ár og mun alltaf sjá eftir honum!

kv.Guðmann

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 15.nóv 2014, 22:46
frá Potlus
Kæru jeppaspjallsverjar....
Nú hefur ýmislegt gengið á og þetta langa tímabil sem ekkert hefur sést á bílnum en miklar pælingar farið í gegn.
Bílprófið er komið í hús og þá magnast upp spennan yfir því að bíllinn verði tilbúinn.

Hásingarnar hafa verið sandblásnar, grunnaðar og málaðar.
Drif stillt inn með tilheyrandi loftlássbúnaði.
Ég endaði á að kaupa allt nýtt í báðar hásingarnar. Þ.e. legur, pakkdósir, hjólalegur. Einnig keypti ég allt nýtt í bremsurnar og allt á að vera í standi.(Gera þetta almennilega strax í byrjun)

Núna er ég að vinna í því að skera úr hvalbak aftan við framdekkin til að gera það að verkum að beygjuradíusinn haldist og ekkert rekist í.

Næsta mál á dagskrá er svo að skipta út sílsum báðu megin, skipta um bita aftast í toppi, kítta grunna og sprauta.

Þangað til næst,
Bkv.Árni

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 16.nóv 2014, 09:47
frá Sæfinnur
Það er altaf jafn gaman að svona smíðaþráðum. Þú hefur verið einstaklega heppinn með hvað hann er laus við rið.
Flott verkefni.

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 31.jan 2015, 00:20
frá Potlus
Sælt veri fólkið!
Ég veit ekki hvort það sé hægt að kalla þetta verkefni breytingu lengur heldur mætti þetta frekar teljast sem uppgerð!
Þar sem nú er liðinn dágóður tími frá síðustu uppfærslu þá langaði mig að deila með ykkur smá af því sem ég hef verið að gera.
Undanfarið hef ég verið að vinna í því að skipta sílunum út í bílnum. Innra og ytra byrðinu var skipt út og gengið samviskusamlega frá því. Allt var grunnað og síðan verður það ryðvarið. Svona ryðbætingarvinna tekur bæði óköpin öll af tíma og þar sem maður hefur ekki gert neitt svona áður þá er maður sífellt að læra og hafa miklar leiðbeiningar fengist hjá föður mínum við þessar smíðar. Þar sem ég er með það markið í þessum bíl að vanda vel til verks og fjarlægja ALLT ryð. Síðar fór ég í að skipta út bitanum við afturhlerann (sjá mynd). Gólfið var tekið í gegn og hreinsað allt upp, öllum Samsetningum og suðum var sandblásið, grunnað, kíttað og málað.
Þá var komið að þeim áfanga að velja endanlegann lit á bílinn, því mála þurfti vélarsalinn fyrir vélarísetningu. Og eins og í öllu í bílnum var allt sandblásið sem þurfti , allar festingar blásnar, hreinsaðar og málaðar. Liturinn var appelsínugulur og bíður bíllinn nú eftir vélarísetningu og innréttingu.
Þessi smíði tekur sinn tíma og þar sem maður er í skóla og vinnu þá er minni tími en samt alltaf eitthver. Skemmtilega við þetta er reynslan sem maður fær við að smíða svona.
Stefnan er tekin á að setja vélina í á næstu dögum og fara að láta þetta ganga eitthvað. Kominn með 13" breiðar valsaðar felgur og 38" ground hawg til að byrja með svo það er bara gleði og hamingja. Myndir fylgja þessu svo!
Kvedja.Árni

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 04.feb 2015, 00:48
frá nervert
Helvíti vel gert og flottur litur gaman að sjá flott vinnubrögð

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 04.feb 2015, 10:36
frá AgnarBen
Skemmtilegt verkefni og vonandi klárar þú þetta með stæl :)

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 04.feb 2015, 16:41
frá Potlus
Takk takk...
nú er vélin komin í og skiptingin á leið í...pabbi fenginn í að skoða rafmagnsteikningar og smáhlutir sandblásnir og málaðir!
Læt sma mynd fylgja!

Re: V8 CHerokee Project

Posted: 07.jan 2018, 16:26
frá Potlus
Gaman að finna gamla þræði!
Það hefur nú ýmislegt gerst síðan þetta var uppfært.
Bílinn var sprautaður appelsínugulur, gengið frá öllu og breytingaskoðaður á 38"
Nokkrar ferðir farnar og þá gaf sig pinninn í loftlásnum að aftan og þá var farið í Patrol hásingar.

Nú fyrst að það var farið í hásingaskipti var hann hækkaður í leiðinni og hæðin leyfir 44".
Í bílinn fór Patrol millikassi( Kúlan er hinu megin á patrol) og ég lét smíða fyrir mig millistykki milli sjálfskiptingar og kassa ( Sjá mynd).
Þá er handbremsan líka komin í millikassan.
Allt nýtt sett í fram og afturhásingu (Legur, pakkdósir, og allt í bremsum.)
Orginal v8 Cherokee gormar undir honum.
Framdemparar: Afturdemparar úr LandCruiser 80
Afturdemparar: Afturdemparar úr Nissan Patrol Y60
Upphækkaður stýrisarmur
Bensíntankurinn var sérsmíðaður aftan við hásingu og geymir 130 lítra.
Undir honum er GroundHawg og 15x14 krómfelgur.
Vinnuljós á toppinn.

Bíllinn hefur bara staðist þær væntingar sem ég bar til hans og er nokkuð sáttur , Jeppi verður samt alltaf bara jeppi og klárast aldrei alveg.

Verkefnalistinn:
Geymsluskúffur í skott.
Grind framaná ( Kastara)
Ganga frá ýmsu smotteríi hér og þar.
Þyrfti að breikka kanta fyrir 44"
Lægri hlutföll.
Úrhleypibúnaður

Yfir og út

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 08.jan 2018, 11:32
frá Hjörturinn
Glæsilegur hjá þér

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 08.jan 2018, 16:34
frá Robert
Mjög flottur hvernig er hann að virka hvaða hlutföll eru í honum með Patrol hásingarnar?

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 08.jan 2018, 16:53
frá sukkaturbo
Jamm flottur, og fín vinnubrögð hvað vigtar hann í dag?

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 08.jan 2018, 18:32
frá íbbi
stórglæsilegt alveg, unun að skoða svona þræði

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 08.jan 2018, 19:39
frá Potlus
Hjörturinn wrote:Glæsilegur hjá þér

Takk Kærlega

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 08.jan 2018, 19:41
frá Potlus
Robert wrote:Mjög flottur hvernig er hann að virka hvaða hlutföll eru í honum með Patrol hásingarnar?

Takk fyrir það :) Hann svínvirkar og ég er mjög ánægður með hann hann er með 4.63(orginal patrol), virkar fínt en hefði sjálfagt gott af því að fara í 5.13. 5.42 yrði of lágt held ég. Hann er á ca 1800 snúningum í 90km/h

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 08.jan 2018, 19:42
frá Potlus
sukkaturbo wrote:Jamm flottur, og fín vinnubrögð hvað vigtar hann í dag?

Sæll, takk fyrir það! hann er rétt rúmlega 2 tonn, með fullan tank o.þ.h.!

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 08.jan 2018, 19:43
frá Potlus
íbbi wrote:stórglæsilegt alveg, unun að skoða svona þræði

Takk fyrir það, hef sjálfur mjög gaman af svona þráðum og ákvað að leggja mitt fram :)

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 09.jan 2018, 18:34
frá Doror
Virkilega flottur Jeep. Hvernig gekk að koma millikassastöng inní bíl og ganga frá? Áttu myndir af því?

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 10.jan 2018, 13:53
frá Potlus
Doror wrote:Virkilega flottur Jeep. Hvernig gekk að koma millikassastöng inní bíl og ganga frá? Áttu myndir af því?

Takk fyrir það! Á reyndar ekki til mynd af því en ég er með millikassa úr Y60 í honum en búnaðurinn sem tengir stöngina í honum hentaði ekki svo ég notaði stöng úr Y61 og fræsti bara í öxulinn fyrir splittboltanum.Svo beygði ég bara stöngina eins og þurfti til og þá kom hûn inn á sama stað og orginal! Á reyndar eftir að klára að græja múffuna í kringum stöngina!

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 18.feb 2018, 22:09
frá Potlus
Eitt og annað búið að dunda. Þó aðallega að koma fyrir ljósabúnaði og aukarafkerfi í hann.
Smíðaði á hann röragrind að framan með festingum fyrir drullutjakk og kastara.

Fékk "Relay control unit" í Bílasmiðnum, þ.e. Aukarafkerfi með relay og öryggjum. Mjög einfalt í uppsetningu.
Gekk frá því í stokkinn milli sætana og er AC dælan einnig tengd þvíþ
Ljósin sem ég setti í hann eru :

IPF SuperRally Gulir 2-gja geisla 100/170w
Vinnu led ljós. 4stk : 4" 18W á topp
Led bar fært upp á topp : Auxbeam X-series 42"m/parki.
Led perur í aðalljós

Svo voru kúlulokarnir í felgunum voru ónýtir og láu svo þétt upp við felguna.
Fékk mér kúluloka, smá upphækkunarhulsu og hettur á þá í landvélum.

Svo er bara að koma fyrir stýrisdempara í hann, græja vacum fyrir afturlás og ýmislegt dund.

Læt fylgja smá myndaseríu.

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 19.feb 2018, 18:25
frá elli rmr
Flottur gaman þegar menn uppfæra þræðina

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 19.feb 2018, 19:15
frá Robert
Flottur

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 14.maí 2019, 11:27
frá Potlus
.

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 14.maí 2019, 11:32
frá Potlus
.

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 14.maí 2019, 11:45
frá Spordx
Nú líst mér á þig :o

Það var kominn tími til að selja þetta mix og fá sér alvöru bíl ;)

Re: Cherokee 38" ( POTLI)

Posted: 15.maí 2019, 11:25
frá Potlus
Hann er nú reyndar ekki seldur ....líklega hefuru commentað á vitlausan þráð